Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 31

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 31
Gunnar Markússon forstöðumaður, Bókasafni Þorlákshafnar Sameining - samsteypusafn Ifyrstu grein laga um almenningsbókasöfn segir: „All- ar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almennings- bókasafna ... Almenningsbókasöfn eru rnennta-, upplýs- inga- og tómstundastofnanir fyrir almenning“ og í 9. grein reglugerðar við þau lög stendur, auk rnargs annars fallegs, að hlutverk safnanna sé „að veita almenningi möguleika á ævimenntun með því að hafa til afnota fræði- rit og annað efni, sem fræðslugildi hefur.“ I 72. grein laga urn grunnskóla er hægt að lesa: „Við hvern grunnskóla skal vera safn bóka og námsgagna ásamt vinnuaðstöðu fyrir nemendur og kennara ... Að skóla- safninu skal þannig búið, að því er varðar húsbúnað, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að það geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækjum í skóla- starfinu." I þeirri sörnu grein er heimilað að sameina almennings- og skólabókasöfn. I maí 1989 gaf menntamálaráðuneytið út aðalnámskrá grunnskóla. I formála þess rits segir menntamálaráðherra m.a.: „Aðalnámskráin byggist í fyrsta lagi á lögum lands- ins og stjórnarskránni. I annan stað á þeirri reynslu sem fengist hefur í skólunum á undanförnum árum og áratugum." (Leturbreyting G.M.) A bls. 17 í því sama riti stendur: „Skólasafn á að vera lifandi fræðslu-, upplýs- inga- og menningarmiðstöð í hverjum skóla.“ A hvaða reynslu byggir ráðherrann og starfslið hans þetta háleita markmið? Byggist það á reynslu þeirra 8 skóla sem haustið 1989 höfðu innan við 10 nemendur eða hinna 38 þar sem nemendurnir voru rnilli 10 og 30? Bygg- ist þessi reynsla undanfarinna ára og áratuga á fjárhags- getu þeirra 11 sveitarfélaga sem höfðu innan við 50 íbúa þegar ráðherrann skrifaði formálann eða byggðist hún á reynslu hreppsnefndarmannanna í þeirn 112 hreppum sem það árið gátu ekki státað af 200 íbúum? (Það ár voru 183 hreppar í landinu). Miðast þessi bjartsýni e.t.v. við að ekki sé nema urn það bil klukkustundar gangur milli ráðu- neytis og grunnskóla, eða er það bara eins og fyrsti ís- lenski ráðherrann sagði: „Orð, orð innantóm..." (Hann- es: 1951). Sé gluggað í skýrslu bókafulltrúa ríkisins urn starfsemi almenningsbókasafna landsins árið 1985 sést að þar á bæ eru skráð 157 hreppsbókasöfn. Nokkur þeirra sendu ekki skýrslu fyrir það ár svo að ekki verður séð hvort þau hafa aðeins fengið sér smáblund eða eru með öllu dauð. Þeir forstöðumenn safna, sem höfðu fyrir því að senda skýrslu, hljóta því að álíta að þeir stjórni lifandi söfnum. En hér er eins og stundum endranær að það er ekki allt lífið þó lifað sé. Ellefu söfn eignuðust 10 bækur, eða færri, á því ári, þar af tvö með aðeins eina bók hvort. I 18 safnanna var aukningin 11-25 bindi og 83 af þessum 157 söfnum náðu ekki að kaupa 100 bækur það árið. Þegar við þessi 83 söfn bætast svo 29, sem bókafulltrúi telur sig annaðhvort vita ekkert urn eða það eitt að þau starfi ekki, - sundrung í Þorlákshöfn þá sést að í raun eru ekki nenta um þriðjungur hreppssafn- anna í landinu sæmilega lifandi. Ekki er það til að fegra myndina að árið 1985 sendu aðeins 39 skólasöfn skýrslu um starfsemi sína og þar af voru 21 í Reykjavík. Árið 1990 gaf menntamálaráðuneytið út kver sem nefnist Fámennir skólar. Ramrni þessa grein- arkorns leyfir ekki að því riti séu gerð nein skil en niður- stöður þess um bókasöfn hinna fámennu skóla eru fáorð- ar: „Ástandið er víðast hvar óviðunandi.“ Ljóst er að skólar verða ekki reknir án bóka og að bækur fást ekki án peninga. En hvað er til ráða? Skóli með 5 nemendur og hreppur með innan við 30 íbúa eiga víst fárra kosta völ og er nokkurn vegin augljóst að markmið laga og reglugerða næst þar aldrei. Því miður hefi ég ekki neina allsherjarlausn á þessum vanda en hef verið svo heppinn að fá að stýra þróun bókasafnsmála í mínu byggðarlagi í 25 ár og get því aðeins sagt hvernig hér hefur verið unnið, án þess að halda að það henti alls staðar. Fyrsta tilraun til stofnunar bókasafns í Þorlákshöfn var gerð á sjötta áratugnum þegar íbúar hér voru urn og innan við 100. Sú tilraun mistókst. Næst var reynt árið 1965. Þá voru íbúarnir urn 400 talsins og tókst þá betur til þó hægt gengi í fyrstu. Árið 1970 voru íbúarnir komnir á sjötta hundraðið og nemendur skólans tæplega 100. Þá var skólabókasafni kornið á fót og samsteypusafn myndað og var það að því leyti þægilegt að almenningssafnið hafði alltaf verið til húsa í skólanum. Þessu samstarfi var svo slitið 1982 sökurn þess að skóla- húsnæðið rúmaði alls ekki bæði starfsemi skólans og safnsins. Á þessum tíma voru íbúar sveitarfélagsins rúm- lega 1000 og tæplega 300 nemendur í skólanum. En hvað vinnst þá og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að svona samkrull blessist? Stærsti ávinningur við samsteypusafn er að bæði starfsfólk og bókakaupafé nýt- ist betur. Bókavörðurinn getur notað þann tíma, þegar lítið er að gera í öðru safninu, í þágu hins og oft þarf ekki að kaupa nema eina bók þegar annars þyrfti að kaupa tvær. Hins þarf svo auðvitað að gæta að söfnin hafi aðskil- inn fjárhag, hvort sína aðfangabók og stimpil þó að safn- kosturinn myndi eina heild í hillunum. Þá tel ég algjört skilyrði að hafa safnið innan veggja skólans, m.a. til þess að nemendur læri að umgangast fleiri bækur en þeir nauð- synlega þurfa vegna námsins. En að hafa samsteypusafnið í skólanum krefst svo aftur fullkominnar samvinnu starfsfólks og stjórnenda safns og skóla, auk hreppsnefndar. Safnið verður t.d. að vera þann- ig staðsett í húsinu að það trufli ekki starfsemi skólans eða skólinn starfsemi safnsins. Það má t.d. alls ekki koma því fyrir innst við stóra ganga, eða á annan hátt langt frá útidyrum, svo að það kalli ekki á ntikla aukaræstingu í hvert sinn sem það er opið almenningi. Eins verður að vera fullkomin eining um bókakaupin. Ef bókavörðurinn BÓKASAFNIÐ 31

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.