Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 34

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 34
tölvuvæðing, gerð samskráa og listbókfræði og samræmdur efnisorðaforði yfir sjónlistir. A öllum Norðurlöndunum er nú í gangi, eða um það bil að hefjast, verkefni á sviði listbók- fræði. Oll miðast þau við að vera aðgengileg í beinlínu- sambandi og þannig úr garði gerð að þau samlagist öðrum kerfum eða gagnagrunnum sem innihalda listefni. Norrænum listheimildum hefur hingað til verið gerð ófullnægjandi skil í alþjóðlegum gagnagrunnum yfir listsögulegar heimildir, t.d. hefur sama sem ekkert birst þar af íslenskum listheimildum. Tveir af stærstu gagnagrunnum á sviði sjónlista, RAA/Réper- toire d’Art et d’Archeologie (franskur gagnagrunnur) og RILA/Repertoire Internation- al de l’Literature d’Art (alþjóðlegur gagnagrunnur) hafa nú frá haustinu 1990 sameinast í BHA/Bibliographie de l’Histoire de l’Art. Skráin verður aðgengileg bæði sem prentuð skrá (keypt til bókasafns Listasafns Islands) sem og í beinlínusambandi. Árið 1989 fór BHA þess formlega á leit við Norður- löndin fimm að val á heimildum og ritstjórn færi fram í viðkomandi löndum. Samkvæmt áætlun sem gerð var árið 1989 er talið að frá Danmörku komi 350 færslur árlega, frá Svíþjóð 350, Noregi 50-100, Finnlandi 50-75 og 15-20 frá íslandi. Hafa ber í huga að um valdar listsögulegar heim- ildir er að ræða á efnissviðunum myndlist, nytjalist/hönn- un og byggingarlist. Samræmdar skrár og efnisorð yfir norrænar sjónlistir munu væntanlega þróast samsíða þessu verkefni og binda öll Norðurlöndin vonir við að sú vinna komi að gagni við gerð samræmdra efnisorða í framtíðinni. Þau lönd sem flestar færslurnar senda (Dan- mörk og Svíþjóð) munu skrá færslur beint í PSILOG tölvukerfið sem notað er af BHA. Onnur lönd munu handfæra færslur og senda inn. NORDINFO hefur sam- þykkt að styrkja þetta samstarfsverkefni, sem nefnt hefur verið NIK (Nordisk Information Kunst) Pilotprojekt, einkum hvað snertir þróun, tækjabúnað og ferðir, en hvert land þarf hinsvegar að sjá um að standa undir kostn- aði við hverja færslu, s.s. val, gerð útdrátta o.fl. Bókasafn Listasafns Islands er ábyrgt fyrir færslum er snerta myndlistir ásamt því að sinna ritstjórn af Islands hálfu en bókasafnið við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands er samstarfsaðili þess og ber einkum ábyrgð á efni um nytjalist/hönnun og byggingarlist. I fyrsta árgangi BHA (1990) munu því birtast valdar íslenskar listsöguleg- ar heimildir, bæði bækur og greinar í tímaritum sem birt- ust á árinu 1989. Innan tíðar verður hér kominn grunnur að samtíma íslenskri listbókfræðiskrá. Samstarfshópur íslenskra listbókasafna hefur starfað óformlega, en reglulega, frá stofnun ARLIS/Norden haustið 1986. í honum hafa verið fulltrúar frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, Listasafni íslands,,Þjóðminja- safni íslands, Norræna húsinu og Háskólabókasafni. Samvinna á meðal íslenskra listbókasafna á heimavelli mun í framtíðinni einkum tengjast frekari tölvuvæðingu þeirra s.s. vali á bókasafnskerfi, samræmingu efnisorða- skráa, efnislyklun og gerð samskráa, skiptingu aðfanga eftir efnissviðum, millisafnalánum og frekari tengslum við önnur söfn á listasviði (tónlist, leiklist) sem og við mynd- efnissöfn landsins. Það er ekki aðeins nauðsynlegt að efla tengsl milli safna á líkum sviðum og starfsmanna þeirra heldur þarf ekki síður að virkja til samvinnu ýmsar aðrar sérfræðingastéttir sem starfa á líkum fræðasviðum, svo sem listfræðinga, sagnfræðinga, fornleifafræðinga, myndefnissafnverði o.fl. sem oft eru að vinna að sömu málum frá ef til vill öðru sjónarhorni en bókasafnsfræðingar. HEIMILDIR Bonafede, Cecile V. 1989. ARLIS Norden, Society for Nordic art librarianship. Art Documentation 8(Spring). Co-operation between art libraries 1986. Art Libraries Journal 11(2) :9-32. A readerin art librarianship 1985. Part 4 : Cooperation and associa- tion. Edited by Philip Pacey. Munchen : K.G. Saur. (IFLA Pub- lications; 34), s. 165-190. Salling, Emma 1990. BHA and the Nordic countries. ARLIS Norden INFO 4(3-4):24-27. SUMMARY Cooperation among art libraries The articíe provides a complete review of international, regional (Nordic) and Icelandic cooperative projects in the area of art libraries and related institutions. There is an introductory part with explana- tions and definitions concerning the essence of art libraries and the nature of information collected and used there. It is followed by a detailed analysis of international (ARLIS) and withing that Nordic (ARLIS/Norden) cooperation in particular. Icelandic participation is stressed throughout when relevant. The recent creation of a new international online bibliographic database (BHA) is likely to facili- tate the production of a current Icelandic art bibliography in the near future. There is therefore not only a growing need for cooperation among Icelandic art libraries proper but that it should also be exten- ded to the related fields of archeology, history and museology. 34 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.