Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 14

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 14
búnaðinn. Ferntree er umboðsaðili DOBIS/LIBIS í Ástralíu og veitir einnig aðra þjónustu sem byggist á kerfinu. Þeir halda uppi kerfi um allt landið með IBM- tölvum sem stendur undir viðskiptum þeirra (þar á meðal AUSINET beinlínu þjónustu). Þótt ASCIS gagnasöfnin séu staðsett á tölvu þeirra í Melbourne er þjónustan jafn aðgengileg öllum, hvar sem er í Ástralíu, í gegnum tölvur Ferntree í öllum fylkishöfuðborgum landsins. Þannig hafa allir skólar símatengingu við ASCIS þjónustuna í sínufylki. Gagnasafnið ASCIS notar sérhæfni DOBIS/LIBIS hugbúnaðarins til þess að geyma færslur sem hafa meira en venjulegan skráningartexta. Umsagnir eru látnar fylgja færslunum og einnig gagnrýni, útdrættir og tilvísanir í aðrar skyldar heimildir sem finna má í grunninum. Hver skóli getur bætt inn í skrána þeim upplýsingum sem hann kýs eftir að færslurnar eru komnar í viðkomandi skóla. Hver skóli eða fræðsluumdæmi getur bætt við upplýsingum um eign, flokkunartölur aðrar en þær sem notaðar eru í kerfinu, aðfanganúmer, viðbótar-efnisorð, strikamerki fyrirútlán, o.s.frv. ASCIS þjónustan geymir einnig fjölda smásafna (sub- sets) sem innihalda tilvísanir í heimildir af einhverri sér- stakri gerð. Grunnurinn að slíkum smásöfnum er þó alltaf upprunalegi skráningartextinn. Þar að auki getur kerfið veitt mismunandi upplýsingar um bækur og önnur gögn eftir því hver tilgangurinn er. Mikilvægt smásafn er „Upplýsinganet um námsefni“ (ACIN - Australian Curriculum Information Network). ACIN nær yfir heimildir um menntamál og alls kyns kennslugögn. Það nær yfir heimildir sem framleiddar eru í öllum fylkjum og af hinu opinbera, ýmis konar stefnu- markandi heimildir, námsefni og kennsluáætlanir, hand- bækur og vinnubækur sem unnar eru af skólum eða fræðsluumdæmum, próf og efni sem nota má í beinni kennslu. Sumt af þessu efni hefur verið unnið af einstök- um kennurum eða skólum, annað hefur verið unnið af vinnuhópum eða á námskeiðum eða jafnvel af kennara- samtökum og félögum. ACIN er því gagnasafn sem geymir upplýsingar um kennslubækur, heimildalista á einstökum efnissviðum og alls kyns kennsluefni. Gagna- safnið á að þjóna skólastjórnendum og kennurum og umsagnirnar og gagnrýnin eiga að aðstoða notendurna við að finna efni og heimildir sem tengjast skólastarfinu í hverjum skóla. Með hjálp ACIN hafa skólar um alla Ástralíu aðgang að opinberum gögnum og skýrslum og hvers kyns námsefni sem hefur verið unnið annars staðar. ACIN-tengiliðir í hverju fylki sjá um að gögn frá við- komandi fylki séu sett inn í gagnasafnið. Sé efnið ein- göngu áhugavert fyrir eitt fylki má setja það í sérkerfi viðkomandi fylkis; Nýja Suður Wales hefur t.d. NCIN- færslur fyrir sína skóla til viðbótar við heildarsafnið og eins hefur SACIN upplýsingar frá Suður Ástralíu. Smásafn það sem kallast NSCU (National Software Co-ordination Unit) veitir upplýsingar og umsagnir um öll þau tölvuforrit sem nothæf eru í skólum. Fyrir utan skráningarupplýsingar eru þarna upplýsingar um vélbún- að, afritunarmöguleika, söluaðila í Ástralíu og notagildi fyrir skólastarf. Allt að þrjár umsagnir eru um hvert kerfi. Enn fremur er hægt í beinu sambandi við ASCIS að fá tengingu við