Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.03.1991, Blaðsíða 47
Andrea Jóhannsdóttir bókasafnsfræðingur, Háskólabókasafni Bókavarðafélag íslands 30 ára Bókavarðafélag íslands varð 30 ára þann 4. des. s.l. Afmælisins var minnst á ýmsan hátt. Hátíðarsýning var á leikriti Hrafnhildar Guðmundsdóttur Hagalín „Eg er meistarinn" í Borgarleikhúsinu að kvöldi afmælisdags- ins. Viðstödd voru m.a. forseti Islands Vigdís Finnboga- dóttir, móðir höfundar Sigríður Hagalín, formaður Norsk bibliotekforening Trond Minken, bókafulltrúi ríkisins Þóra Oskarsdóttir og svo u.þ.b. 160 félagar Bóka- varðafélagsins. Þótti sýningin heppnast mjög vel og kvöldið allt vera hið ánægjulegasta. I samvinnu við bókaútgefendur var gengist fyrir upp- lestri úr nýjum bókum í Þjóðarbókhlöðunni þann 1. des- ember. Kynntar voru 26 bækur. Margir lögðu leið sína í Bókhlöðuna og hlýddu á upplestur og fengu sér kaffibolla en nemar í bókasafnsfræði sáu um sölu veitinga. Bóka- merki var gefið út í samvinnu við Pennann og því dreift í flest bókasöfn landsins. Enn mun vera til eitthvað af merkinu og er hægt að fá meira af því hjá Þjónustumið- stöð bókasafna. Barmhnappur var einnig búinn til og dreift til félagsmanna og fleiri. Ríkisútvarpið var með ýmsa þætti um bókasöfn í afmælisvikunni. BÓKASAFNIÐ 47

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.