Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 15

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 15
Dögg Hringsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir og Sigrún Hauksdóttir Landskerfi bókasafna - Um val á sameiginlegu tölvukerfifyrir íslensk bókasöfn Imars 1998 setti menntamálaráðherra á laggimar nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um val á bókasafnskeríi sem hentað gæti fyrir öll bókasöfn í landinu þ.m.t. Landsbókasafn íslands, almenningsbókasöfn, skólasöfn og rannsóknarbóka- söfn. Hlutverk nefndarinn- ar er að velja eitt bóka- safnskerfi sem þjónað get- ur öllum landsmönnum eða eins og segir í erindis- bréfinu þá er nefndinni ætlað að hafa að leiðar- ljósi að öll bókasöfn í landinu geti orðið sam- tengd og að gagnagrunnar þeirra líti út sem ein heild frá sjónarhóli notenda. Auk þeirra markmiða sem menntamálaráðherra setti nefndinni hafði hún að leiðarljósi að auka hag- ræðingu í rekstri bóka- safnanna. í fyrsta lagi varðandi beinan kostnað við kaup og rekstur bóka- safnskerfa. í öðru lagi er takmarkið að útrýma marg- faldri vinnu vegna skrán- ingar bæði bókfræði- færslna og notendaupp- lýsinga innan bókasafna- umhverfisins hérlendis og auka gæði og áreiðanleika upplýsinganna. Að lokum er markmiðið að auðvelda aðgang allra íslendinga að safnkosti hvers safns eða allra safna landsins sem heild. Nefndin er skipuð fulltrúum frá menntamála- ráðuneytinu, Landsbókasafni íslands - Háskólabóka- safni, Borgarbókasafni og Sambandi íslenskra sveit- arfélaga. Formaður og starfsmaður nefndarinnar koma frá ráðuneytinu. Pétur Ásgeirsson var skipaður for- maður en hann lét af störfum í júní 1999 og þá tók Handritas'krifarar. Smámynd frá 11. öld. Arnór Guðmundsson sæti hans. Þóra Óskarsdóttir er starfsmaður nefndarinnar. Fulltrúar Landsbókasafns voru Andrea Jóhannsdóttir og til vara Sigrún Hauks- dóttir. Andrea fór í starfsleyfi frá Landsbókasafninu í febrúar 1999 og þá tók Sigrún sæti hennar og Auður Gestsdóttir til vara. Full- trúar Borgarbókasafns eru Elísabet Halldórsdóttir og til vara Þóra Sigurbjörns- dóttir. Á vordögum 2000 var Dögg Hringsdóttir ráð- in kerfisbókavörður hjá Borgarbókasafni og tók hún þá sæti Þóru Sigur- bjömsdóttur. Fulltrúar Sam- bands íslenskra sveitar- félaga eru Marta Hildur Richter og Anna Sigríður Einarsdóttir til vara. Auk nefndamanna hafa fjölmargir aðrir lagt hönd á plóg. Má þar fyrstan nefna Pál Grétarsson verkefnis- stjóra hjá Ríkiskaupum sem hafði veg og vanda af útboðsferlinu og úrvinnslu tilboða ásamt nefndinni. Bjarni Júlíusson og Magnús Atli Guðmundsson voru tæknilegir ráðgjafar, Sig- bergur Friðriksson sérfræð- ingur á Landsbókasafni að- stoðaði við skráningar- og samskrárþætti, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir verkefnisstjóri á Borgarbókasafni við leitarþátt, Sjöfn Kristjánsdóttir handritasérfræðingur á Landsbókasafni við sérhæfð atriði handrita, Þórdís Þórisdóttir stjómarráðsfulltrúi í menntamálaráðuneyti vann að frágangi útboðsgagna. Auk þeirra sem hér hafa verið upptaldir hafa fjölmargir bókasafnsfræðingar Borgarbókasafns og Landsbókasafns auk fulltrúa í rýnihópum frá enn fleiri söfnum lagt fram ómælda vinnu við þarfagreiningu og val á bókasafnskerfinu. BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.