Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 33
AS*S NORDEN Arndís S. Árnadóttir bókasafnsfræðingur, Bókasafni Myndlista- og handíðaskóla Islands AS4S norden Samvinna listbókasafna Þegar við skynjum takmörkun safnkosts bókasafna okkar hvað varðar listheimildir og gerum okkur grein fyrir upplýsingaskortinum og einangruninni þá er okkur eðlilegt að leita eftir samstarfi safna sem starfa á líku sviði. Samvinnan sprettur oft af þörf safna sem ekki eru sjálfum sér nóg. Þörfin kemur innan frá og óraunhæft er að ætla að eitt lítið safn, jafnvel ein lítil þjóð, geti verið sjálfri sér nóg hvað listheimildir varðar. Vaxandi almennur áhugi fyrir listmenningu þjóðanna hefur á síðustu áratugum eflt starfsemi sérfræðilegra bóka- eða gagnasafna á sviði sjónlista, svonefndra list- bókasafna. I dag hafa þau skipað sér öruggan sess í hinu alþjóðlega bókasafnasamfélagi og hafa á undanförnum 20 árum, allt frá stofnun fyrsta ARLIS félagsins í Bretlandi árið 1969, myndað með sér öflugt samstarfsnet. ARLIS (Art Libraries Societies) samtök hafa síðan verið stofnuð víða um heim. Árið 1977 var komið á fót nefnd (Round- Table) innan IFLA Special Libraries Division um málefni listbókasafna sem síðan 1980 hefur starfað sem sérstök deild, IFLA Section of Art Libraries. Ráðstefnuhald og útgáfustarfsemi hefur frá byrjun verið mikilvægur þáttur í starfsemi þessara samtaka. Listbókasöfn eru sérhæfð bóka- eða gagnasöfn á sviði myndlista, listiðnaðar/nytjalista, hönnunar, byggingar- listar, ljósmyndunar og skyldra greina. Listbókasöfn eru oftast starfrækt í tengslum við listasöfn, listaskóla eða tengd almennri upplýsingamiðlun um listir. Listbókasafn getur því verið hvort sem er rannsóknarbókasafn (tengt æðra listnámi), sérfræðibókasafn (tengt listastofnunum) eða sem deild í almenningsbókasafni. Reyndar getur list- bókasafn talist vera þar sem töluvert magn rita eða annarra gagna, sem fjalla um sjónlistir og skyldar greinar, hefur safnast saman og myndað lítið eða stórt safn eða jafnvel deild í safni og sem veitir sérhæfða upplýsingaþjónustu. En við lesum ekki bara um listir — við sjáum og skoðum list fyrst og fremst. Það sem einkum einkennir þessi söfn er að myndefni, í hvaða formi sem það birtist (eftirprent- anir, ljósmyndir, örgögn, kvikmyndir, myndbönd, vél- tæk gögn), er jafn mikilvægt rituðu máli. Árið 1969 var ekkert eiginlegt listbókasafn til hér á landi sem hafði fastráðinn starfsmann. Á sjöunda áratugnum er starfsemi bókasafna við Listasafn Islands, Þjóðminjasafn Islands og Myndlista- og handíðaskóla Islands komin í gang, þó aðeins hjá því síðastnefnda hafi verið veitt útláns- og upplýsingaþjónusta. I dag eru bókaverðir starfandi við öll þessi söfn. Sam- vinna listbókasafna á Islandi hefur frá upphafi verið tengd erlendu samstarfi því samstarfsmenn innan efnissviðsins voru engir eða fáir í byrjun. Árið 1978 hófst, að frum- kvæði listiðnaðarháskólans í Osló, óformlegt samstarf bókasafna við norrænu listiðnaðarskólana, þ.e.a.s. í Osló, Gautaborg, Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Stærstu listbókasöfnin