skráningartextana og þar er hægt að vísa mönnum á handbækur, leiðbeiningar, myndbönd og kennsluefni sem tengist tölvuforritunum. Tvö önnur smásöfn hafa verið þróuð til að uppfylla sérstaka þörf í áströlskum skólum. Þetta er annars vegar safn sem inniheldur efni um Ástralíu (Australian Studies) þar með talið efni um ástralska sögu, landafræði, stjórn- mál og menningu. Hins vegar er smágrunnur sem tekur til efnis um frumbyggja Ástralíu og Torres Strait (Aboriginal and Torres Strait Islander Resources — ATSIR). Er hér efni sem notast bæði þar sem þessir hópar eru fjölmennir og einnig þar sem kennt er um þessa menningarhópa. Efni á máli þessara hópa er einnig í grunninum. Enn má nefna sérstakt gagnasafn sem er hluti af ASCIS þjónustunni en það er Lu Rees skjalasafnið. Þetta safn nýtir þá möguleika DOBIS/LIBIS kerfisins að hafa mik- inn texta með færslunum. Lu Rees safnið í Canberra safnar efni sem tengist áströlskum barnabókum og barna- bókahöfundum. Þetta safn var byggt upp af Barnabóka- ráði Ástralíu (Children’s Book Council of Australia) og er til húsa í Háskólanum í Canberra. Þarna eru upplýsingar um 170 barnabókahöfunda — æviágrip, eintök af bókum þeirra, umsagnir, handrit, Ijósmyndir, bréf, handrit að útvarpsþáttum og alls kyns persónulegir munir. Háskól- inn í Canberra gerir efni safnsins aðgengilegt og sendir afrit af því urn allt land gegn greiðslu. Skólasafnverðir meta það mikils að hafa aðgang að þessu safni þegar verið er að undirbúa sýningar eða kynn- ingar á höfundum, þegar til stendur að fá þá í heimsókn eða þegar bókmenntakynningar eru undirbúnar. En til þess að geta nýtt sér þetta safn þurfa skólasafnverðir að vita hvað er til. Þess vegna er Lu Rees smásafnið þannig búið að þar eru upplýsingar um hvern höfund með ævi- ágripum, lista yfir það efni sem til er um höfundinn í safninu, lista yfir bækur sem viðkomandi hefur skrifað, þýðingar sem vitað er um og allar viðurkenningar sem hann hefur hlotið. Heimilisfang og símanúmer safnsins er gefið upp svo hægt sé að biðja um efni. Þannig getur skólasafnvörður, sem leitar í beinu sambandi í ASCIS kerfinu eftir efni um sérstakan ástralskan höfund, haft aðgang að því sem skrifað hefur verið um hann, getur fundið allt kennsluefni sem hefur verið gert til að kynna þennan aðila í gegnum ACIN-gagnasafnið og getur síðan fundið ævisögulegar upplýsingar, handrit og allt annað efni sem til er um hann í Lu Rees safninu. ASCIS þjónusta ASCIS býður upp á margs konar þjónustu við skólana sem byggist á gagnasafninu og þeim möguleikum sem DOBIS/LIBIS hugbúnaðurinn býður upp á. Skólar geta pantað skráningarspjöld eða þeir geta látið ASCIS sjá um að halda við skránum sínum, ýmist með örfilmuskrám eða með því að fá tölvuprentaðar skrár. Hægt er að panta skráninguna á disklingi og einnig geta fylkin pantað skráningu á tölvuböndum. Tölvupóstur sem kerfið býður upp á gerir skólunum kleift að panta færslur beint og einnig að hafa samband við ASCIS miðstöðina eða hafa samband hver við annan. Tölvuskilaboð (electronic bul- letin board) er þjónusta sem enn er á byrjunarstigi en gerir ASCIS notendum það mögulegt að senda skilaboð til annarra notenda og koma upplýsingum á framfæri eða jafnvel að biðja um upplýsingar. ASCIS endurskráningar- 14 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.