Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 43

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 43
Þessi uppsetning gerir mjög auðvelt að fá yfirlit um einstaka þætti og efnissvið og er notadrýgri flestum not- endum en að hafa alla skrána í einni stafrófsröð og flokk- aða skrá aftan við með tilvísunum í aðalskrá. Glöggt efnisyfirlit er um öll efnisorðin og er einnig þýtt á ensku og er til fyrirmyndar en efnisyfirlit skortir þó í ótrúlega mörgum ritum af þessu tagi. Eg tel þó að ekki hefði skaðað að láta tölusetningu efnisorðanna fylgja með í efnisyfirlitinu. Aftast er nafnaskrá, sem vitanlega vitnar í númer, en er styttri en við mætti búast þar sem titilskráð rit eru þar ekki og einstakir menn eru mjög afkastamiklir. Verður að telja að vel sé vandað til gerðar ritsins en það segir ekki til um hvort rnikið vantar sem ætti að vera. Ég hef rekist á tvo ritdóma um þetta rit eftir frímerkjasafnara sem telja bókina hina gagnlegustu fyrir þá. Annar segir bókina betri en hann þorði að vona og vill að söfnun verði haldið áfram en á þar aðallega við efni úr dagblöðum sem erfitt er að henda reiður á. Safnararnir segja ekkert um póstsöguhlutann og þar hef ég ekki leitað að neinu sem ætti hér að vera og get því ekki dæmt um fullkomnunina. Eina villu fremur torskýrða rakst ég á. Helgi Valtýsson er ranglega sagður Vigfússon og endurprentun á riti hans, Söguþættir landpóstanna, vantar. Rit þetta er unnið á tölvu og vonandi fer það, ásamt öðrum í sömu röð, inn í gagnasafn þar sem hægt ýrði að bæta við, leita með tölvum og gefa út endurbættar útgáfur í því formi sem henta þætti á hverjum tíma. Þetta er myndarlegt upphaf á slíkri starfsemi. Þörfina og verkefnin skortir ekki. Einar G. Pétursson Athugasemd frá ritnefnd: Heimildaskrá Rannveigar fékk silfurverðlaun í flokki prentverka á frímerkjasýningu í Noregi á síðasta ári. Upplýsingar eru auðlind: greinar um upplýsingastarf- semi í þágu vísinda og mennta. — Reykjavík : Sam- starfsnefnd um upplýsingamál, 1990. — 302 s. Útgáfa þessa rits um upplýsingamál er lofsvert framtak sem ber að þakka. Fjallað er á breiðum grunni um mál- efnið og geta allir sem tengjast öflun og dreifingu upplýs- inga á einhvern hátt fundið eitthvað við sitt hæfi. Bláa bókin, eins og ritið hefur stundum verið kallað, var gefin út í vasabroti og er verðið m.a. þess vegna mjög viðráðan- legt. Jafnframt er bókin mátulega stór til þess að hún sé handhæg og þægileg að grípa til og fletta í. Efnisyfirlit og efnisskipan er mjög skýrt og gott. Greinunum, sem eru 24, er raðað skipulega eftir efni og þeim er skipt upp í marga númeraða kafla og undirkafla þannig að þægilegt er að átta sig á efni þeirra og finna upplýsingar. Letur er of smátt, það hefði þurft að vera u.þ.b. 2 punktum stærra. Of miklu plássi er eytt í að skipta ritinu í aðalkafla og í heiti greina og kafla. T.d. gæti maður haldið. eftir efnisyfirliti að greinin Birting efnis í hugvísmdum eftir Þórð Kristinsson sé sex blaðsíður (153-158). Hún er hins vegar rúmlega ein og hálf síða. Ef ætlunin var að spara trjágróður jarðar með smáu letri er þetta hrein sóun á sömu auðlindum og lýtir auk þess ritið að mínu mati. UPPLÝSINGAR ERU AUÐLIND Grelnar um upplýsingastarfsemi í þágu vísinda og mennta Reykjavík SAMSTARFSNEFND UM UPPLÝSINGAMÁL 1990 Fljótt á litið virðist manni að sumar greinarnar komi okkur bókasafnsfræðingum lítið við en sú er ekki raunin. Allar eiga þær fullt erindi til okkar. Auðvitað eru þær misjafnar að lengd og gæðum en fróðleik miðla þær allar. Til þess að ritið gefi heildstæða mynd af upplýsingamál- um finnst mér hins vegar vanta eina eða tvær greinar eftir fólk sem vinnur við upplýsingaþjónustu. Hvaða hjálpar- gögn eru nauðsynlegust, á hvaða sviði stöndum við vel að vígi, hvar er helst úrbóta þörf o.s.frv. Heimildalistar eru birtir aftan við sumar greinarnar. Uppsetning á þessum listum er ekki samræmd. Sumir eru t.d. númeraðir, aðrir ekki og margir ekki einu sinni í stafrófsröð. Þetta er mjög til lýta og ætti ekki að sjást í riti sem fjallar um upplýsingar. Svipaður galli er í höfundatal- inu aftast í bókinni. Upplýsingar um höfundana eru ekki samræmdar og allsendis ófullnægjandi um marga. I hvaða fögum luku t.d. Finnbogi Guðmundsson og Þorleifur Jónsson doktorsprófi? Að öðru leyti er lofsvert að gera grein fyrir höfundum og lykillinn að erlendu styttingun- um er mjög þarfur. Hann vantar hins vegar einnig þá fágun sem ritið í heild sinni skortir. Ekki kemur fram hvaða faglegar kröfur voru gerðar til höfunda. Var fólk á sama fagsviði fengið til að lesa yfir greinarnar? Svar við því hefði átt að koma fram í formála eða í hverri grein svo sem venja er í vísindaritum. Sam- starfsnefndarmenn eru að vísu víðfróðir um málin enda höfundar að mörgum greinanna. Yfirlestur þeirra á því að tryggja að rétt sé með farið. Að öðru leyti vísa ég til umsagnar Sólveigar Þorsteinsdóttur um grein Eiríks Ein- arssonar hér í blaðinu. Þrátt fyrir framangreinda vaxtarverki er ritið gott og „upplýsingaunglingurinn“ okkar á vonandi eftir að verða virtur fræðari og gefa út mörg góð rit. Hann hefur alla burði til þess. Guðrún Pálsdóttir BÓKASAFNIÐ 43

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.