Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 17

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 17
Heimur og geiniur 17 þokumyndana hlýtur að vera afarþunt, og ljósmyndir hafa sumstaðar sýnt dauflýsandi þokublæjur, sem ná yfir heil stjörnumerki á himninum; hefur því sumum dottið í hug, að hjer sæist hinn fyrsti samdráttur og þyknun alheims- efnisins, sem væri undirstaða alls annars efnis, en þetta er nú reyndar að eins hugarburður, sem eigi er hægt að færa neina sönnun á. Lögun og útlit þokustjarna er mjög margvíslegt og breytilegt, sumar eru reglulega hnöttóttar eða aflangar, aðrar hringlagaðar eða í hvirfingum og sveipum, sumar líkjast sundurtættum skýjaslæðum. f*ess verður og að geta, að útlit þoknanna er mjög mismunandi, eftir því, hvernig þær horfa við, eða hve stækkun sjónpípunnar er mikil, og sjaldan fæst áreiðanleg mynd þeirra nema á ljósmyndum, sem teknar hafa verið á löngum tíma. f*ær þokur, sem eru hnöttóttar eða sýnast kringlulagaðar, eru kallaðar plánetuþokur eða jarðþokur, af því þær í sjón- pípum líkjast plánetukringlum, þó eru sumar þeirra svo smáar og fjarlægar, að engin kringla sjest, en eðli þeirra hefur þá uppgötvast með litsjánum. Jarðþokur þessar eru töluvert algengar, sumar eru allskírar og randhvassar, aðr- ar eru daufari á röndum og trosnaðar, en þykkri og skír- ari í miðju, stundum er miðjan gljáandi og stundum situr þar fullgild stjarna, eins og kjarni innan í þykninu. Pað kemur líka fyrir, að 2 eða 3 stjörnur eru innan í slíkri jarðþoku, eða jafnvel heil stjörnuþyrping. Hringþokurnar eru mjög sjaldgæfar og einkennilegar og oft á takmörk- um við sveipþokur, hin frægasta þeirra er hringþokan í Hörpunni, nokkuð fyrir neðan Blástjörnuna. í sjónpípum virðist þoka þessi vera glöggur og reglulegur sporöskju- baugur með tómu rúmi í miðjunni, en ljósmyndavjelin hefur breytt skoðunum manna um þoku þessa, það hefur sýnt sig, að þokan er í raun rjettri hnöttótt og ekkert op í miðju, og þar er einmitt stór stjarna; efnið í miðjunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.