Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 12
Nemendur íbókasafns- og upplýsingafræðikynna sér BOOK-MARK kerfið en það erhægtað tengja við DOBIS/LIBIS. skólum til að panta eftir henni spjaldskrárspjöld. Spjöldin komu svo í pósti frá Adelaide. Einnig notuðu sumir film- urnar til þess að vélrita eftir skráningarspjöld. Þetta virtist góð lausn áður en smátölvurnar komu til sögunnar og virtist besta lausnin til þess að nýta þá tölvutækni sem til var við skráningu í skólasöfnum. Vandamál Ýmis vandamál þurfti að leysa til þess að skráningar- þjónustan gæti nýst öllum skólum í landinu — vandamál sem kunna að sýnast stærri í augum Ástrala en annarra þjóða en voru engu að síður raunveruleg. 1. Menntun í Ástralíu er almennt á ábyrgð fylkjanna þó að ríkisstjórnin hafi einhverjum skyldum að gegna á sumum sviðum. Sex fylki og tvö landsvæði (territories) í Ástralíu hafa öll sína sérstöku sögu, hugmyndafræði, fjármögnunaraðferðir og afstöðu til skólamála. En um leið og öll hafa sín séreinkenni er einnig ríkjandi tor- tryggni gagnvart ríkisstjórninni í Canberra og menn eru mjög frábitnir alls kyns miðstýringu. I nokkrum fylkjum þótti mönnum að hugmyndin að skráningar- þjónustu ASCIS væri tilraun ríkisstjórnarinnar til að innleiða einhverja stefnu í menntamálum sem gengi þvert á vilja hverrar sveitarstjórnar. Þetta vakti sterka andstöðu. 2. Um það bil 25% ástralskra skólabarna ganga í skóla sem ekki eru reknir á vegum hins opinbera og hafa þessir skólar mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna í menntakerfi Ástralíu. Stærsti hópurinn eru rómversk- kaþólskir skólar sem reknir eru af kaþólsku kirkjunni eða af söfnuðum á hverjum stað. Aðrir skólar hafa annars konar tengsl. Margir eru reknir af kirkjudeild- um (Anglísku kirkjunni, Únítara kirkjunni, Lúthersku kirkjunni og ýmis konar sértrúarsöfnuðum) enn aðrir eru reknir af þjóðarhópum og hópum foreldra, t.d. múslimum og frumbyggjum. Allir meta sjálfstæði sitt rnikils og eru ekki fúsir að gera undantekningar nerna augljóst sé að það verði þeirra skóla að gagni. 3. Óttinn við tæknina var jafnvel meiriþá en nú. Stórarog öflugar tölvur voru grunnurinn að þeini kerfurn sem voru í notkun og menn virtust sjá þessar vélar fyrir sér umkringdar hvítklæddum sérfræðingum, talandi tæknitungum sem enginn venjulegur maður gat skilið. Einfaldar smátölvur höfðu enn ekki litið dagsins ljós. 4. Engar viðteknar skráningarreglur voru til sem giltu alls staðar. Mismunandi skráningarreglur voru í gildi í hverju fylki. Það sama gilti um flokkun. Ýmsar „ein- faldaðar útgáfur“ af Dewey-kerfinu höfðu verið gerð- ar. Ýmis konar efnisorðalistar voru í notkun og stærð spjaldskrárspjaldanna var einnig mjög mismunandi. Mjög misjafnt var eftir fylkjum hvort skráningarþjón- usta var í boði almennt og hvort boðið var upp á starfsþjálfun í skráningu. Vissulega var mikið af þessari umræðu ótrúlega ómerkilegt í eyrum þeirra sem ekki eru bókaverðir. Oft var það meira tilfinningamál hjá skólasafnvörðum hvort punktar og kommur væru á réttum stað á spjaldskrárspjöldunum heldur en hvort þjónusta skólasafnsins stæðist kröfur. Furðuleg dæmi 12 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.