á Norðurlöndunum tengjast einmitt listiðnaðarskólum og listiðnaðarsöfnum. Þetta var fámennur hópur bókavarða (sjö talsins) sem hittist á tveim ársfundum, 1978 í Osló og 1980 í Gauta- borg. Samskrá yfir tímarit allra skólanna var síðan tekin saman og fjölrituð árið 1983. Næst var reynt að f á fleiri safnategundir með í samstarf- ið og haldin var ráðstefna í Helsinki 1985, með stuðningi NORDINFO, þar sem listiðnaðarsöfnin á Norðurlönd- unum bættust í hópinn (12 þátttakendur og 1 erlendur fyrirlesari). Meginefni Helsinki fundarins 1985 voru milli- safnalán og samskrár á sviði listiðnaðar og hönnunar. Fulltrúi frá hverju landi gerði grein fyrir gangi mála í sínu landi. Árið 1983 stofnuðu norsk listbókasöfn með sér ARLIS/ Norge og næstu ár á eftir voru uppi hugleiðingar um að hvert Norðurlandanna kæmi sér upp ARLIS deildum. Það hefði t.d. verið ógerlegt fyrir ísland þar sem söfnin voru svo fá og á þeim tíma aðeins einn bókavörður í föstu hlutastarfi. Að frumkvæði bókavarða við Konstbibliotek- et í Stokkhólmi var boðað til stofnfundar ARLIS/Norden í Stokkhólmi í nóvember 1986. Stofnfélagar ARLIS/Nor- den voru 24, þar af einn fulltrúi frá Islandi, en bókasöfnin við MHI og Listasafn Islands hafa verið með frá stofnun ARLIS/Norden. Tilgangur ARLIS/Norden er að efla fagkunnáttu og vera upplýsinga- og samstarfsvettvangur félaga sinna. Ætlunin er að vinna að námskeiðahaldi, rannsóknum og útgáfustarfsemi. Tímaritið ARLIS/Nor- den INFO hefur komið út ársfjórðungslega, allt frá stofn- un félagsins, og er tímaritinu ritstýrt til skiptis af Norður- löndunum fimm. Fyrsti ársfundur var haldinn í Helsinki í mars 1987 þar sem m.a. Philip Pacey frá ARLIS/UK flutti fyrirlestur um ARLIS/Norden og norræna menningu. Annar ársfundur var haldinn í Kaupmannahöfn í mars 1988 þar sem norræn listtímarit voru meginviðfangsefnið. Þriðji ársfundur var haldinn í Osló í júní 1989 með tölvuvæðingu listbóka- safna, samvinnu þeirra og gerð samskráa sem meginvið- fangsefni. Fjórði ársfundur ARLIS/Norden var haldinn 16.19. ágúst 1990 í Stokkhólmi og nú sem hluti af IFLA ráðstefnunni (Art Libraries Satellite Meeting). Meginefni ráðstefnunnar var „Documentation of art and design from the Nordic countries“. Fulltrúarfrá öllum Norður- löndunum fluttu þar inngangserindi er fjölluðu á einhvern hátt um heimildaskráningu sjónlista í viðkomandi lönd- um. Fimmti ársfundurinn verður haldinn í Helsinki í júní 1991 og er þá ætlunin að fjalla aðallega um samræmd efnisorð í sjónlistum. Áætlað er að sjötti ársfundurinn verði haldinn á Islandi sumarið 1992. í árslok 1990 voru áttatíu félagar í ARLIS/Norden, bæði stofnanir og ein- staklingar, þar af 6 frá íslandi. Umræðuefni þessara ársfunda endurspegla vel þau verkefni sem verið hafa í brennidepli hjá þessum söfnum hverju sinni og mynda oft samvinnugrundvöll, þ.e. upp- bygging safnkosts og aðföng á oft dýrum og margbreyti- legum safngögnum; ónóg og oft lítt vönduð útgáfa á listefni; listtímarit og efnislyklun þeirra; millisafnalán; BÓKASAFNIÐ 33

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.