Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 9
málunum sem Bókavarðafélagið stóð fyrir var að undir- búa reglur um samræmingu tugakerfisins fyrir íslensk bókasöfn til að auðvelda samræmingu í flokkun. Eg var í þessari nefnd ásamt dr. Birni, Onnu Guðmundsdóttur og Huldu Sigfúsdóttur. Ut úr þessu starfi kom svo útgáfá á Flokkunarbókinni árið 1970. Seinna var ég kosinn ritari Bókavarðafélagsins og gegndi því í fjögur ár, 1969-1973. Svo var ég gerður að heiðursfélaga Bókavarðafélagsins 1985 á 25 ára afmæli félagsins. Pú ert allra manna fróðastur um bókmerki Ég hef haft mikinn áhuga á bókmerkjum, Ex libris, og átti safn af hér um bil 180 merkjum sem ég gaf Lands- bókasafni. Guðmundur heitinn Frímann, rithöfundur, safnaði einnig erlendum merkjum og ég lét hann oft hafa tvítök. Safn hans er mjög stórt að vöxtum og er varðveitt í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þeir sem safna Ex libris merkjum skiptast á um merki rétt eins og aðrir safnarar. Ég fékk oft merki úr bókum sem komu til Landsbóka- safns. Þetta merki sem ég á og er hér á opnunni er teiknað af syni mínum, Sverri, og á að tákna áhugamálin mín tvö, bókasöfnin og tónlistina. Laglínan sem er á nótunum er „Hver á sér fegra föðurland". Bindindismálin hafa alltaf verið þér hugleikin Ég hef lengstum verið bindindismaður og gekk í Barna- stúku á Suðureyri. Ég er heiðursfélagi í Barnastúkunni Æskunni nr. 1 og var í 12 ár gæslumaður þeirrar stúku. Ég er einnig heiðursfélagi í Stórstúku Islands og Stúkunni Einingu nr. 14 sem ég gekk í árið 1952. Ég var organisti í Einingu allt frá 1950 og er enn vara organisti hjá þeim. Um tíma var ég fræðslustjóri framkvæmdanefndar Stórstúku Islands og var ritstjóri Vorblómsins frá upphafi, svo segja má að ég hafi ýmislegt unnið fyrir bindindishreyfinguna. Ólafur er jafn teinréttur og léttur í spori og fyrr. Hárið er farið að grána en annars hefur hann lítið látið á sjá í baráttunni við Elli kerlingu. Það er orðið áliðið þegar við kveðjum Ólaf og þökkum fyrir spjallið. Kyrrðin í Smá- íbúðahverfinu stingur í stúf við annríki jólaföstunnar og skapar einhvern veginn eðlilega umgerð um þann sem sestur er í helgan stein. SUMMARY A pioneer of the profession Tlie interview conducted with Mr. Ólafur F. Hjartar, a retired librarian from the National Library of Iceland, describes his highly productive and colourful life and professional career. Mr. Hjartar is one of those very first Icelanders who went abroad to study librarian- ship. By way of introduction there is a brief description of his family background and early education and working experience as a primary school teacher. A decisive change occurs in his life when in the early post-war period he is able to spend a year with the School of Librar- ianship at London University College. He relates this year in England followed by an outline of the major stations in his career. Mr. Hjartar is also known as author of many publications and he offers a few comments on some of his most important writings and compilations. He discusses his experience as the first part-time teacher in the library science programme at the University of Iceland. On the social scene as a founding member of the Icelandic Library Association he is now an Honorary Fellow. The interview concludes with an account of two of his lifelong interests: collecting bookmarks and his involve- ment in the temperance movement. BÓKASAFNIÐ 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.