Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 13
Nemendur við St. Hilda ’s skólann íPerth í Vestur-Ástralíu leita hér í tölvuvæddri skrá skólasaínsins. í skrána eru teknar inn færslur frá ASCIS. um þvermóðsku og stífni varðandi slík smáatriði eyði- lögðu nærri því ASCIS áður en þjónustan var kornin almennilega á fót, en það hjálpaði einnig til við að gera kerfið svo sveigjanlegt að nota mætti það á mjög marga vegu. 5. Mörg stjórnunarleg vandamál komu upp eins og við mátti búast þegar mismunandi aðilar og yfirvöld áttu að koma sér saman um verkefnið. Ákvarðanataka, fjár- mögnun, starfsmannahald, reikningsskil og eignarað- ild að gagnasöfnunum voru vandamál sem þurfti að leysa. Enn fremur komu í ljós ýmis konar lagaleg vandamál sem tengdust þjónustu sem þessari á lands- vísu. Af þessum sökum varð allur undirbúningurinn að ASCIS að miða að því að mismunandi fylki og landsvæði gætu tekið þátt á mismunandi máta; ekki mátti á nokkurn hátt hefta frelsi hverrar sveitarstjórnar til ákvarðana um skólamál; taka þurfti tillit til þarfa einkaskólanna; allar fræðslustjórnirnar (þ.e. átta fylkis- og landsvæðastjórnir, ríkisstjórnin, stjórn einkaskóla og stjórn kaþólskra skóla) urðu að eiga sinn fulltrúa í stjórn ASCIS; tölvukerfið sem stóð á bak við þjónustuna varð að velja samkvæmt útboði á almennum markaði fremur en að kerfið væri á ábyrgð eins sérstaks fylkis; og þróa þurfti skráningarstaðla fyrir áströlsk skólasöfn á landsvísu. ASCISÍDAG Á þeim sex árum sem ASCIS hefur starfað hafa margar breytingar átt sér stað bæði hvað varðar stjórnun, umfang og þjónustu. Mikilvægast í þessari þróunarsögu er áherslubreytingin frá því að vera fyrst og fremst skráning- arkerfi, sem veitir skráningartexta á örfilmu, í spjaldskrár- formi eða segulbandi, yfir í það að vera miðstöð fyrir upplýsingar er varða alls kyns kennslugögn í víðasta skilningi. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar í beinni leit eða á disklingum, auk þess sem eldra formið er enn við lýði. Skipulagning ASCIS ASCIS var sett upp 1983-1984 sem hlutafélag undir félagalögum Viktoríufylkis. Það er í eigu menntamála- ráðuneyta fylkjanna átta, menntamálaráðuneytis Ástra- líu, Kaþólska menntamálaráðsins og Félags sjálfstæðra skóla. Þetta var fyrsta dæmið um slíka samvinnu á lands- mælikvarða og hefur síðan þjónað sem fyrirmynd ann- arra. Fjármögnunin kom frá öllum hlutaðeigandi og frá sölu á framleiðsluvörum og þjónustu ASCIS til skóla og annarra aðila. Fyrir hlutafélaginu er stjórn sem skipuð er fulltrúum allra ellefu eigendanna. Snemma árs 1990 var ASCIS gert að einni deild í Námsefnisstofnuninni (Curr- iculum Corporation) sem er landsstofnun og nær til ASCIS, Námsefnismiðstöðvar og ýmissa annarra stofn- ana. ASCIS var þannig í raun notað sem fyrirmynd að nýrri og stærri stofnun á landsvísu. Kjarninn í ASCIS er gagnasafn með 330.000 skráning- ar- og kennsluefnisfærslum. Þetta gagnasafn er að baki þjónustu þeirri sem ASCIS býður upp á. Gagnasafnið er starfrækt af Ferntree Computer Corporation (áður ACI Computer Services); tölvufyrirtæki sem átti hagstæðasta tilboðið þegar verkið var boðið út á sínum tíma. Ferntree Computer Corporation gerði tilboð sitt á þeim grundvelli að þeir ætluðu að nota IBM-tölvu og DOBIS/LIBIS hug- BÓKASAFNIÐ 13

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.