Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1921, Page 124
-4
Skúli hjeraðslæknir Thorarensen
Skúli hjeraðslæknir Thorarensen. Skúli læknir
Thorarensen á Móeiðarhvoli var mikilmenni, þó hann væri
ekki annað en hjeraðslæknir og bóndi, og þó hann væri ekki
önnur eins framkvæmdahetja og þeir afi hans og langafi,
Bjarni landlæknir Pálsson og Skúli landfógeti Magnússon, eða
annað eins andans stórmenni og Bjarni amtmaður bróðir
hans. En Skúli
læknir var samt
hjeraðshöfð-
ingi. Hann var
sá maður, sem
mjer hefur þótt
tilkomumestur
af flestum sem
jeg hef litið
augum. Hann
var stór vexti
og allra manna
höfðinglegastur
í sjón og fram-
komu, þó hann
gæti ekki heitið
smáfríður, sem
kallað er. Þá
spilti það ekki
álitinu að hann
var talinn besti
söngmaður á
Suðurlandi á
sinni tíð, eins
og föðurbróðir
hans sjera Frið-
rik Þórarins-
son var álitinn
norðanlands. Skúli læknir var því hrókur alls fagnaðar í sam-
kvæmum syðra.
Annálaður var Skúli fyrir hreysti; heyrði jeg til þess tek-
ið, hve oft hann hefði yfirstigið allar þrautir og farartálma á
lækningaferðum sínum. Fór út í ófær veður og vötn og
skildi einatt samferðamenn sína eftir, og tjáði þeim ekki að
letja hann að leggja út í ófærurnar. Sögu heyrði jeg um
það, að eitt sinn fylgdi Jóhann prófastur Briem Skúla eitthvað
á leið og varð fyrir þeim ófært vatnsfall, og gjörði sjera Jóhann
Skúli Thorarensen