Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 22

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 22
Þorbjörg Karlsdóttir Almenningsbókasöfn og forskólabörn Það er mikilvægt að lítil börn, löngu áður en þau geta lesið, fái bækur til þess að skoða. Barn þarfnast öryggis í uppvexti og hvað er öruggara en að sitja í fangi einhvers og láta lesa fyrir sig. Áhuginn á að lesa er ekki sjálfsagður, það verður að vekja þennan áhuga og örva. Því er nauðsynlegt að bækur séu hluti af umhverfi barna og lestur þáttur í upp- eldi þeirra. Börn og bókasöfn í könnun sem Sigríður Þ. Valgeirsdóttir gerði á læsi ís- lenskra 9 og 14 ára barna, 1991, kom fram marktækur munur á læsi þeirra sem ekki fá bækur að láni á bókasöfn- um, og þeirra sem reglulega fá lánaðar bækur. Standa þau síðarnefndu sig mun betur. Því má segja að bókasöfn gegni mikilvægu hlutverki í lestraruppeldi barna, og ætti að vinna að því af miklum krafti að laða unga notendur að söfnun- um. A bókasöfnum geta börn verið á eigin forsendum. Mis- munurinn á milli bókasafna annars vegar og leikskóla og skóla hins vegar er sá, að á bókasöfnum er börnunum hvor- ki stjórnað né þau vegin og metin. Þar á að vera tekið tillit til óska þeirra og þarfa. Engin skiptir sér af bókvali þeirra, en þau geta fengið þá hjálp sem þau óska eftir. Bókavörð- unum er alveg sama hvort þau eru dugleg í skólanum og lé- leg í íþróttum eða öfugt. Og hvort þau séu einfarar eða félagslynd. Barnabókaverðir A flestum bókasöfnum hérlendis er reynt að búa vel að barnadeildum þó að ekki séu sérmenntaðir barnabókaverð- ir starfandi svo sem víða erlendis. Egon Pedersen, danskur yfir- bókavörður, gaf heldur nöturlega mynd af barnabókavörðum á ráð- stefnu sem haldin var á þeirra veg- um í Danmörku fyrir nokkru. Hann sagði þá vera með minni- máttarkennd, einangraða á eigin deildum, umgangist helst fólk af eigin sauðahúsi og megi ekki vamm sitt vita. Hann sagði að þeir tækju ekki þátt í stjórnun safnsins, gengi illa að leysa deilur, og skilja ekki nauðsyn þess að starfsfólkið sé mis- munandi. En þetta var sagt til þess að hrista upp í ráðstefnugestum og á sjálfsagt við um fleiri starfstéttir. í dönskum fagblöðum þar sem auglýst er eftir barnabókavörðum eru gerðar miklar hæfniskröfur. Hann þarf að vera góður menning- armiðill, hafa dlfinningu fyrir þörf- um notenda, útvega nýja tengiliði, Sögustund í Gerðubergi. hafa yfirsýn yfir það sem er á döfinni, og aðlaga sig hinni hröðu þróun í samfélaginu. Hlutverk hans er ekki aðeins að miðla upplýsingum og tileinka sér nýjustu upplýsinga- tækni, það er jafn mikilvægt að hann geti sniðið sína eigin starfsemi að menningarlegum þörfum samfélagsins og hin- um nýju menningarafurðum. Börn á forskólaaldri Börn á forskólaaldri koma yfirleitt ekki ein á bókasafn- ið. Þau eru háð vilja annarra, þ.e. fullorðinna, um ferðir á safnið. Þeir fullorðnu geta verið foreldrar, nánustu ættingj- ar eða að þau komi í fylgd með starfsfólki leikskóla. I dag eru flest börn á forskólaaldri í leikskólum. Með því að fá leikskólakennara á söfnin með barnahópana er hægt að ná til næstum allra barna og gera þau að bókasafnsnotendum. Þessi börn eru notendur framtíðarinnar. Bókasöfnin eiga að hvetja leikskólakennara til þess að koma í heimsóknir reglulega. Þessar heimsóknir verða að vera ánægjulegar fyr- ir alla aðila, bæði starfsfólk og börn. I hugum barnanna ættu að sitja eftir ljúfar minningar um bókasafnið eins og eftir velheppnaðar heimsóknir í leikhús, þannig að upp vaxi kynslóð þar sem bókasafnið verður sjálfsagður og ómissandi liður í daglegu lífi. Aður en ég fór að starfa á aðalsafni Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti starfaði ég í mörg ár sem leikskólakenn- ari, hér heima og í Danmörku. I Danmörku voru heim- sóknir á bókasafnið fastur liður í starfsemi leikskólans og saknaði ég þessarra ferða í starfsemi leikskólans míns hér heima. Astæðurnar fyrir því að ég notaði ekki bókasöfnin, voru tímaskortur og hversu langt var á næsta safn. Eflaust Myndir: Súsanna Flygenring. 22 Bókasafhið 20. árg. 1996

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.