Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 6

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 6
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir dósent, Háskóla íslands Brautryðjandi í bókavarðastétt — vidtal við Ólaf F. Hjartar Allir þeir sem hafa fengist við bókavarðastörf hér á landi þekkja Ólaf F. Hjartar sem er einn af brautryðjend- unum í þessari grein. Aðeins einn Islendingur hafði farið til náms í bókasafnsfræði þegar Ólafur lagði land undir fót en það var Sigurgeir Friðriksson. Ólafur var einn af stofn- endum Bókavarðafélags Islands árið 1960 og einn af þeim sem héldu uppi kennslu í bókasafnsfræði um langt árabil. Það er því vel við hæfi að kynna hann og feril hans ofurlítið betur fyrir þeim sem yngri eru og því var hann heimsóttur á aðventu 1990. Ólafur Þórður Friðriksson Hjartar er fæddur 15. októ- ber 1918 á Suðureyri við Súgandafjörð. Foreldrar hans voru Friðrik Hjartar, skólastjóri, (f. 1888) og Þóra Jóns- dóttir Hjartar (f. 1896) kona hans. Ólafur hefur skrifað endurminningar um föður sinn, Faðirminn skólastjórinn, þar sem hann rekur merkilegan starfsferil föður síns sem skólastjóra, fyrst á Suðureyri, síðan á Siglufirði og loks á Akranesi. Friðrik lét málefni sveitarfélagsins mikið til sín taka, var m.a. organisti og hvar sem hann fór var mikið sungið. Einnig hafði hann mikinn áhuga á íslensku máli og gaf út Réttritunaræfingar 1928 og Islenska málfræði með Jónasi B. Jónssyni árið 1944. Ennþá eru ríkar í Ólafi þær leiðbeiningar um meðferð íslensks máls sem hann fékk í föðurhúsum og hann minnist á algengar málvillur sem finna má í tali nútímamanna. Ólafur var þriðji í röð sex systkina en þau voru, auk Ólafs, Sigríður (f. 1914), Jón (f. 1916), Svavar (f. 1923), Guðrún (f. 1926) og Ingibjörg (f. 1928). Ólafur gekk í unglingaskóla á Siglufirði og tók síðan stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1939. Kennaraprófi lauk Ólafur frá Kennaraskólanum 1942. Hvernig datt þér íhug að læra bókasafnsfræði? Það var nokkuð undarleg tilviljun að ég heyrði um þennan möguleika. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri eignaðist ég bandarískan pennavin sem heitir John Burnett Payne og var frá Lexington í Kentucky. Hann sagði mér að hann ætlaði að læra bókasafnsfræði og ég hugsaði með mér að þetta gæti ég líka gert. Þessi ákvörðun mín kom til, að ég held, þegar ég var í þriðja bekk. Við skrifuðumst á allt til 1965, eða í nær 30 ár. Til gamans má geta þess að John hefur látið bréfin mín öll til bókasafnsins í Lexington og ég hef verið að hugsa um að senda honum þau bréf sem ég á frá honum til þess að þessi bréfaskipti væru þar til í heild. En ekki tókst mér að komast til náms í bókasafnsfræði strax að loknum menntaskóla. Eftir kennaraprófið kenndi ég víða, fyrst við Barnaskóla Vestmannaeyja 1942 til 1943. En ég undi mér þar ekki og fór þaðan til Siglufjarðar og kenndi þar, enda fannst mér gott að koma heim til foreldra minna ef eitthvað bjátaði á. Þegar foreldrar mínir fluttu til Akraness flutti ég með þeim og kenndi þar við gagnfræða- skólann 1944-1946. Þá fékk ég tækifæri til að leggja lítils- háttar til hliðar enda bjó alltaf í mér löngunin til að læra bókasafnsfræðina. Á Akranesi kynntist ég konunni minni, Jóhönnu Sig- ríði Sigurðardóttur (f. 1927). Eg sá fyrst mynd af henni og leist ljómandi vel á þessa stúlku. Mér var sagt að hún væri í K.F.U.K. Forddrar mínir voru í tengslum við K.F.U.M. og þannig kynntumst við. Það þætti einkennilegt nú til dags en við trúlofuðum okkur og vorum í festum í tvö ár áður en við giftum okkur. Hún var tvo vetur á Hall- ormsstað. Annan veturinn kenndi ég á Akranesi en hinn veturinn var ég við nám í Bretlandi. En svo kom að þvf að þú hleyptir h eim dragan um Til þess að ná þessu langþráða marki fór ég út með togara til Fleetwood og tók þaðan lest til London. Eg man ekki lengur hvernig ég komst í samband við School of Librarianship við University College of London, hvort það var frá sendiráðinu eða British Council. Eg gæti best trúað því að þetta hafi verið eini bókavarðaskólinn á Bretlandi á þessum tíma — ég minnist þess ekki að aðrir skólar hafi komið til greina. Eg kom til London í september 1946 og fékk húsnæði út í Ealing. Þar fékk ég inni hjá konu sem var fyrrverandi sendiherrafrú frá Þýskalandi. I Bretlandi á eftirstríðsárun- um var mikið eymdarlíf. Það var ekki meira en svo að hægt væri að elda mat og kveikja upp í arninum á kvöldin og svefnherbergin voru alveg köld. Tengdamamma mín, sem ég skrifaðist alltaf á við og fylgdist með mér, prjónaði handa mér ullarteppi sem ég hafði ofan á mér með sæng- inni til þess að ég króknaði ekki alveg. Eg flutti síðan eftir áramót og þá til Kensington Gar- dens. Þar bjuggu nokkrir Islendingar, meðal annarra Þor- steinn Hannesson. Eg hef nær alltaf verið bindindismaður en ég gat ekki hitt Islendinga nema á krá og gerði það oft, en ég hafði lítið gaman af að drekka með þeim. í bóka- varðaskólanum voru hins vegar tvær stúlkur frá Noregi sem ég hafði mikið samband við, Stephanie Schjerve Við störf í Landsbókasafni. 6 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.