Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 15
é Fíle Edit Commnnds Settings Phone Keypod þjónustan (ASCIS RECON) er ný þjónusta sem er í boði frá og með þessu ári og gerir skólum kleift á ódýran hátt að breyta frá spjaldskrá yfir í tölvuskrá. Skólarnir geta keypt alla skráningartextana á einu bretti í tölvutæku formi. ASCIS veitir einnig þeim skólum, sem vilja nota DOBIS/LIBIS sem sitt safnkerfi, þjónustu í formi skrán- ingar, útlána, tímaritahalds og pantana. Að sjálfsögðu er aðeins hluti þjónustu ASCIS nýttur af hverjum skóla fyrir sig. DOBIS/LIBIS hugbúnaðurinn hefur verið notaður af ASCIS til þess að gefa skólum kost á fjölbreyttri þjónustu, mismunandi formi upplýsinga og til þess að mæta mjög ólíkum þörfum. Þessar ólíku þarfir og mismunandi not sem fylkin hafa haft af ASCIS og DOBIS/LIBIS verða nú skýrð lítillega. ASCIS íNýja Suður Wales Menntamálaráðuneyti Nýja Suður Wales, þar sem eru meira en 2000 skólar, tók þá ákvörðun að veita miðlæga þjónustu fyrir tölvuvæðingu í stjórnun hvers skóla. A þriggja ára tímabili er hugbúnaðurinn veittur skólunum þeim að kostnaðarlausu og alls kyns aðstoð veitt hverjum skóla við val á vélum til að starfrækja hugbúnaðinn. Tölvukerfi það sem skólarnir nota við stjórnunina heitir OASIS (Office Automation School Information System) og var þróað af verktaka eftir forskrift menntamálaráðu- neytisins. Hugbúnaðurinn nær einnig yfir skólasafnakerfi sem kallast „OASIS Library“ og tekur skrá skólasafnsins, annast útlán, tímaritahald, pantanir, fjármál, staðtölu- gerð, tengingu við utanaðkomandi gagnasöfn og aðra starfsemi skólasafna. OASIS gengur á IBM PC tölvur og aðrar samhæfðar vélar með nettengingu. OASIS tekur ASCIS færslur með afritun (downloading) í beinni teng- ingu eða með disklingi. Ríkisskólar í Nýja Suður Wales nota þannig ASCIS sem grunn fyrir skráningartexta til að búa til sínar eigin bókasafnaskrár. Skólarnir eru áskrifendur að ASCIS og geta notað þjón- ustuna beint. Skólasafnverðir leita í gagnasöfnum ASCIS beint eða af örfilmum og geta pantað færslur eins og þörf krefur. ASCIS endurskráningarþjónustan hefur einnig verið notuð þar sem OASIS-kerfið hefur verið tekið í notkun. Þar að auki eru ASCIS gagnasöfnin notuð fyrir alls kyns upplýsingaleitir um nýjar bækur fyrir bókasafn- ið eða nýtt námsefni. Skólasafnamiðstöð sem staðsett er í menntamálaráðu- neyti Nýja Suður Wales sendir skráningartexta og um- sagnir í ASCIS gagnasöfnin. Framlag miðstöðvarinnar er sent beint frá Sydney til ASCIS í Melbourne í gegnum tölvuna. Þessi skráning er þá strax aðgengileg öllum skól- um í Astralíu. Skólasafnamiðstöðin er einnig ábyrg fyrir innsetningu á upplýsingum um námsefni í smásöfnin ACIN og NCIN sem áður eru nefnd. Enn fremur veitir skólasafnamiðstöðin skólum Nýja Suður Wales upplýs- ingar um OASIS og ASCIS og alls kyns prentuð gögn til að aðstoða skólana við að nota til fulls þjónustu ASCIS- kerfisins. ASCIS í Vestur Ástralíu Menntamálaráðuneyti Vestur Ástralíu hefur tekið aðra afstöðu til notkunar ASCIS og annarra tölvuvæðingar- mála skólasafna í ríkisskólum. Námsefnisþjónustan (Curriculum Materials Information Services) innan BÓKASAFNIÐ 15

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.