Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 44

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 44
BÓKASAFNIÐ menntunar starfsfólks og nemenda. Upplýsingaleitir í tölvu hafa verið framkvæmdar á safninu síðan 1981 og eru að jafnaði gerðar um 300 tölvuleitir á ári. Á skömmum tíma er hægt að finna tilvitnanir í tíma- ritagreinar sem hafa verið skrifaðar um tiltekið efni víða um heim. Bókasafnið er þá í tölvusambandi við aðrar þjóðir í gegnum gagnanet Pósts og síma. Bókasafnið leitast við að út- vega efni sem það á ekki frá öðrum söfnum, innlendum og erlendum, til að uppfylla upplýsingaþörf nem- enda og starfsfólks. Bókasafnið lán- ar úr efni safnsins til annarra bóka- safna á sama sviði. Erlend milli- safnalán eru snar þáttur í starfsemi safnsins. Erlendu lánin eru pöntuð í gegnum tölvu og er safnið þá í beinu sambandi við erlend söfii. Er það mikill tímaspamaður. Bókasafnið hefur nú í rúmt ár verið að kanna til reynslu alhliða bókasafnstölvukerfi, Dobis-Libis, í samvinnu við önnur bókasöfn. Safnkynning er haldin fyrir allt nýtt starfsfólk ríkisspítalanna. Nemar fá sérstaka safnkennslu þar sem þeim er kennt að nota safnið og finna heimildir. Kristín Geirsdóttir: Bóka- og skjalasafn Landsvirkjunar Árið 1985 var í fyrsta sinn ráðinn bókasafnsfræðingur til starfa hjá Landsviikjun og hreppti undirrituð hnossið. Helstu verkefni sem við blöstu voru skjalastjóm og rekstur bókasafns. Með skjalastjóm er átt við skipulagningu og samræmingu á ferli skjala frá því að þau verða til og þar til þeim er komið fyrir í var- anlegri geymslu. Bókasafninu er ætlað að auðvelda sérfræðingum og öðm starfsliði öflun upplýsinga varðandi rekstur og verkefni sem unnið er að hverju sinni hjá fyrir- tækinu. Á bóka- og skjalasafninu starfa nú Krisu'n Geirsdóttir bóka- safnsfræðingur og Krisu'n Rich- ardsdóttir skjalavörður. Sú stefna var fljótlega tekin að sameina alla gagnavistun fyrirtæk- isins undir einu þaki í bóka- og skjalasafni sem var formlega tekið í notkun þann 13. nóvember síðast- liðinn. Þaðerájarðhæðskrifstofu- byggingar Landsvirkjunar að Háa- leitisbraut 68 í Reykjavík. Safninu er skipt eftir tegundum gagna. Fyrst skal nefna hefðbundið sérfræðibókasafn þar sem safn- kosturinn er aðallega handbækur, tæknibækur, u'marit og skýrslur. Bókasafnið er áskrifandi að 90 er- lendum U'maritum og 30 íslenskum. Skráðar bækur em um 400 og tækni- legar skýrslur em um 3000. Næst er málasafn sem er varðveitt í geymslum, tengdum húsnæði safns- ins. Þá er safn landakorta og verk- fræðilegra teikninga vegna virkj- anaframkvæmda og em þar um 25.000 teikningar. Teikningasafn- ið er undir stjóm teiknistofustjóra, Gerðar Jensdóttur. Loksemmynd- bönd, ljósmyndir og úrklippusöfn varðveitt á safninu. Við skipulagningu safnsins var mikil áhersla lögð á að öll aðstaða til vinnu á safninu væri góð, bæði fyrir starfslið og gesti. Á safninu er les- aðstaða fyrir 12-14 manns og þar er hægt að halda fámenna vinnufundi. Einnig er fyrirhugað að hafa sér- stakan krók til þess að skoða mynd- ir, litskyggnur og myndbönd. Þjónusta safnsins er ætluð starfsliði Landsvirkjunar. Safnið sér um innkaup og skráningu á upplýs- ingaefni, millisafnalán og heim- ildaleitir innanlands og utan. Tölva er notuð til þess að leita upplýsinga í erlendum gagnagmnnum og til þess að panta tímaritagreinar er- lendis frá. Landsvirkjun notar gagnanet Pósts og síma og hefur að- gang að gagnagmnnunum Dialog, Infoline og I/S Datacentralen. Að- fangaskýrslum um nýtt efni er dreift mánaðarlega og lista yfir tímarit sem berast safninu er dreift einu sinni á ári. Uppbygging safnkosts sér- fræðibókasafns er enn í mótun en stefnt er að því að hafa þar góðan ritakost um virkjanir á íslandi, rekstur þeirra og sögu; einnig rit um vatnafræði og náttúmfræði lands- ins, lögfiræði og hagfræðileg mál- efni. Lesaöstaða er hjá hillunum fyrir nýjustu tfmaritin. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.