Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 52
BÓKASAFNIÐ Skjala- og upplýsingastjórn Kristín H. Pétursdóttir 52 skjalavöröur, Landsbanka íslands Magn upplýsinga og heimilda hefur marg- faldast á síðastliðnum tveimur til þremur ára- tugum. Upplýsingar eru enn framleiddar í þeirri mynd sem tíðkast hefur lengi og forfeður okkar notuðu á undan okkur, sem bækur, tíma- rit, skýrslur og í öðru prentuðu formi sem auð- velt er að nálgast og hafa stjóm á. I vaxandi mæli eru menn þó háðir nýrri tækni. í stað þess að sitja með blað og blýant eða venj ulega ritvél fyrir framan sig eyða menn nú tímanum við innsláttarborð og skjá og raða upplýsingum inn í minni tölvu. Ekki nægir lengur að fletta upp í heimildaritum, bókum, skýrslum, tímaritum eða leita í skjalaskáp, heldur er leitað í gagnagrunnum og -brunnum og fengið þar yfirlit yfir prentaðar og óprent- aðar heimildir sem valið er síðan úr það sem nota á við dagleg störf og rannsóknir. Hin öra framleiðsla upplýsinga og stjóm þeirra hafa ekki haldist í hendur. Sem dæmi um það má nefna að fjölmargir þegnar upplýsingaþjóðfélagsins eiga í erfið- leikum mcð að afla sér réttra og áreiðanlegra upplýsinga, basði í einkalífi og starfi. Fyrirtæki verða undir í sam- keppni og bíða gjaldþrot vegna ónógrar upplýsinga- öflunar og lélegrar skjala- og upplýsingastjómar. Merk- ar heimildir fara forgörðum af sömu ástæðum. í lögum um Þjóðskjalasafn íslands nr. 66 frá árinu 1985 em skjöl skilgreind þannig: “... hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðm formi, er hafa að geyma upplýs- ingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, uppdrætti, ljósmyndir, filmur, örglæmr, hljóðupptökur, gataspjöld, segulbönd eða önnur hliðstæð gögn.” Á þeim fáu árum sem liðin em síðan lög þessi vom sett hafa komið fram nýjar aðferðir til að ffamleiða og geyma upplýsingar og ný form eru óðum að leysa hin gömlu af hólmi. Nú reynir meira en nokkm sinni fyrr á stjómendur stofnana sem sinna hlutverki upplýsinga- miðstöðva í baráttunni við að afla heimilda og gera þær aðgengilegar fyrir notendur. Jafnffamt reynir meir en nokkru sinni á samvinnu og samnýtingu í upplýs- ingamálum. Hér á landi em það fyrst og fremst skjalasöffi og bókasöfn sem sinnt hafa hlutverki upplýsingamið- stöðva, bókasöfnin með áherslu á bækur og tímarit og skjalasöfnin á óprentuð gögn. En hlutverk og starfs- hættir hafa breyst. Bilið milli þessara stofnana hefur minnkað, veggimir smám saman verið að molna eftir því sem heimildir í nýju formi hafa komið inn í þær og orðið hluti af þeim safnkosti sem fyrir var. “Blönduðum” söfnum eða “heimildamiðstöðvum” þar sem höfuðáhersla er á að skipuleggja og nýta upplýs- ingar sem berast, í hvaða formi sem þær em, fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar. Þau em algengust íýmsum fyrirtækjum og sérfræðistofnunum þar sem skilin milli bóka, skjala og annarra gagna eru horfin. Heitin bóka- safn, bókavarsla, bókavörður, skjalasafn, skjalavarsla, skjalavörður em því óðum að úreldast. Þessi orð eru í fjölmörgum tilfellum orðin þröngur stakkur, jafnvel hálfgerð spennitreyja, sem veldur misskilningi eða a.m.k. dregur úr skilningi á hinu raunverulega hlutverki safnanna. í þessari grein em gömlu heitin notuð vegna þess að betri orð vantarenn. Orðið skjalastjóm erþó nýyrði sem er hér notað til að skilgreina þá starfsemi sem nefnist á ensku Records Management og muninn á skjalastjóm og skjalavörslu. Skjalastjóm er kerfisbundin stjóm á skjölum frá því að þau verða til í stofnun eða fyrirtæki eða berast að, og þar til þeim er eytt eða komið fyrir í varanlegri geymslu. Skjalastjóm felur í sér flokkun og merkingu skjala, dreifingu, vistun, endurheimt, gerð örefnis, ennfremur stjóm á framleiðslu og notkun eyðublaða, skýrslna, gerð geymslu- og öryggisáætlana og fræðslu starfsfólks í stofnunum um skjalamál. Hér er fyrst og fremst um að ræða virk eða hálfvirk skjöl sem hafa hagnýtt gildi í daglegum rekstri og geta skipt máli fyrir dómstólum. Almennt er talið að aðeins um 5% þeirra skjala sem til verða í fyrirtækjum eins og bönkum hafi sögulegt gildi og beri að varðveita af þeim ástæðum. Sumar stofnanir og fyrirtæki geyma sjálf í safni sínu einungis nýrri skjöl og skjöl sem hafa lagalega þýðingu en fela sérstakri skjalastofnun umsjá og varðveislu sögulegra skjala. Aðrir sameina þessa tvenns konar starfsemi í einu og sama safninu. Skjalavarsla heitir hins vegar á ensku Archives Administration eða Archives Management og nær yfir stjóm skjalasafna eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.