Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 49
Sheffield University — MA, MSc Upplýsingafræði, upplýsingastjórnun Strathclyde University — Diploma, MSc University College Wales Aberystwyth — Diploma, MLib, MA, MSc, MPhiI, PhD Við skólann er ýmist hægt að velja ákveðna námslínu eða taka námskeið eftir áhugasviði hvers og eins. Námslínurnar eru fimm; hönnun og mat á upplýsinga- kerfum, rekstur læknisfræðibókasafna, skólasafns- fræði, tölvunotkun í bókasöfnum og upplýsingamið- stöðvum og barna- og unglingabókasöfn. Námskeiðin sem hægt er að velja um eru af ýmsu tagi, t.d. beinlínu- leitir, starfsmannastjórnun, tölvuvæðing bókasafna og skipulag bókasafnsbygginga. í þessari grein hafa verið nefndir helstu skólar sem bjóða upp á framhaldsnám í bókasafns- og upplýsinga- fræði. Ekki er mögulegt að hafa ítarlega lýsingu á hverjum skóla fyrir sig og hvetja greinarhöfundar því áhugasama bókasafnsfræðinga að hafa samband við Upplýsingastofu um nám erlendis til að fá frekari upplýsingar um skólana. Sími skrifstofunnar er 91-694586 og er opið sem hér segir; á mánudögum kl. 10-12 og 13-17, þriðjudaga er lokað, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga er opið kl. 10-12 og 13-15. SUMMARY Masters-level studies in library and information science abroad As the number of those who hold a BA degree in library and information science in Iceland has now reached about 200 there is an increasing interest for continuing masters-level education available in the neighbouring countries. The article considers various schools and universities in Scandinavia, the U.K. and North America and gives a short description of library education for advanced degrees. The descriptions include admission requirements, types of degrees, study periods and profiles, course structures, thesis requirements and in the case of the Nordic countries even mailing addresses are attached. The United States and United Kingdom receive added emphasis in the form of more detailed information. There is a list of ALA accredited schools in the U.S. and Canada and also a list of library and in- formation science programmes at British universities. Andrea Jóhannsdóttir kerfisbókavörður, Háskólabókasafni Framhaldsnám í upplýsinga- og tölvu- fræðum við Statens biblíotek- og informasjonshögskole í Osló 1985-1987 / g hef verið beðin að lýsa framhaldsnámi í upplýs- inga- og tölvufræðum við Bókavarða- og upplýs- ingaháskólann í Osló en þessu námi lauk ég sumarið 1987. Þarna er um að ræða tveggja ára framhaldsnám til viðbótar þriggja ára grunnnámi skólans. Til að komast inn í þetta nám þurfti að velja eins mikið og skólinn bauð upp á í námsgreinunum aðferðafræði, stærðfræði og forritun. Annar kostur var undirbúningsnámskeið sem svaraði einnar annar námi og var í boði fyrir mig og aðra sem höfðum „gömul“ próf. Þessi undirbúningsnámskeið heyra nú sögunni til, markaðurinn fyrir þau er mettaður að áliti skólans. Eg tók þetta undirbúningsnámskeið haustið 1983. Boðið var upp á inntöku í framhaldsnámið í fyrsta sinn um áramótin 1983-1984. Eg var í hópi númer tvö. Við byrjuðum í ágúst 1985 og vorum því í skólanum samtímis fyrsta hópnum haustið 1985. Nemendur í fyrsta hópnum útskrifuðust sem „Diplombibliotekarer“ um áramótin 1985-1986. Þetta jók kjark okkar mikið þ ví að eldri nem- arnir voru ósparir á að miðla af reynslu sinni. Við vorum sex í mínum hópi og höfðum aðstöðu eins og best verður á kosið. Við höfðum lykla að skólanum og fasta vinnuað- stöðu og gengum þar út og inn eins og okkur hentaði. Kennsla fór fram í fyrirlestraformi, hópvinnu, samvinnu- verkefnum og einstaklingsverkefnum. Einnig skiluðum við sem svaraði ársfjórðungsstarfi í BRODD en það er þróunardeild skólans sem tekur að sér ýmis verkefni fyrir stofnanir, fyrirtæki og hið opinbera sem þarfnast aðstoðar á sviði upplýsinga- og skipulagsmála. Náminu var skipt upp í eftirfarandi svið: aðferðafrœði (stærðfræði, verkefnisstjórnun, málvísindi, rannsókna- tækni), forritun (Pascal forritunarmálið), gagnagrunns- frœði, upplýsingaleitir (fræðileg umfjöllun um aðferðir við efnisleitir eftir flokkunarkerfum eða efnisorðum og nýt- ing tölvunnar til þess, svo sem með útreikningum á ná- lægð orða í streng, möguleikum gervigreindar o.fl.), upp- lýsingar og samfélag (upplýsingafræði, upplýsingahag- fræði, upplýsingastjórnun, upplýsingapólitík) og loka- verkefni (diplomverkefni). Eins og fyrr er nefnt var mjög vel búið að okkur hvað snerti námsaðstöðu. Þau vandræði sem sumir kynnast í námi við að ná sambandi við kennara sína voru með öllu óþekkt hjá okkur, frekar að okkur þætti nóg um á stund- um hvað þeir fylgdust vel með okkur. Verkefnin sem við unnum að hjá BRODD voru auðvitað misjöfn og að okkar mati misáhugaverð. Ég vann aðallega við tvö verk- efni, annars vegar sem ritari nefndar sem var að endur- skoða NORMARC sniðið fyrir einefnisrit og hins vegar við að teikna skjámyndir og tengja við forrit sem verið var að hanna fyrir Bókafulltrúaembættið. Forrit þetta átti að halda utan um ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um al- mennings- og skólasöfn. Ein skólasystir mín vann mikið við IANI verkefnið sem var að hluta til unnið fyrir NORDINFO í BRODD og ýmsir kannast við. Einnig 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.