Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 88
88
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
út öll. Jóni Sigurðssyni pótti eðlilega vænt um að
Björnson og Norðmenn gerðu atreið að Dönum, en nú
fanst honum hann gerast undarlega linur, og getur pess
í viðauka við brjef, er hann ritaði 9. júlí petta ár (1870)
Halldóri Kr. Friðrikssyni; getur hann þess til, að Hilmar
F i n s e n hafi skrifað honum til að fá honum snúið (Brjef
J. S. bls. 497, sbr. 487). Jón Finsen dómari, sonur
landshöfðingja Finsens, hefur sagt mjer, að faðir sinn
hafi fengið Björnson til að hætta við að birta ritgjörðina,
og þarf pví ekki að efast um, að hann hefur skrifað hon-
um um það. Hins vegar er mjög efasamt, hvort pað
hefur haft nokkur veruleg áhrif. Dað var tæplega nokkr-
um manni auðið að snúa Björnson í pólitisku máli, er
hann hafði tekið eitthvað í sig. Af brjefum hans, sem
komu út 1921, má sjá, að hann hefur ekki gleymt ís-
landi, pótt hann hætti um hríð að rita um pað í „Norsk
Folkeblad“. 15. febr. 1871 ritar hann frú Margrethe
Rode, dóttur Orla Lehmanns, og minnist par rækilega á
Slesvík og ísland; vítir hann dönsku stjórnina og Hafn-
arbúa fyrir pað, að peir taki ekkert tillit til íslands. Dann
dag, sem hann las ræður Lehmanns og Kriegers um ís-
landsmál, kveðst hann hafa ákveðið að koma par við
kaunin. Undir eins og friður sje saminn og málefni Sles-
víkur sje útkljáð, ætli hann að byrja aftur á íslands mál-
um, og pað efndi hann. Hann minnist hvað eftir annað
á málefni íslands í brjefum til Dana, sjerstaklega við
Sofus Högsbro, einn af foringjum vinstrimanna.
Hinn 28. október 1871 kom út ritstjórnargrein í
„Norsk Folkeblad" um ísland. Dar segir Björnson, að
hann hafi endað ritgjörðina um ísland, pegar pað leit út
fyrir að nýr ófriður byrjaði um Slesvík. „Vjer eggjuðum
aldrei norrænar pjóðir á að ráðast í ófriðinn, en vjer
vorum fastir á pví, að vjer ljetum eitt yfir oss ganga, ef
Danmörk áliti pað rjett að taka pátt í honum; Slesvík