Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 53

Bókasafnið - 01.02.1988, Blaðsíða 53
BÓKASAFNIÐ skjalastofnana sem varðveita fyrst og fremst skjöl er hafa varanlegt lagalegt og sögulegt gildi. Sú stjóm felur m.a. í sér mat á varðveislugildi skjala, frágang, skrán- ingu, varðveislu og viðgerðir, endurheimt og heimilda- vinnu, sýningar og útgáfu. Skjalastjóm er svið sem þróast hefur út frá skjala- vörslu og á rætur að rekja til áranna eftir síðari heims- styrjöld. Þróun skjalasafna og skjalastjómar verður þó ekki rakin hér nema í mjög stuttu máli og aðeins til að skýra betur muninn á skjalavörslu og skjalastjóm. Skjalasöfn eru jafngömul ritlistinni. Elstu skjöl sem varðveist hafa eru leirtöflur frá ríkjum fomaldar fyrir Miðjarðarhafsbotni og í Austurlöndum. Á miðöldum voru skjöl varðveitt hjá stofnunum kirkjunnar og hjá höfðingjum, en almenningur átti ekki aðgang að þeim nema með leyfi þeirra sem varðveittu þau. Gagnger breyting varð á starfsemi skjalasafna upp úr frönsku stjómarbyltingunni. Árið 1794 var gefin út sérstök yfirlýsing sem viðurkenndi rétt manna í Frakk- landi til að fá aðgang að löglegum sönnunargögnum í skjalasöfnum. Yfirlýsing þessi hafði víðtæk áhrif á þró- un skjalamála. Um langa hríð var þó aðalstarfsemi skjalasafna varðveisla skjala og þjónusta við fræði- menn. Skipuleg skjalavistun og grisjun skjala em þættir scm menn fara að gefa gaum fyrir alvöru upp úr 1930, og einkum þó með því flóði af upplýsingum sem skall á í og eftir síðari heimsstyrjöld. Þörfin fyrir skipulega grisjun var orðin gífurleg. í Evrópu vom Pólverjar forvígis- menn á þessu sviði í kringum 1930, en önnur lönd í Evrópu fylgdu á eftir í lok síðari heimsstyrjaldar. í Bandaríkjum Norður-Ameríku vom jámbrauta- félög, bankar og tryggingafélög brautryðjendur í gerð skjalavistunarkerfa og geymslureglna. Þegar Þjóð- skjalasafn Bandaríkjanna tók til starfa 1935 var fljótlega farið að þjálfa fólk á vegum safnsins til ráðgjafarstarfa, m.a. við mat á varðveislugildi skjala í stjómarstofnun- um. Sumir þessara manna tóku síðan að sér að annast skjalastjóm þessara stofnana og þannig varð smám sam- an til ný starfsstétt, Records Managers eða skjalastjóm- cndur. Hröðust var þróunin á þessu sviði upp úr 1940. Náin samvinna starfsmanna bandaríska Þjóð- skjalasafnsins og skjalastjómenda leiddi til lagasetninga um geymsluu'ma skjala og aðgerða til að draga úr kostn- aði við meðhöndlun og varðveislu þeirra. I framhaldi af setningu laga og ýmsum samræmingaraðgerðum varð skjalastjóm smám saman meira en það að vera sú fram- kvæmd að skapa einföld skjalavistunarkerfi og gera ráð- stafanir til að geyma skjöl eða eyða þeim. Við bættist stjóm á pósti, skýrslum, dreifibréfum, gerð og stjóm eyðublaða, fjölföldun og bréfaskipti. Starfsfólk í skjalavörslu og skjalastjóm var fljótt að tileinka sér tækninýjungar á sviði upplýsingamála, þ. á m. breytingupappírsgagnaíörgögn. Stjómþessaþáttar bættist því á verkefnaskrá margra skjalastjóm-enda á árunum milli 1970 og 1980 og í mörgum tilfellum var farið að kenna starfssvið þeirra við upplýsingastjóm frcmur en pappír eða skjöl. Þróunin á sviði skjala- og upplýsingamála í Banda- ríkjunum laðaði að sér forviuia