Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 19
því miður reyndist ekki um samvinnugrundvöll að ræða meðal stærstu bókasafna landsins. Því miður hefur íslenskum bókavörðum ekki tekist að vinna saman að tölvuvæðingu safna sinna. Bókasöfn hér á landi eru nú í óða önn að tölvuvæða starfsemi sína og keypt hafa verið mörg mismunandi kerfi. Háskólabóka- safn og Landsbókasafn hafa valið tölvukerfið Libertas og Borgarbókasafn og Læknisfræðibókasafn Landspítala hafa valið DOBIS/LIBIS. Einnig hafa nokkur söfn valið norska kerfið MIKROMARC og íslensku kerfin Bókver og Metrabók. Af þessu má sjá að tölvuvædd samskrá fyrir allt landið er ekki í augsýn í bráð. Hvað kemur í veg fyrir samvinnu? Helsti hvatinn að samvinnu er að gera sér grein fyrir þörfinni á samvinnu og hvað vinnst með henni. En það þarf fleira til; fólk þarf að vera sannfært um að mögulegar lausnir finnist og það þarf vilja til að aðlagast. Þó svo að þörfin fyrir samvinnu sé augljós og lausnir í augsýn eru hindranir þó enn til staðar, og þær geta verið með ýmsu móti. Árið 1968 stóðu Bandarísku bókasafnasamtökin (American Library Association) fyrir röð funda víða um Bandaríkin þar sem bókaverðir ræddu þau atriði sem kæmu í veg fyrir samvinnu. Þáttakendur á þessum fund- um nefndu alls 46 atriði sem gætu komið í veg fyrir eða haft neikvæð áhrif á samvinnu bókasafna og var þessum atriðum skipt í 5 meginflokka (Resource: 1974). Niður- staðan fer hér á eftir í lauslegri þýðingu greinarhöfundar: 1. PERSÓNULEGAR HINDRANIR Ótti við að missa sjálfstæði Þrjóska Afbrýði Persónulegar deilur milli bókavarða Tortryggni Tregða og afskiptaleysi Ótti við tilraunastarfsemi Sú trú að hvert einstakt bókasafn hafi sérstakar þarfir fremur en að þarfir bókasafna geti verið sameiginlegar 2. SKORTUR Á UPPLÝSINGUM Skortur á upplýsingum um þarfir notenda Skortur á upplýsingum um hlutverk mismunandi safnategunda Áhugaleysi almennings og yfirvalda á bókasafnsþjón- ustu Lítil bókasöfn gera sér ekki grein fyrir gildi safnkosts stærri bókasafnanna 3. „HEFÐBUNDNAR" HINDRANIR Skortur á fjármagni Ótti stærri bókasafna á „ofnotkun“ Takmarkaður aðgangur að rannsókna- og sérfræði- bókasöfnum Samkeppni milli almenningsbókasafna og skólasafna 4. LANDFRÆÐILEGAR HINDRANIR Fjarlægðir milli bókasafna Fjarlægðir milli notenda og bókasafna Mismunandi stærðir bókasafna hvað varðar safnkost Erfiðleikar við að þjóna dreifbýlinu Tafir við að uppfylla óskir notenda bókasafnanna 5. LAGALEGAR OG STJÓRNUNARLEGAR HINDRANIR Skortur á „leiðtogum" í bókasöfnum Svifaseint opinbert kerfi, sérstaklega varðandi fjár- magn Skortur á löggjöf Skortur á upplýsingamiðlun til yfirvalda Skortur á bókfræðiritum og bókfræðilegri stjórn Mismunandi tækjakostur og starfsreglur hjá bókasöfn- um Skortur á vel þjálfuðu starfsfólki Þó svo að þessar hindranir hafi verið til umræðu hjá bandarískum bókavörðum fyrir rúmlega tuttugu árum, og sumar þeirra miðist við bandarískt þjóðfélag, þá er vert að hugleiða þær. Eflaust getum við heimfært einhverjar þeirra upp á okkur sjálf og íslenskar aðstæður. Svo virðist sem meginvandamálin við samvinnu séu mannlegs eðlis en ekki vegna tæknivandamála. Þó megum við ekki ein- blína á brigðugleika mannskepnunnar, hér geta einnig komið við sögu vandamál lagalegs eðlis eða vegna höf- undaréttar. Hvað sem öðru líður ætturn við að hafa í huga orð H. Redwood (Kristallar: 1982) sem sagði: „Vertu samstiga samferðamönnunum, og þá verður leiðin létt- ari“. HEIMILDIR: Dowd, Sheila T. 1990. Library cooperation : methods, models to aid information access. Journal of Library Administration 12(3):63- 81. Kristallar 1982. Reykjavík : Almenna bókafélagið. Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976. Lög um Landsbókasafn Islands nr. 38/1969. Mechanisms for library cooperation 1988. Ed. Verina Horsnell. Al- dershot : Gower. Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978. Resource sharing in libraries 1974. Ed. Allen Kent. New York : Marcel Dekker. Rogerson, Ian 1988. Cooperation, myth or reality. Catalogue & Index (90—91):1, 3-4. Sigrún Klara Hannesdóttir ... o.fl. 1990. Stefnumörkun í bókasafna- og upplýsingamálum : bráðabirgðaskýrsla. Reykjavík. Fjölrit. Skipulagsskrá fyrir Þjónustumiðstöð bókasafna 1978. Upplýsingar eru auðlind 1990. Reykjavík : Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál. SUMMARY „United we stand“ — about library cooperation While the ever growing mass of information has necessitated in- creasing cooperation worldwide on every level of library activity there is a considerable shortage of cooperation among Icelandic libraries. Nevertheless, despite a lack of proper legal provision for a unified policy, certain libraries like e.g. members of the medical library group have successfully initiated cooperative schemes among themselves. While such attempts are promising cooperation should be considered in a broader context and the article proposes to exam- ine the Icelandic situation with regard to the five most urgent issues. Accordingly, the themes of library service centres, cooperative stor- age facilities, collection development, interlibrary loan and union catalogues are analyzed in a detailed fashion. Of these five areas the problem of a union catalogue is apparently the most pressing with no immediate solution in sight. Finally, based on a reference from the literature, the major obstacles to library cooperation in general are also discussed. BÓKASAFNIÐ 19

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.