Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Blaðsíða 5

Ársrit Heilsuhælisfélagsins - 01.03.1913, Blaðsíða 5
Um Heilsuhælisfélagið. (Alþingisræða landlæknis við 2. umræðu fjárlaganna í efri deild 1913). Ég er þakklátur háttvirtri fjárlaganefnd fyrir það, að hún tók til greina tilmæli mín við hana um að hækka styrkinn til að koma upp sjúkraskýlum á föstum lækna- setrum (12. gr. 10 b) og utanfararstyrk héraðslækna (12. gr. 10 f). Hinsvegar verð ég að segja, að ég er háttv. nefnd ekki þakklátur fyrir breytingartillögu hennar um styrkinn til Heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Mér kom breytingartillaga þessi nokkuð á óvart. Mér hafði satt að segja aldrei dottið í hug, að háttv. nefnd mundi breyta þar til, allra síst, að hún mundi færa niður styrkinn til Hælisins án þess að hafa tal af mér. Ég á- saka háttv. nefnd þó ekki þunglega fyrir þetta, því að hún hefir þær málsbætur, sem við allir þekkjum, að hún heíir átt fjarska annríkt. En ég get ekki látið ummœli hennar í nefndarálitinu með öllu óumtöluð. I orðum hennar liggja nefnil. allþungar ásakanir á stjórn Heilsuhælisfélagsins. Ég get að visu látið mér á sama standa um það, sem að mér er beint af ámælunum, en verð, hvað sem mér sjálfum líður, að taka málstað þeirra annara manna, sem mest eiga hlut að máli, en það eru þeir Klemens Jónsson landritari, sem er formað- ur félagsins, og gjaldkeri þess, bankastjóri Sighvatur Bjarnason.

x

Ársrit Heilsuhælisfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Heilsuhælisfélagsins
https://timarit.is/publication/248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.