Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 24

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 24
Útlán barna- og fullorðinsbóka 1985-1990 I Fullorðinsbækur □ Barnabækur 26000 24000 22000 20000 1 8000 16000 14000 1 2000 1 0000 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Samvinna Samvinna skólanna og Héraðsbókasafnsins hefur verið all góð. Byggist hún mest á samskiptum og samstarfsvilja einstaklinga innan þessara stofnana eins og gengur. Kenn- arar koma með bekki sína í safnkynningu og hvetja nem- endur síðan til að nota safnið upp á eigin spýtur. Mvnd- listarsýningar nemenda beggja skóla hafa verið haldnar í Héraðsbókasafninu. Fyrsta lestrarrall á íslandi var haldið í Mosfellssveit vorið 1983. Jón Sævar Baldvinsson skipulagði rallið eftir bandarískri fyrirmynd. Rallið hófst með því að öll tíu ára börn í Varmárskóla hlupu númeruð yfir í Gagnfræða- skóla en þar var Héraðsbókasafnið þá til húsa. I safninu fengu allir lánaða bók og afhent eyðublað með spurning- um um efni bókarinnar. I þessu ralli, og því næsta árið eftir, áttu börnin að lesa 20 bækur á 10 vikum. Þau börn sem lukp rallinu fengu viðurkenningarskjal og var dregið um þrjár sérstakar viðurkenningar. í þriðja og síðasta rallinu 1989 var bókunum fækkað í 10 og vikunum í 5. Gaf það góða raun og mun fleiri luku rallinu en áður. Auk viðurkenningarskjalsins voru dregin út fern bókaverðlaun frá Héraðsbókasafninu, eða ein í hverjum bekk. Góð samvinna var við bekkjarkennara en þeir sáu um stærstan hluta undirbúningsins og úrvinnslu svarblaða. Nemendur höfðu sérstök spjöld sem bækurnar voru skráðar á. Spjöldin voru í þremur litum eftir lestrar- getu viðkomandi og var svo gert til að auðvelda bóka- vörðum að aðstoða við bókaval. Þrátt fyrir ýmis uppátæki til að örva bóklestur ung- menna í Mosfellsbæ mátti öllum ljóst vera, þegar endan- legar útlánatölur fyrir 1989 lágu fyrir, hvert stefndi (samanber súlurit). Ekki skal fjallað hér sérstaklega um ástæðurnar fyrir því bókaútlánafalli sem hófst 1987. Þó vil ég benda á að fróð- legt er að bera tölurnar á súluritinu saman við tölur í grein Þorbjörns Broddasonar, í Bókasafninu 1990, um bóklest- ur og ungmenni. Þar kemur m.a. fram að sjónvarps- og myndbandanotkun 10-15 ára barna og unglinga jókst, samkvæmt könnun Þorbjörns, úr 16 klst. á viku 1985 í 27 klst. á viku 1988! í september 1990 fór forstöðumaður Héraðsbókasafns á kennarafundi í báðum skólum, kynnti niðurstöður út- lána og skýrði frá því að þrátt fyrir heildaraukningu 1989 færi útlánum barnabóka enn fækkandi. Kennarar sýndu málinu mikinn áhuga. Skipulagt var lestrarátak sem felst m.a. í því að nemendur beggja skóla lesa minnst eina bók á mánuði og gera henni ákveðin skil. Héraðsbókasafnið efndi til bókmenntakynninga fyrir skólana í tilefni af 100 ára afmæli safnsins. Kennarar Varmárskóla undirbjuggu kynningarnar mjög vel. Höf- undar voru kynntir og lesið úr bókum þeirra. Nemendur voru hvattir til að kynna sér verk höfundanna og jafn- framt voru undirbúnar spurningar til þeirra. Skólasafnið tók þátt í undirbúningnum með því að kaupa eða útvega fleiri bækur eftir viðkomandi höfunda. 6-10 ára börn gerðu myndir um sögurnar, leirstyttur og tillögur að nýj- um bókakápum (hugmynd frá Bókasafni Vestmanna- eyja). Listaverkin voru síðan sýnd í þrjár vikur í Héraðs- bókasafninu. Ekki þótti okkur þó nóg að gert svo ákveðið var að hafa mánaðarlega bókmenntagetraun (hugmynd frá Bókasafni Selfoss). Starfsmenn Héraðsbókasafnsins semja spurning- arnar sem varða höfunda og bókatitla og krefjast sumar spurningarnar þess að nemendur leiti í spjaldskrá skóla- 24 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.