Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 8
Ólafur fyrir framan Landsbókasafnið sem var vinnustað- ur hans í 30 ár. Bókamerki Ólafs F. Hjartar, teiknað af syni hans Sverri. Ritaskrá Ólafs er löng. Hann hefur skrifað um marga þætti bókasafnamála, bókfræði og bókmerki auk þeirra gagnmerku skráa sem hann hefur tekið saman, t.d. skrár um doktorsritgerðir Islendinga, Vesturheimsprent, Is- lenska bókfræði og margt, margt fleira. Einnig tók Ólafur saman töflu um íslenska bókaútgáfu 1887-1962 fyrir Bóksalafélag Islands sem birtist í Afmælisriti Bóksalafé- lagsins 1964. Taflan birtist svo aftur endurgerð í Arbók Landsbókasafns 1967. Einnig skrifaði hann um föður sinn í bók sem kallast Faðir minn skólastjórinn, sem kom út 1982, eins og áður er nefnt. Svo varst þú líka fyrsti stundakennarinn í bókasafnsfræðinni Ég byrjaði að kenna stundakennslu í bókasafnsfræði við Háskóla íslands 1960-61 og kenndi þá m.a. skráningu og aðra safnfræði, eins og það var kallað, tvær stundir á viku. Síðan kenndi ég frá 1963 til 1973. Við vorum aðeins tveir við kennslu, ég og dr. Björn, þar til vorið 1965 að Einar Sigurðsson tók við kennslu. Kristín H. Pétursdóttir hóf svo kennslu 1968. Mérféll alltaf best að kenna ál. og2. stigi en Kristín kenndi á 3. stigi. Ég kenndi flokkun, skráningu og bókfræði. I flokkun kenndi ég aðallega Dewey-kerfið en reyndi líka að kynna nemendum önnur kerfi eins og til dæmis Ranganathan. Mér fannst nauðsyn- legt að nemendur vissu um önnur kerfi en sumum fannst það óþarft. Ég vann líka fjölrit um íslenska bókfræði til þess að auðvelda nemendum bókfræðinámið. Arið 1965 fór ég til Bandaríkjanna í námsferð á vegum Bandaríkjastjórnar og var ferðin skipulögð sem hópferð 20-30 bókavarða alls staðar úr heiminum. Ég var t.d. í herbergi með bókaverði frá Indlandi sem hefur skrifað bók um flokkun sem hann sendi mér. Ég hafði gaman af að heimsækja Library of Congress, einkum þó að sjá heimkynni Dewey-kerfisins og aðstöðuna þar. Ferðin var þó endasleppt því ég veiktist og varð að fara heim áður en dagskránni lauk. Verst þótti mér að missa af því að sjá Cornell-safnið. Það átti því ekki fyrir mér að liggja að sjá Fiske-safnið og mér hefur ekki tekist það ennþá. Ég fór síðan aftur vestur um haf þegar ég vann að undirbúningi að Vesturheimsprentiog skrifaði um þá ferð í Alþýðublaðið 1977. Þetta var mjög ánægjuleg ferð og þá varð til þessi vísa: Allar leiðir undur greiðar eflir heiða sólin þor. Vélin skeiðar brautir breiðar birtu seyðir inn til vor. Ég hef oft kastað fram stöku en lítið hirt um að sjá ljóðin mín á prenti. Þú varst líka stofnfélagi Bókavarðafélags Islands Bókavarðafélag Islands var stofnað 4. desember 1960 í húsi Bókasafns Hafnarfjarðar. Guðmundur G. Hagalín, bókafulltrúi, hafði aðallega unnið að undirbúningi að fé- lagsstofnuninni. Mig minnir að stofnfélagar hafi verið um 40. Herborg Gestsdóttir var kosin fyrsti formaður félags- ins en auk þess voru í fyrstu stjórninni Anna Guðmunds- dóttir, varaformaður, Haraldur Sigurðsson, ritari, ég var féhirðir og Hilmar Jónsson meðstjórnandi. Eitt af fyrstu 8 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.