Bókasafnið - 01.06.1996, Page 66
Mynd 1
Mynd 3
Aðföng í Gegni 1995
Skipti
haldið eftir deildum Háskóla Island árið 1995, og má sjá að
tæplega helmingur kostnaðar við tímaritin er vegna Raun-
vísindadeildar enda áskriftir dýrar í raungreinum.
Útlán
Utlánaþátturinn var tekinn í notkun árið 1992. Allar
upplýsingar um lánþega tilheyra útlánaþættinum. Fyrir
utan Landsbókasafnið notar Bókasafn Kennaraháskólans
útlánaþáttinn en Bókasafn Háskólans á Akureyri byrjaði að
nota útlánaþátt Gegnis í apríl 1996. Mynd 5 sýnir útlán
og endurnýjanir lána í Gegni árið 1995 í Landsbókasafni
og Bókasafni Kennaraháskólans og má sjá að útlán fylgja
skólaárinu. Tafla 5 sýnir fjölda útlána eftir aðildarsöfnum.
Hægt er að skilgreina mismunandi lánþegategundir í
Gegni. Lánstími, ýmsar kvaðir og skyldur eru breytilegar
eftir lánþegategund. Bókasafn Kennaraháskólans er með 12
Mynd 4
Útlán og endurnýjanir í Gegni 1995 Dl^n
■ Ehdurnýjanir
14000
12000
10000
8000
6000
4000
2000
0
á já 2? 'c: 'ro 't=
03 d) CO Q. C '3
- E 03 *= —
Q.
d)
Tafla 5: Útlán í Gegni eftir söfnum 1995
Safn Útlán Endurnýjanir
Landsbókasafn íslands 71.826 40.206
Landsbókasafn, Þjóðdeild (lán á lessal) 8.271 8
Bókasafn Kennaraháskóla íslands 24.374 14.124
Alls: 104.471 54.338
Tafla 6:
Fjöldi lánþega eftir lánþegategundum í janúar 1996
Kennaraháskóli íslands 1.594
Landsbókasafn - almennir lánþegar 4.678
Landsbókasafn - stúdentar í Háskóla íslands 5.421
Landsbókasafn - starfsmenn Háskóla íslands 1.886
Landsbókasafn - önnur söfn 216
AIls: 13.795
mismunandi lánþegategundir en Landsbókasafn er aðeins
með 4. Tafla 6 sýnir fjölda lánþega eftir tegundum.
Athyglisvert er að skoða aukningu á útlánum og endur-
nýjunum. Mynd 6 sýnir útlán og endurnýjanir í Gegni,
þ.e. í Landsbókasafni og Bókasafni Kennaraháskólans eftir
árum og sjá má að aukningin þeirra er stöðug.
Millisafnalán
Millisafnalánaþátturinn var tekinn í notkun vorið 1994.
Hann nýtir sér alla þætti kerfisins: útlán, skráningu, aðföng
66 Bókasafnið 20. árg. 1996