Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 39
BÓKASAFNIÐ Samstarf bókasafna á tæknisvlði Samslarfsnefnd um upplýsingamál hefur á undanfömum árum stuðlað að því að söfn á svipuðu sviði mynd- uðu með sér samstarfshópa. I einum þessara hópa eru 10 söfn á tækni- sviði. Þau eru Almenna verkfræði- stofan, Háskólabókasafn - verk- fræði- og raunvísindadeild, Iðn- tæknistofnun, Landsvirkjun, Póstur og sími, Rafmagnsveitur ríkisins, Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, Tækniskóli íslands, Vega- gerð ríkisins og Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen. Upptalning þessi sýnir að þetta cru ólík söfn en þau eiga þó ýmislegt sameiginlegt. Þar má t.d. nefna að safnefnið er svipað, þ.e. efni á sviði raunvísinda og tækni. Yfirleitt er einn bókavörður á hverju safni og þarf hann að annast öll störf sem þar falla til. Tæknihópurinn hefur haldið nokkra óformlega fundi síðan í desember 1985. Á þessum fundum hefur verið rætt um ýmis sameigin- leg mál, svo sem samskrár, upplýs- ingaleit í tölvu, skjalasöfn, tíma- ritageymslu og grisjun, Dobis Libis, söluskattsinnheimtu Tollpóststof- unnar, skráningu og geymslu teikn- inga og margt fleira. Eitt er það vandamál sem er sameiginlegt þessum söfnum og öðrum líkum, þ.e. hvenær og hvem- ig eigi að taka tölvutæknina í þjón- Tekið saman af bókavörðum viðkomandi safna ustu viðkomandi safns. Um þessi tölvumál hefur mikið verið rætt á fundum hópsins. Fram hefur komið að söfnin em nokkuð mislangt kom- in í tölvuvæðingu. Sum eru þegar komin með aðkeypt eða heimatil- búin kerfi en önnur bíða átekta eftir niðurstöðum úr könnun tölvunefnd- ar á Dobis Libis og fleiri kerfum. Hér á eftir fer stutt kynning á þeim söfnum sem taka þátt í þessu hópstarfi og þar kemur m.a. fram hvemig tölvumál þeirra standa. Almenna verkfræðistofan * bókasafn Árið 1979 var byrjað á skipulagn- ingu bóka- og skjalasafns AV. Bókasafnsfræðingur hefur starfað þar frá byrjun en er nú í hlutastarfi. Safnefni er aðallega á sviði byggingarverkfræði, bækur eru flokkaðar eftir UDC kerfinu. Tölvuskráning safnefnis hefur lengi verið á döfinni. Haustið 1986 var byijað að tölvuskrá teikningar. Gagnagmnnurinn dBase III+ var forritaður með þarfir fyrirtækisins í huga. Bækur eru ennþá skráðar á gamla mátann en til stendur að byrja á þessu ári (1988) að skrá bækur og skjöl í dBase III+, en einnig kemur til greina að nota gagnagrunninn OMNIS III sem keyrður er á Macintoshtölvu (HÞS). Háskólabókasafn * verkfræði- og raunvísindadeild Sumarið 1976 hóf Háskólabókasafn rekstur safndeildar í nýju húsnæði verkfræði- og raunvísindadeildar að Hjarðarhaga 2-6. Bókavörður starf- ar þar hálfan daginn. Safnið er öllum opið en er þó fyrst og fremst ætlað að sinna þörfum kennara, sérfræðinga og nemenda við HÍ. Efnissviðið spannar þær greinar sem kenndar em í VR: stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, jarðeðlisfræði, byggingaverkfræði, vélaverkfræði og rafmagnsverkfræði. Árið 1986varkeyptPCtölvaaf gerðinni Victor VPCII, prentari og gagnagrunnskerfið Skrástoð, en þess utan nýtur safndeildin góðs af tölvuvæðingu innan Háskólabóka- safns. Má þar helst nefna að safnið gerðist áskrifandi að BiblioFile. Um er að ræða þrjá gagnagmnna á geisladiskum (laser discs) sem em endumýjaðir reglulega. Kerfinu fylgir skráningarforrit. Áskrift er einnig að “Books in print” og “Ul- Nokkrir bókasafnsfræðingar úr tæknibókasafnahópi ræöa málin á bokasafm Iðntæknistofnunar. Fra vinstri: Kristin Geirsdóttir, Landsvirkjun, Anna Magnúsdóttir, VST, Ragna Stefánsdóttir, RARIK, og Eydís Arnviöardóttir, ITI. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.