sérfræðinga frá öðrum löndum og margir sneru heim með nýjan skilning og nýjar starfsaðferðir. Það em þó fyrst og fremst Bandaríkjamenn og Kan- adamenn sem gera ákveðinn greinarmun á skjalavörslu og skjalastjóm, Archives Administration og Records Management. Má geta þess hér að skv. lögum frá haustinu 1984 heitir Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna, The National Archives and Records Administration. Menntun til þessara starfa hefur verið í mikilli mótun nú síðustu ár, hvert sem litið er. Menn hefur greint á um uppbyggingu náms. Fólk með menntun í sagnfræði sækir gjama námskeið eða tekur viðbótargráðu í skjal- fræði í sagnfræðideildum háskóla, en skjalastjómendur eru ýmist útskrifaðir úr bókavarðaskólum, viðskipta- deildum eða háskóladeildum sem leggja áherslu á opin- bera stjómsýslu. Starfsþjálfun hefur til skamms tíma verið stór þáttur í undirbúningi og menntun til starfa á sviði skjalamála. Ýmsir halda því fram að starfsvettvangur bóka- safnsfræðinga sé bókasöfn, sagnfræðinga skjalasöfn og viðskiptafræðingar eigi best heima í almennri stjóm og rekstri fyrirtækja. En upplýsingaþjóðfélagið og áhrif þess á ofangreindar stofnanir leyfir ekki slíka einföldun lengur og hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá eru allar þessar stéttir starfandi að upplýsinga- og skjala- málum. Allir hafa þessir sérfræðingar menntun og þekk- ingu sem nýtist að ákveðnu marki en þurfa að bæta upp það sem á vantar með náinni samvinnu við aðra sér- fræðinga og einnig með því að afla sér viðbótar- menntunar. Hér mætti einnig minnast á fjórðu stétt mikilvægra sérfræðinga sem starfaá sviði skjalamála, en það er fólk með sérmenntun á sviði varðveislu og viðgerða á bókum og skjölum (preservation á ensku). Þegar nýjar starfsstéttir koma fram og ný störf verða til fylgja því oft nokkur átök og sársauki hjá þeim sem setiðhafaískyldum störfum. Þeiróttastjafnvelaðlækka í áliti og að lítið kunni að verða gert úr starfi þeirra og reynslu þegar ný störf og nýjar starfsaðferðir hasla sér völl. Það er ekki síst á sviði upplýsingamála sem þessar tilfinningar hafa gert vart við sig en það svið er í sífelldri mótun og ný sérþekking og nýjar upplýsingar stöðugt að myndast. Einmitt vegna eðlis þessa sviðs og vegna þess hve ólíka menntun og reynslu þeir hafa sem vinna að skjala- og upplýsingamálum hér á landi þarf að vera til sameig- inlegur starfsvettvangur. Nýta þarf þá sérmenntun, þjálf- un og reynslu sem til er í landinu í þágu allra, en ekki að- eins í þröngum hópum eða stéttarfélögum bókasafns- fræðinga, sagnfræðinga, viðskiptafræðinga, tölvunar- fræðinga og annarra sem að þessum málum vinna. Sé ekki vilji eða grundvöllur fyrir stofnun samtaka sem verði opin öllum þeim sem vinna að skjala- og upplýs- ingamálum ættu þessir starfsmenn að finna sér samnefn- ara, t.d. Háskóla íslands eða Þjóðskjalasafn íslands til þess að standa fyrir fræðslu og umfjöllun um sameigin- leg hagsmunamál. Margvíslegt gagn má að vísu hafa af þeim fjöl- mörgu samtökum sem skjalaverðir og skjalastjómendur í öðrum löndum hafa skipulagt og em opin öllum sem áhuga hafa, án tillits til starfsmenntunar þeirra eða 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.