Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2007, Blaðsíða 62

Bókasafnið - 01.01.2007, Blaðsíða 62
Unnur Rannveig Stefánsdóttir Skipulagsheildir í fjármála- starfsemi; vísbendingar um þekkingarstjórnun Inngangur Þekkingarstjórnun er umdeilt viðfangsefni sökum þess hversu huglægt það er og hversu margar fræði- greinar koma að því. Pekkingarstjórnun byggist á gögnum, upplýsingum, þekkingu og hæfileika ein- staklinga til að koma á farvegi innan skipulagsheilda sem leiða til þekkingarsköpunar. I þekkingarstjórnun eru tvenns konar sjónarmið um þekkingu sem verð- mæti innan skipulagsheilda. Það er annars vegar reso- urce-based view of the firm eða auðlindasjónarmiðið. Hins vegar er það knowledge-based view of the firm eða þekkingarsjónarmiðið. Auðlindasjónarmiðið gengur út frá því að auðlindirnar séu framlag til fram- leiðsluferilsins. Auðlindir eru til dæmis fjármagn, hæfileikar einstakra starfsmanna, einkaleyfi, vöru- heiti, tæki og svo framvegis. Þekkingarsjónarmiðið byggist á því að þekking sé aðalauðlind skipulags- heilda og tæki til stefnumörkunar og aðgerðaáætlana. Þekkingarsjónarmiðið sameinar áhugann á því sem veldur óvissu og upplýsingum. Allur lærdómur á sér stað hjá einstaklingunum.1 Allt frá dögum Platós og Aristótelesar hafa heim- spekingar og fræðimenn reynt að skilgreina þekkingu. I dag eru margar skipulagsheildir skilgreindar sem þekkingarfyrirtæki, þar á meðal skipulagsheildir í fjármálastarfsemi. Skipulagsheildir í fjármálastarfsemi byggja starfsemi sína að miklu leyti á gögnum, upplýs- ingum og þekkingu. Hlutverk starfsfólks í skipulags- heildum í fjármálastarfsemi er því mikilvægt. En hvaða upplýsingar eru notaðar í skipulagsheildum í fjármálastarfsemi og hvernig þær eru metnar? Hvað er þekking í huga starfsfólks skipulagsheilda í fjármála- starfsemi? Eru vísbendingar um að þekkingarsköpun fari fram í skipulagsheildum í fjármálastarfsemi? I þessari grein verður meðal annars leitað svara við þessum spurningum, en hún byggir á MLIS ritgerð minn Visbendingar um þekkingarstjórnun í skipulags- heildum í'fjármálastarfsemi á íslandi, í Bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands, undir leiðsögn dr. Jóhönnu Gunnlaugsdóttir. 1 Grant (1996), bls.UO - 112 Þekkingarstjórnun kenningar og líkön Á undanförnum árum hefur þekkingarstjórnun notið mikillar hylli og margar kenningar og líkön sett fram í því skyni að tryggja henni sess. Árið 2005 gaf til að mynda Breska staðlaráðið út leiðbeiningar um bestu venjur í þekkingarstjórnun og er einn af höfundunum Angela Abell breskur bókasafns- og upplýsingafræð- ingur. Innan þekkingarstjórnunar eru nokkrar kenn- ingar og líkön álitin undirstaða fræðanna eins og t.d. SECI líkan Nonaka og Takeuchi, Boðorðin fimm eftir Peter Senge og skilgreiningar Michael Polanyi á leyndri og ljósri þekkingu. Flestar kenningar, líkön og hugmyndir manna um þekkingarstjórnun eiga það sameiginlegt að vera byggðar á skrifum og rann- sóknum fræði- og vísindamanna sem uppi voru á fyrri hluta 20.aldar. Má þar nefna B. F. Skinner, E. R. Hilgard, G. Byle og fleiri. Á þeim tíma var mikil gróska í rannsóknum og kenningasmíð. Raunhyggjan hafnaði flestu sem ekki var hægt að sanna með vís- indalegum tilraunum og það sem var huglægt var álitið óáreiðanlegt af því að það var ekki hægt að sanna það. Skrif Michaels Polanyis um leynda og ljósa þekkingu eru frá þessum tíma, en tilgangur hans með skrifunum var sá að sætta hið hlutlausa og hið huglæga. Hann vildi sýna fram á að hvorugt gæti lifað án hins og að leynd og ljós þekking styddu við hvor aðra. Þekkingarstjórnun tilheyrir ekki einni fræðigrein heldur mörgum og það útskýrir að mörgu leyti mismunandi sjónarhorn og skoðanir. Það er þó mikilvægt að átta sig á því að þegar allt kemur til alls er það fólk sem býr til þekkingu og fólk sem deilir henni, burt séð frá öllum kenningum og líkönum. Gögn-upplýsingar-þekking Davenport og Prusak eru þeir fræðimenn sem mest er vitnað í þegar gögn, upplýsingar og þekking eru skilgreind í þekkingarstjórnun. Að þeirra mati eru gögn hlutlausar staðreyndir sem einar og sér segja ekkert, gögn geti verið talnarunur eða samsettar raðir aðgerða. Þeir Davenport og Prusak telja að upp- lýsingum sé ætlað að hafa áhrif á og upplýsa þann sem tekur við þeim. Upplýsingar hafi ætíð sendanda 62 BÓKASAFNIÐ 31. ÁRG. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.