Dagur - 26.11.1997, Side 3

Dagur - 26.11.1997, Side 3
nagtur^ V ÍKURBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 - 3 Sævar Hardarson við sporð ferlíkisins. Hvalabæriiin kaupir hval Hvalamiðstöðin á Húsavík hefur fest kaup á húrhval tH heiuiahrúks og í gær stóð tH að hefja hval- skurð í suðurfjöru. Fyrir allmörgum árum fóru vaskir Húsvíkingar til Gríms- eyjar og keyptu sér hvítabjörn sem eyjarskeggjar höfðu veg- ið. Mörgum þótti þessi höndl- an ekki gáfuleg þá. En Grfms- eyjarbjörnin þykir nú sann- kölluð konungsgersemi upp- stoppaður á Safnahúsinu á Húsavík og þeir sem stóðu að hingaðkomu hans þykja nú hafa sýnt dæmafáa framsýni í málinu. Og nú heyrast þær raddir að það sé hálfgert flónskuflan að æða til Steingrímsfjarðar og kaupa þar af bóndanum á Hróbergi nýskotinn búrhval, sem þar að auki er vanskapað- ur, og flytja til Húsavíkur. Gamli Grímseyjar-bjarnar tónninn skýtur sem sé aftur upp kollinum. En hver veit nema beina- grindin búrhvalsins eigi eftir að verða annar eins kjörgripur og Grímseyjarbjörninn og dragi ekki síður ferðamenn í bæinn þegar fram líða stundir. Og að einmitt þetta neðri- kjálkastutta afbrigði eigi eftir að þykja merkilegra en önnur heilsteyptari til munnsins. Við höfum það a.m.k. þar til ann- að kemur á daginn. Ljósmyndari Víkurblaðsins var á vappi við höfnina á mánudaginn þegar Moby Dick kom inn með hvalinn (Moby Grikk?) á síðunni um morguninn og sömuleiðis þeg- ar bæjarstarfsmenn drógu llykkið upp f suðurfjöru með stórvirkum vinnuvélum seinnipartinn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu. -JS Að boði heilbrigðisfulltrúa var hvalurinn dreginn út úr höfninni og suður fyrir bryggjuna. Moby Dick með „Moby Grikk" á síðunni i Húsavíkurhöfn. Arnar Sigurðsson og Gísli Arnar Guðmundsson kampakátir við komuna til Húsavíkur. Hefill og grafa stilltu saman strengi sína og drógu flykkið á land.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.