Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 37
Kristín Bragadóttir bókasafnsfræðingur, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Islands Samtök norrænna rannsóknarbókavarða Árið 1947 voru stofnuð samtök bókavarða í norrænum rannsóknarbókasöfnum og voru þau kölluð „Nordisk videnskabeligt bibliotekarforbund“, skammstafað NVBF. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð stóðu að þessum samtökum og var tilgangurinn fyrst og fremst að efla norræna samvinnu rannsóknarbókasafna. Unnið hefur verið æ síðan með þessi markmið að leiðarljósi, t.d. með fundum, námskeiðum og hringborðsfundum (rundabordskonferens). Framan af var Island ekki aðili að samtökunum en árið 1966 var Deild bókavarða í rannsóknarbókasöfnum, sem nú er Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum, stofnað í þeim tilgangi að vera með í norrænu samtökunum og gerðist það aðili að samtökunum það sama ár. Aðildar- félög NVBF eru: Foreningen af medarbejdere ved Dan- marks forkningsbiblioteker, Finlands vetenskapliga bibliotekssamfund (Suomen tieteellinen kirjastoseura), Félag bókavarða í rannsóknarbókasöfnum, Norsk fagbibliotekforening og Svenska bibliotekariesamfundet. Þau eru byggð upp á svipaðan hátt og hafa norræna sam- vinnu að markmiði. Aðildarfélögin greiða árgjald í sam- ræmi við fjölda meðlima þeirra. I stjórn samtakanna eru tíu fulltrúar, tveir frá hverju landi. Pálína Héðinsdóttir og Kristín Bragadóttir sitja í stjórn af Islands hálfu. Eydís Arnviðardóttir er varamað- ur. Núverandi formaður er finnskur, Márta Honko bóka- vörður á bókasafni Ábo akademi. Hefð er fyrir því að gjaldkerinn sé finnskur þar sem sjóðir félagsins eru í finnskum mörkum og liggja í finnskum banka. NVBF greiðir farseðil eins íslensks stjórnarmanns á hvern fund og leggur mikla áherslu á að Island sé með í sambandinu og að fulltrúi komi héðan á hvern fund. I fyrstu voru stjórnarfundir haldnir árlega og frá 1963 hafa verið haldin stór þing annað hvert ár. Nú heldur NVBF tvo stjórnarfundi árlega og fjórða hvert ár er haldið þing á vegum félagsins, nú síðast í ágúst 1990 í Linköping í Svíþjóð. Auk þess á NVBF aðild að stóru þingum Al- mennu norrænu bókavarðasamtakanna sem einnig eru haldin fjórða hvert ár, síðast í ágúst 1988 í Þrándheimi. Þannig er haldið þing annað hvert ár fyrir félagsmenn. Norðurlöndin skiptast á að halda þessi þing. Árið 1984 kom í okkar hlut að halda Almenna bókavarðaþingið í Reykjavík og 1978 var haldið þing NVBF á sama stað. Fyrsti hringborðsfundur var haldinn á íslandi 1973. Stjórnarfundur var haldinn í Reykjavík í apríl 1989. í framhaldi af honum boðaði Félag bókavarða í rannsókn- arbókasöfnum til almenns félagsfundar þar sem erlendu fulltrúarnir sögðu frá því sem efst var á baugi á sviði bókasafna í heimalöndum þeirra. NVBF hefur bæði langtímaverkefni og svo smærri verkefni á stefnuskrá sinni. Dæmi um langtímaverkefni er Scandia-áætlunin en það verk hófst 1956 og átti hún að stefna að samræmingu aðfanga í norrænum rannsóknar- bókasöfnum. Söfnin áttu að deila með sér aðföngum eftir efnisflokkum þannig að hvert safn drægi að sér allt efni sem út kom í þeim flokki sem það bar ábyrgð á. Einnig mætti nefna Nordisk samkatalog for periodika (NOSP) sem hófst 1958 fyrir tilbeina NVBF. NOSP er sem kunn- ugt er samskrá um tímarit í bókasöfnum á öllum Norður- löndunum. Skammtímaverkefni hafa hins vegar verið námskeiðahald, t.d. Norræni sumarskólinn, og hring- borðsfundir. Oftast er sótt um fjárstyrk til NORDINFO til að framkvæma verkin. Ný stefnuskrá var mótuð á síðasta stjórnarfundi, sem haldinn var 1. október s.l. í Ábo, og þar má meðal annars finna eftirfarandi atriði: 1. Markaðssetning bókasafna og starfsemi þeirra 2. Forvarsla safnefnis 3. Millisafnalán 4. Byggingar bókasafna 5. Fundur með öðrum norrænum samtökum, t.d. NORDINFO 6. Bókasöfn í norrænu og evrópsku tilliti 7. Aðstoð við Eystrasaltsríkin (aðstoð við að byggja upp rannsóknarbókasöfn þeirra) í tímans rás hafa norrænu samtökin unnið að margvís- legum og þörfum málum í þágu rannsóknarbókasafna. Engum vafa er undirorpið að það er afar mikilvægt fyrir bókaverði íslenskra rannsóknarbókasafna að vera þátt- takendur og njóta þess sem samnýttir kraftar megna að áorka. SUMMARY The Association of Nordic Research Librarians The history and current activity of the association, founded in 1947, is reviewed with reference to the role of Icelandic librarians. Iceland officially joined the association in 1966. There is a brief description of the structure and operational regulations of the orga- nization including the type and frequency of meetings. The Scandia plan and NOSP (Nordic union catalogue of periodicals) are cited as well known examples of major cooperative projects the association has supported. Its most recent policy statement issued last year contains, among others, recommendations about marketing, exam- ination of links with other parts of Europe and helping to build up research librarie^ in the Balúi states. Nordiska vetenskapliga bibliotekarieförbundet Nordisk videnskabeligt bibliotekarforbund Nordisk vitenskapelig bibliotekarforbund Samband norraenna rannsóknarbókavarSa Að loknuni vel heppnuðum stjórnarfundi íReykjavík. 36 BÓKASAFNIÐ BÓKASAFNIÐ 37

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.