Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 48

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 48
BÓKASAFNIÐ tæknilegum upplýsingum varðandi framleiðslu tiltek- innar vöru, upplýsingum varðandi einkaleyfi fyrir vör- una, upplýsingum varðandi markaðssemingu hennar eða einhverju öðru. Leggja þarf sérstaka áherslu á að halda þessu gagna- safni við. Þá þarf að vera hægt að leita í því í beinlínu- sambandi (online) alls staðar á landinu, fá það á disklingi eða geisladiski til nota í einmenningstölvu eða útprent- að reglulega. Upplýsingaráðgjafamir verða einnig að hafa greið- an og öruggan aðgang að gagnabönkum, jafnt innlend- um, svo sem gagnabönkum hjá SKÝRR, en þar eru stærstu tölvuvæddu gagnasöfn landsins; þjóðskrá, fyrir- tækjaskrá, fasteignaskrá, skipaskrá, Lagasafn íslands o.fl., sem erlendum gagnasöfnum og er þá bæði átt við bókfræðigagnasöfn og annars konar gagnasöfn. Setja þarf á fót íslenskt bókfræðigagnasafn í tölvu þar sem safnefni helstu bókasafna landsins er skráð og hægt er að hafa aðgang að um allt land. Nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að stofnun slíks gagnasafns á vegum tölvu- nefndar bókasafna en síðastliðin 2 ár hefur unnið að því sérstök undirbúningsnefnd, stjóm Gagnabrunns bóka- safna (sjá Bókasafnið 10:1986, s. 12-18). Þá er nauðsynlegt að hægt sé að hafa samband með tölvupósti á greiðan og aðgengilegan hátt, bæði hér innanlands á milli þeirra sem þátt taka í upplýsinga- þjónustunni og við innlenda og erlenda gagnabanka. Setning nýrra laga um almenningsbókasöfn er nú í undirbúningi. í þeim lögum er nauðsynlegt að taka mið af upplýsingaþörfum atvinnulífsins. Fækka þarf bókasafnsumdæmum í 6-8. Nefnd til að gera heildar- áætlun um uppbyggingu og aðsetur almenningsbóka- safna, skipuð af menntamálaráðherra með bréfi dags.13. 2.1980, setti fram tvær megintillögur í skýrslunni: ís- lenskalmenningsbókasöfn oguppbyggingþeirra. Önnur megintillaga nefhdarinnar er einmitt sú að landinu verði skipt í 7 bókasafnsumdæmi er fylgi þeirri svæðis- skiptingu sem sveitarfélög hafa markað í samstarfi sínu. í hverju umdæmi verði skipaður bókasafnsráðgjafi. Hin megintillaga nefndarinnar er sú að hert verði á kröfum um menntun til starfa í bókasöfnnm og þeir sem koma nýir til starfa uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur áður en þeir fá ráðningu til starfa. Erlendis hefur sýnt sig að upplýsingaþjónustan er mikið undir því starfsfólki komin sem hana veitir. Bæði þarf starfsfólkið að kunna til verka og eins verður upplýsingaþjónustan að vera aðalstarf þess sem hana veitir, hún má ekki vera ígripaverk sem vinna á þegar ekkert annað er að gera. Það er því bæði þörf á að stuðla að aukinni menntun bókavarða og eins að ráða sérstaka upplýsingaráðgjafa sem ynnu að upplýsingaþjónustu við atvinnulífið í samvinnu við iðnráðgjafa á hverju svæði. Þegar þjónustan hefur verið skipulögð, fyrirkomu- lag hennar hefur verið skráð í gagnasafn og búið er að halda námskeið í upplýsingaþjónustu fyrir atvinnulífið fyrir starfsfólk bókasafna verður að kynna þessa þjón- ustu rækilega, bæði í fjölmiðlum á landsvísu og eins á hverju svæði fyrir sig sérstaklega því fyrirtæki eru mörg hver ekki vön því að leita til almenningsbókasafna eftir upplýsingum. EINFALT Ein HEFTI FRÁ MIÐLUN 0G ÞÚ MISSIR EKKI AF NEINU. MIÐLUN LÆTUR EKKERT FRAM HJÁ SÉR FARA! Kemst þú yfir aö lesa allt sem blöðin birta um starfsgrein þína eöa helstu áhugamál? Missir þú e.t.v. af grein sem heföi getað breytt viöhorfum þínum - eöa jafnvel áformun? Það kostar tíma og fyrirhöfn aö fylgjast meö en hjá því verður ekki komist. Eitt lítið hefti frá Miölun tekur af þér ómakið og eyöir óvissu þinni. Lesarar Miölunar leita upplýsinga í u.þ.b. eitt hundraö dagblöðum, landsmálablöð- um, tímaritum og opinberum útgáf- um. Efniö er flokkað og sent reglulega til meira en eitt þúsund áskrifenda um allt land. Þaö er sama hvort áhugaefni þitt er almennt eöa sérhæft, fiskeldi eöa tiltekið fyrirtæki - lesarar Miölunar eru ávallt reiöubúnir aö leita fyrir þig. Þannig öölast þú góöa yfirsýn á örskammri stundu. Ægisgötu 7, pósthólf 155, 121 Reykjavík. Sími: 91-62 22 88 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.