Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 26

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 26
Helga Olafsdóttir forstöðumaður, Blindrabókasafni íslands Blindrabókasafn Islands — öðruvísi safn Blindrabókasafn íslands er ríkisstofnun og heyrir undir menntamálaráðuneytið. Safnið fær fjárveit- ingar úr ríkissjóði og nema fjárveitingar yfirstandandi árs 27 milljónir króna. Jafnframt er starfandi styrktarsjóður við safnið sem tekur á móti frjálsum framlögum einstak- linga og stofnana. I safninu eru 165 titlar blindraleturs- bóka og tæplega 3000 titlar hljóðbóka. Hljóðbókaeignin er u.þ.b. 10.000 eintök. 1500 einstaklingar og 70 stofnanir fá bækur frá safninu. Þær lána svo hljóðbækur til sinna skjólstæðinga sem Blindrabókasafn hefur ekki tölu á. Tíu starfsmenn eru ráðnir við safnið og auk þeirra allmargir sjálfboðaliðar. Flestir sjálfboðaliðanna starfa við innlestur á hljóðbókum aðrir starfa við útlán, frágang og snyrtingu hljóðbóka sem koma frá lánþegum eftir notk- un. Framlag sjálfboðaliða til starfseminnar er mikilvægt og stæði safnið vissulega verr bæði hvað varðar bókafram- leiðslu og útlánsþjónustu við lánþega ef ekki kæmi til launalaus vinna velunnara þess. Greinarhöfundur er forstöðumaður Blindrabókasafns Is- lands. Ljósm.: Gunnar Ingimarsson Öðruvfsi safn Blindrabókasafn Islands er að ýmsu leyti frábrugðið öðrum bókasöfnum í landinu. I fyrsta lagi er bókakostur- inn hljóðbækur og blindraletursbækur en bækur með hefðbundnu letri eru ekki til útlána í safninu. I öðru lagi takmarkast þjónusta safnsins við þann hóp í þjóðfélaginu sem á í erfiðleikum með að lesa hefðbundið letur, allt frá alblindu fólki til þeirra sem eru ekki nægilega hraðlæsir til þess að geta lesið samfelldan texta sér til gagns. Blindra- bókasafn þjónar fólki sem leitar ekki eða í litlu.m mæli eftir þjónustu á önnur bókasöfn og tekur þannig við þar sem þjónustu annarra safna sleppir. Jafnframt framleiðir safn- ið námsgögn fyrir námsmenn sem eru blindir og sjón- skertir eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með að lesa hefðbundið letur. Þrátt fyrir þessa sérstöðu vinnur safnið þó að sömu markmiðum og önnur bókasöfn. Hlutverk þess er að sjá lánþegum sínum fyrir alhliða bókasafnsþjónustu, að hafa á boðstólum bókakost við sem flestra hæfi og gæta jafn- vægis milli fræðslu- og skemmtiefnis. Kristín Eiríksdóttir annast upptökur á námsefni sem Wang Chao les. Ljósm.: Gunnar Ingimarsson. Lestur á segulbönd Blindrabókasafn hefur þá sérstöðu að framleiða sjálft allan sinn bókakost. I tæknideild eru hljóðbækur safnsins framleiddar, þ.e.a.s. bækur til almennra útlána og náms- bækur. I hljóðveri tæknideildar voru lesnar 152 bækur á árinu sem leið, þar af 10 barnabækur og 34 námsbækur. Auk þess fékk safnið 53 hljóðritaða titla frá Ríkisútvarp- inu. I hljóðveri safnsins eru tveir upptökuklefar. Sjálfstýr- ing á upptökutækjum er í klefunum svo lesarar geta stjórnað lestrinum sjálfir, gert hlé og endurtekið að vild. 26 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.