Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 42
Bókarýni JLykill m RIT UM BÓKFRÆÐI íslensk frímerkjasöfnun og póstsaga Heimildaskrá Icelandic Philately and Postal History: A Bibliography RANNVEIG GÍSLADÓTTIR tók sarnan HÁSKÓLAÚTGÁFAN 1990 íslensk frímerkjasöfnun og póstsaga : heimildaskrá / Rannveig Gísladóttir tók saman. — [Reykjavík] : Há- skólaútgáfan, 1990. — xiv, 113 s. A árinu 1990 hóf Rannsóknastöð í bókasafna- og upp- lýsingamálum við Félagsvísindadeild Háskóla Islands út- gáfu á ritröð sem hlaut heitið Lykill : rit um bóltfræði. Rannsóknastöð þessi er undir stjórn kennara í bókasafns- fræði. Fyrsta rit raðarinnar, sem reyndar er númer 2, kom út síðastliðið vor og númer 1 er einnig komið þegar þetta er skrifað. Ritraðartitillinn er fremur vel til fundinn, enda hefur líklegast verið hugsað af hálfu útgefenda að ritröðin yrði skráð sem tímarit og yrði því öll undanþegin sölu- skatti, sem ekki var á tímaritum en á bókum. Sem betur fer er málum nú svo komið að bæði bækur og tímarit eru undanþegin virðisaukaskatti. Það verður að teljast verulegt fagnaðarefni að hafin skuli útgáfa á ritröð sem hefur að markmiði að gefa ein- ungis út rit í bókfræði. Of lítið hefur nú undanfarin ár farið fyrir útgefnum ritum í þeirri grein, en ekki er það af því að þörfin hafi farið minnkandi, heldur er augljóst að hún hefur farið og mun fara ört vaxandi. Utgáfa íslenskra rita og rita um efni tengd íslenskum efnum hefur stórauk- ist á síðustu áratugum sem hefur gert það að verkum að sífellt verður erfiðara að hafa yfirsýn yfir rit um tiltekið efni. Margir hafa haft þá aðferð að reyna að muna sjálfir eftir því helsta, sem skrifað hefur verið á þeirra sviði, en það er nú orðið illmögulegt, enda sést víða að menn vita ekki um ritsmíðar sem nauðsynlegt er að nota við rann- sóknir. I 2. gr. laga nr. 38/1969 um Landsbókasafn Islands er fjallað um hlutverk þess og í 3. tölulið greinarinnar segir, að það skuli „annast rannsóknir í íslenzkri bókfræði“. Grein þessi var tekin óbreytt úr fyrri lögum nr. 44/1949. Ekki er hér staður til að athuga hvernig Landsbókasafn íslands hefur sinnt þessu hlutverki en það er þó víst að útgáfa rita um bókfræði á vegum Landsbókasafns hefur farið minnkandi síðan lög um það voru síðast endurskoð- uð. Því til sönnunar skal nefna að í kveri mínu, Islenskri bókfræði, eru 14 færslur úr Árbók Landsbókasafnsins til 1974 en aðeins þrjár í nýja flokknum og engin þeirra er frumunnin fyrir það rit. Af þessu er augljóst að áhugi þar hefur farið minnkandi á útgáfu bókfræðirita á síðustu áratugum. I surnunr tilvikum er þörfin á bókfræðiritum orðin mjög brýn, t.d. skráin til 1844 og nýtt bindi af handritaskrá. Það verður að telja mjög sorglegt hve lítið samband hefur verið milli Landsbókasafns og kennslu í bókasafnsfræði; fræðunum er slíkt ekki til eflingar. Vart hefði verið óeðlilegt að ritröð sem þessi hefði verið gefin út í samvinnu þessara stofnana. Nú er kominn tími til að ræða eitthvað urn þetta rit. Eins og titillinn segir er svið ritsins ritaskrá um frímerkja- söfnun og póstsögu. Þessar greinar eru eðli sínu sam- kvæmt mjög skyldar en eðlilegt hefði verið að þarna kæmi einnig skrá um ritsmíðar tengdar símanum. Hann er svo nátengdur póstþjónustunni að rit um símamál hefðu átt að fylgja með. Ekki er þó rétt að sakast mjög um það; betra að fá vandaða skrá um takmarkaðra efni en mjög gloppótta skrá um víðara efni. Um innihald og efnisafmörkun ritsins segir svo í for- mála: „Hér eru skráðar allar tilskipanir, fyrirmæli, reglu- gerðir og lög sem snerta póstsöguna hér á landi frá upp- hafi, greinar sem birst hafa í blöðum og tímaritum og síðast en ekki síst öll þau sérprent sem póststjórnin hefur gefið út og náðst hefur til.“ Af þessu geta menn séð að efnisafmörkun er fremur víð. Hér eru t.d. skráð öll lög og reglugerðir um póstmál frá upphafi um 1774 til dagsins í dag. Fjöldi færslna er því úr ritum eins og Lovsamling for Island, Tíðindum um stjórnarmálefni Islands og Stjórnar- tíðindum og væri tafsamt að finna margar án þessarar hjálpar. Það er ekki markmið rits af þessu tagi að taka með óprentað efni en gagnlegt væri og skaðlaust að benda á að slíkt er til í skjala- og handritasöfnum og vill of oft gleym- ast. Verði síðan farið að skrifa sagnfræðileg rit samkvæmt bókfræðiritum sem þessum er oft sleppt algjörlega því sem ekki er prentað og myndin verður skökk vegna þess að mikilvæg heimildagögn eru ekki notuð. Uppsetning ritsins er með þeim hætti að skráin skiptist í tvo meginhluta; fyrri hluti fjallar um frímerkjasögu en seinni um póstsögu. Sú aðferð er viðhöfð að efnisorð eru notuð og þeim raðað í stafrófsröð innan hvors flokks. Færslum er síðan raðað í stafrófsröð undir hverju ein- stöku efnisorði og eru efnisorðin tölusett í áframhaldandi röð, alls 55. Innan hvers efnisorðs eru færslurnar síðan í áframhaldandi töluröð. Fyrsta færsla í fyrsta efnisorði er því 1.1 en síðasta færsla innan þess efnisorðs er 1.37. Fyrsta færsla undir síðasta efnisorði er þar af leiðandi 55.1. Þetta er glögg og gott til tilvísunar. Við hverja færslu er efnisorð prentað með upphafsstöfum og er algengt að sama ritið fái fleiri en eitt efnisorð. Þegar svo er, þá er full skráning sömu færslu undir öllum efnisorðunum. Þetta lengir ritið að mun þar sem margar færslur eru tví- eða margtaldar en endurtekningin gerir ritið gleggra og þægilegra í notkun heldur en millitilvísun í númer. 42 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.