Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER - 227. TÖLUBLAÐ 1997 V v LÖGREGLAN á Íslandi er heiti veglegrar bókar sem brátt kemur út. Auk þess að vera lögreglu- mannatal er hinum ýmsa starfsvettvangi lögregl- unnar gerð skil. Sérstakur kafli er um áfengis- mál, en eins og alkunna er þarf lögreglan að hafa mikil afskipti af drykkjusvolum og ýmsu því sem leiðir af óhóflegum drykkjuskap. I Islendingaþáttum er birtur úrdráttur úr þeim kafla bókarinnar sem fjallar um áfengisbölið. Um áfengisbann og afleiðingar þess. Um smygl og brugg og sitthvað fleira sem viðkemur áfeng- issölu og brennivínssýki. Er sérstaklega fjallað um áfengisdrykkju og drykkjusiði fyrir aldamótin og á fyrstu áratugum þessarar aldar. Eða það tímabil sem farið var að líta á áfengissýki alvarlegum augum og sporna við óhóflegum drykkjuvenjum. „Þefarinn kominn í æti". Þessi skopteikning Tryggva Magnússonar af Birni Blöndal í Speglinum 1932 kann við fyrstu sýn að þykja yfirgengileg, en þó felst í henni sannleikur í tvennu tilliti: Hugmyndaflugi landabruggara voru lítil takmörk sett þegar fela skyl- di afurðir hinnar ólöglegu iðju og einnig var Björn vel vaxinn starfi sínu; leitaði uns hann fann, og var lag- inn við að fá fólk til að játa. Fylliraftar, áfengis- bannog drykkjuböl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.