Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 23
Marta Hildur Richter forstöðumaður, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu Héraðsbókasafn — skólasöfn þjónusta — samvinna Héraðsbókasafn Kjósarsýslu varð 100 ára í ágúst 1990. Það var stofnað við hamarinn hjá Seljadalsá við sunnanvert Hafravatn og hét þá Lestrarfélag Lága- fellssóknar. Bókasafnið hefur lengi verið í beinum eða óbeinum tengslum við skólana. I nærri 30 ár var það til húsa í Brúarlandsskóla og frá 1971-1983 í Gagnfræðaskól- anum. Meðan safnið var í Gagnfræðaskólanum var fyrir- komulagið svipað og í samsteypusöfnum. Þjónusta Sumarið 1985 var skólasafn Gagnfræðaskólans skráð af starfsmönnum Héraðsbókasafns Kjósarsýslu. Hefur Héraðsbókasafnið síðan séð um alla bókfræðilega þjón- ustu og eftirlit með spjaldskrá og bókaeign. Skólaárið 1985-1986 starfaði Kristín Jóhannsdóttir bókasafnsfræðingur í skólasafni Varmárskóla. Fékk hún aðstöðu í Héraðsbókasafninu til að skrá skólasafnið í samvinnu við bókaverði Héraðsbókasafnsins. I Héraðs- bókasafninu er því samskrá yfir bækur þessara þriggja safna og er það til mikils hagræðis fyrir alla aðila, sérstak- lega hvað varðar millisafnalán sem eru töluverð. I lok hvers skólaárs bera skólasafnverðir og bókaverðir Hér- aðsbókasafnsins saman spjaldskrár og bókakost skóla- safnanna. Er þannig reynt að tryggja að fullt samræmi sé þar á milli. Nú hefur tölvuvæðing haldið innreið sína í Héraðs- bókasafnið. Eru bækur skólanna þá tölvuskráðar og prentuð út spjöld fyrir söfnin þar. Haustið 1989 tók Hér- aðsbókasafnið endanlega að sér alla bókfræðilega þjón- ustu við skólasafn Varmárskóla og allan frágang á bókurn að auki. Tvisvar á vetri fær skólasafnið bókakassa með barnabókum að láni frá Héraðsbókasafninu. Starfsmenn Héraðsbókasafnsins taka virkan þátt í undirbúningi heimildaverkefna í samvinnu við skólasafnvörð og kenn- ara Gagnfræðaskólans. Þá sér Héraðsbókasafnið einnig um bókainnkaup skólasafns Gagnfræðaskólans í samráði við skólasafnvörð og skólastjóra. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu er að langstærstum hluta rekið af Mosfellsbæ. Safnið gerir fjárhagsáætlun í sam- vinnu við bæjarráð og fær síðan fjárveitingu til ýmissa þátta. Því hefur safnið ekki leyfi til að gefa öðrum stofn- unum vinnu, enda gera þær stofnanir eigin fjárhagsáætl- anir. Þar gera skólarnir ráð fyrir greiðslum til Héraðs- bókasafns fyrir umsamda þjónustu. Gagnfræðaskólinn greiðir fastar greiðslur mánaðarlega. Varmárskóli greiðir samkvæmt reikningi tvisvar á ári. I reynd er um milli- færslu á fjármagni milli stofnana bæjarins að ræða. Samn- ingana gera skólastjórar og forstöðumaður Héraðsbóka- safns. Eru þeir háðir samþykki bæjarstjórnar og fræðslu- skrifstofu. BÓKASAFNIÐ Ánxgðir þátttakendur í lestrarralli Héraðsbókasaínsins og Varmárskóla. BÓKASAFNIÐ 23

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.