Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 41

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 41
Sigríður Sigurðardóttir bókasafnsfræðingur, Bókasafni Verkmenntaskólans á Akureyri Bókasafn Verkmenntaskólans á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri var stofnaður 1984 og tók þá við hlutverkum framhaldsdeilda Gagn- fræðaskóla Akureyrar, Hússtjórnarskóla Akureyrar og Iðnskólans á Akureyri. Núna eru eftirtaldar námsbrautir starfandi við skólann: heilbrigðissvið, hússtjórnarsvið, tæknisvið, uppeldissvið, viðskiptasvið og öldungadeild. Nemendur skólans eru 1000 í dagskóla og 180 í öld- ungadeild. Tæplega 65% nemenda eiga lögheimili utan Akureyrar. Vegna þessa og vegna samfellds skóladags, með hléurn þar og hér allan daginn, er nýting safnsins geysilega mikil, einnig á kvöldin. Safnið er opið frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin og einnig um helgar. Starfsmenn safnsins eru tveir, í einni og hálfri stöðu. Þegar bókavörður var ráðinn til skólans haustið 1987 mátti heita að bókakostur samanstæði af örfáum kennslu- bókum síðan 1940. Strax var hafist handa við að kaupa inn í samráði við kennara og nemendur og byrjað að snurfusa í hillunum sjö sem bókasafnið fékk til afnota. í nokkra mánuði var safnið lítið stærra en nokkrar hillur á vinnu- stofu kennara í gamla Iðnskólanum. Næsta skref var stig- ið þegar safnið fluttist í litla kennslustofu í nýbyggingu skólans. Undirbúningur að nýju bókasafnshúsnæði var þá þegar hafinn og gekk fljótt og vel. Enda kom að því strax í október 1989 að bókavörður flutti með allt sitt hafurtask í 230 fermetra húsnæði sem angaði af nýju timbri og lakki og glansaði af fagurlitum hillustæðum allt um kring. Hús- næði safnsins á eftir að stækka þar sem hluti þess er notaður sem kennslustofa meðan skólinn er í byggingu. I safninu eru sæti fyrir 50 nemendur og voru lesborðin smíðuð af trésmíðanemum skólans. Safnið á 2500 titla sem ekki er búið að skrá nema til bráðabirgða þar sem allur safnkostur verður skráður í tölvu á næstunni. Tímarit í áskrift eru 70 fyrir utan gjafa- áskriftir. Sérstök áhersla er lögð á fagtímarit tæknigreina. Auk lesaðstöðu hafa nemendur aðgang að þremur tölvum Greinarhöfundur aðstoðar tvo nemendur Verkmennta- skólans. á safninu til að vinna verkefni sín í. Fyrir gjafapeninga, sem bárust frá fyrsta afmælisárgangi skólans vorið 1990, var keypt CD-ROM drif og nú er verið að leggja drög að því að fjárfesta í tækniorðabók á geisladiski. Bókasafnið starfar, eins og önnur skólasöfn, með þarfir nemenda og kennara að leiðarljósi en eitt aðalverkefnið á næstunni verður að skrá safnkostinn inn í tölvu. Það stendur til að framhaldsskólarnir á Akureyri verði samferða í kaupum á skráningarforriti og bendir flest til þess í dag að norska kerfið MIKROMARC verði fyrir vaiinu. Þess rná geta að Amtsbókasafnið á Akureyri og Háskólinn á Akureyri hafa þegar keypt MIKROMARC og hugsum við okkur gott til glóðarinnar með samstarf á sviði tölvumáia. Samstarf er rnikið á milli safnanna á Ak- ureyri, ekki síst framhaldsskólanna, og einnig höfum við reynt að taka þátt í samstarfi framhaldsskólanna á suð- vesturhorni landsins. Þrátt fyrir ungt safn hefur uppbygging gengið vel og er það ekki síst að þakka góðurn vilja stjórnenda og kennara skólans. Það er því ekki ástæða til annars en að líta björt- urn augum til framtíðar. SUMMARY The library of the Technical School in Akureyri As an introduction the report briefly describes the function and composition of this recently founded school. The organization of library services has started only in 1987 and culminated in moving to newly built premises two years later. There has been a rapid increase in titles and subscriptions followed by quick technological advances such as the purchase of CD-ROM drive and the pending adoption of MIKROMARC cataloguing software. Such improvements support the current and long-term objective of regional and even national cooperation. I safninu eru sæti fyrir 50 nemendur og voru lesborðin smíðuð af trésmiðanemum skólans. BÓKASAFNIÐ 41

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.