Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 32
er ekki einn af kennurum skólans verður að tryggja að hann hafi næstum daglegan samgang við þá og setji sig vel inn í þarfir skólans, eða sagt með öðrum orðum, bóka- vörðurinn verður að gæta þess að hvorugt safnið gangi á hlut hins. Svo má sjálfsagt spyrja hve fjölmennir hreppur og skóli þurfi að vera til þess að samsteypusafn henti þeim. Við þeirri spurningu held ég að ekki sé til neitt einhlítt svar. Þar ræður afstaðan til safnanna áreiðanlega meiru en höfðatalan. Hreppsnefnd Olfushrepps hefur alltaf litið á bókasafn sem menningarmiðstöð og greitt til þess sam- kvæmt því en guð hjálpi þeim sem eiga að vinna að þessum málum hjá skilningslausum sveitarstjórum. HEIMILDIR Árbók sveitarfélags 19891990. Reykjavík : Samband íslenskra sveitar- félaga. Hannes Hafstein 1951. Ljóðabók. 3. útg. Reykjavík : Tómas Guð- mundsson. Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976. Lög um grunnskóla nr.63/1974. Margrét Harðardóttir og Sigþór Magnússon 1990. Fámennir skólar. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðuneytið 1989. Aðalnámskrá grunnskóla. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðuneytið 1987. Ársskýrsla bókafulltrúa ríkisins 1985. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. Menntamálaráðuneytið 1990. Skrá um tölu nemenda og kennara í grunnskólum 1989-1990. Reykjavík : Menntamálaráðuneytið. Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978. SUMMARY Unity — disunity : combined library in Þorlákshöfn The status and circumstances of small public and school libraries and their impact on educational standards in the sparsely populated rural areas of Iceland are considered on the basis of statistical reports. The author describes the history and process of creating a combined public and school library in the small village of Þorlákshöfn. The advantages as well as the drawbacks of managing a combined library are closely examined. It is concluded that the main condition for such a library appears to be the support of the local government rather than statistical figures. Frá vinnuhópi um íslenska bókfræði I september 1990 var haldin bókfræðiráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri. Aðalefni ráðstefnunnar var íslensk bókfræði- í nútíð og framtíð. Fyrir ráðstefnuna var myndaður vinnuhópur bókavarða í þeim tilgangi að kanna hvað til væri af heimildalistum og efnisskrám í íslenskum bókasöfnum. Hópurinn fékk styrk frá Vís- indasjóði til verkefnisins og voru niðurstöður kynntar á ráðstefnunni. Nú hefur Háskólinn á Akureyri veitt hópnum styrk til að kanna hvort heimildalistar eða skrár finnast hjá ein- staklingum og stofnunum þar sem ekki eru bókasöfn. Tilgangurinn með þessari könnun er að safna saman upp- lýsingum um íslenskar heimildir í þeirri von að fleiri geti nýtt sér þetta efni í framtíðinni, t.d. í prentuðu formi eða í gagnasöfnum. Gert er ráð fyrir að könnuninni ljúki í árslok 1991 og eru bókaverðir hvattir til að láta hópinn vita ef þeim er kunn- ugt um einhverjar skrár eða lista yfir afmarkað efni hjá einstaklingum. Nánari upplýsingar gefa: Ásgerður Kjartansdóttir s. 91-694573/91-694586 Anna Torfadóttir s. 91-27155 Gunnhildur Manfreðsdóttir s. 91-694573 Ingibjörg Árnadóttir Kristín Björgvinsdóttir Ragna Steinarsdóttir Regína Eiríksdóttir Sigrún Magnúsdóttir s. 91-694335 s. 91-75600 s. 91-688700 s. 91-16864/91-13080 s. 96-27855 Bókasafn í 100 ár í lok síðasta árs kom út á vegum Héraðsbókasafns Kjósarsýslu bókin Bókasafn í 100 ár : saga Lestrarfélags Lágafellssóknar og Héraðsbókasafns Kjósarsýslu 1890- 1990. Magnús Guðmundsson sagnfræðingur tók saman. I bókinni er rakin saga bókasafns í Mosfellssveit í eina öld. I fyrstu er saga Lestrarfélagsins sögð en það félag gegndi víðtæku menningarhlutverki í áratugi um leið og það fóðraði m.a. tilvonandi nóbelsskáld á bókmenntum. Þá er greint frá stofnun Héraðsbókasafns árið 1956 og bóklestri Mosfellinga. Að lokum er sagt frá því hvernig bókasafnið þróaðist í menningarmiðstöð með víðtæka upplýsinga- þjónustu fyrir skóla og almenning. Auk þess sem saga bókasafns í Mosfellssveit er sögð er víða komið inn á sögu almenningsbókasafna á Islandi. Einnig er fjallað um sögu skemmtanahalds og félagslífs í Mosfellssveit því forsvars- menn Lestrarfélagsins voru brautryðjendur á því sviði. Þannig er bókin öðrum þræði hluti af menningar- og byggðarsögu Mosfellssveitar. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina og er hún til sölu hjá útgefendum, Héraðs- bókasafni Kjósarsýslu, Markholti 2, 270 Mosfellsbæ, s. 91-666822. (Fréttatilkynning) 32 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.