Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1997, Blaðsíða 2
II - LAUGARDAGUR 2 9. NÓVEMBER 1997 Xkypr SÖGUR OG SAGNIR „Lítiil drengur var eitt sinn spurður, hvað bindindi væri. Hvað haldið þið, að hann hafi sagt? Bindindi er brauð og smjör. Það var brosað að þessu svari, en barnið sagði: Jú, þegar pabbi drekk- ur ekki, fæ ég bæði brauð og smjör, en þegar hann drekkur fæ ég hvorugt." Guðrúw Lárusdóttir, alþingismaður á Alþingi árið 1935. LjÓST ER AF ANNÁLUM að áfengis- nautnin hefur lengi fýlgt Islending- um. Drykkjuskapur í Evrópu jókst mikið með tilkomu brenndra drykk- ja og varð landplága á 16. öld. Dan- ir þóttu mörgum öðrum verri í þessu efni. Þannig eru til ófagrar lýsingar erlendra sendimanna á drykkju Kristjáns konungs IV og kemur þó fram að konungur væri ekkert verri en þegnar hans í þessu efni. Brenni- vin var ódýrt og margar krár bren- ndu eigin veigar. Jeppi á Fjalli í leik- riti Ludvigs Holberg var ekki aðeins grínfígúra. Hann var raunsönn lýs- ing á þjóðarböli. Verslunarhættir höfðu sín áhrif á drykkjuskapinn. A tímum einokun- arinnar var kaupmönnum á Islandi skylt að selja ýmsar nauðsynjar, svo sem korn, járn og snæri á sama verði og í Danmörku. Á munaðarvöru var hins vegar ftjáls álagning og kaup- menn því mest áfram um að selja hana. Þar skipti brennivínið ekki minnstu máli, beint og óbeint. Kaupmönnunum lærðist nefnilega snemma að fátt var betra til að liðka fyrir viðskiptum en að gefa bændum í staupinu. Drykkjuskapurinn náði meira að segja inn í kirkjur landsins eins og hreppstjórainnstróxinn, sem yfirvöld gáfu út 1809 ber með sér, en þar segir meðal annars svo: „Hann gefl nákvæmlega gaum að yfirsjónum og óreglum, sem á helgi- dögum fremjast, með drykkjuslarki, ryskingum, mælgi eða hávaða í kirkju eða við þær, og ákæri til sekta... sömuleiðis ofdrykkju altaris- gaungufólks..." Þetta kann að koma nútímamönnum spánskt fyrir sjónir en þó eru um þetta ítrekaðar um- kvartanir frá 19. öld, eins og grein Jóns landlæknis Hjaltalín hér að aft- an vitnar um. Þá má í því sambandi nefna erind- isbréf fyrir lögreglumenn árið 1889, en í því var Iögð sérstök skylda á lög- reglumenn, að halda uppi löggæslu í dómkirkjunni á messutíma til þess að koma í veg fyrir drykkjuskap. Þá má benda á fyrstu áfengislögin (1888), sem banna staupgjafir kaup- manna. Þessar víngjafir hafa tví- mælalaust, illu heilli, mótað viðhorf íslendinga til áfengis og stuðlað að aukinni drykkju landsmanna, ásamt því milda ftjálsræði sem ríkti að öðru leyti í þessum efnum, þar sem áfen- gi var nánast alls staðar haldið að mönnum með einum eða öðrum hætti. Áfengi varð síðan hluti af Iífs- venjum margra Islendinga. Áfengismenning íslendinga hefur því mótast af sífelldum öfgum, ýmist með of miklu frjálsræði eða óraun- hæfum og óframkvæmanlegum höftum, sem trúlega hafa leitt af sér enn meiri drykkju og verri drykkju- venjur þegar til Iengri tíma er litið. Áfengisvandi íslendinga í dag snýst því ekki um mikla heildarneyslu, heldur fremur hitt hversu drykkju- venjur Islendinga hafa mótast mikið af óhóflegri drykkju þar sem neyslan snýst fyrst og fremst um vímuáhrif- in. Samanburðarrannsókir frá síð- ustu áratugum sýna að heildarneysla íslendinga er mun minni en f ná- grannalöndunum, en neyslan jafn- framt meiri hvetju sinni. Áfengisbannið var sett á eftir að verulegur árangur hafði náðst í áfengismálum þjóðarinnar á aldar- fjórðungnum þar á undan, ekki síst fyrir milligöngu Góðtemplararegl- unnar. Bannlögin voru ekki bara illa þokkuð af mjög mörgum, heldur hlaut Iögreglan einnig óvinsældir margra fyrir að framfylgja þeim. Þar kom til að bannlögin gengu þvert á sannfæringu margra og réttarvit- und. Aðgerðir lögreglu voru eðli málsins samkvæmt oft fólgnar í hús- leitum á heimilum fólks. Það gerði málið öllu verra, því nú fór lögreglan í fyrsta sinn að skipta sér af einka- högum manna í verulegum mæli. Mörgum fannst lögreglan þar með ganga gróflega á friðhelgi heimilis- ins og umgangast fólk á heimilum sínum eins og svæsnustu afbrota- menn. I því sambandi má benda á eftir- farandi ákvæði, sem þingmenn töldu í upphafi eitt mikilvægasta þving- unarúrræði bannlaganna: „Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt að Ieiða hann fyrir dómara. Skal hann skyldur til að skýra frá, á hvern hátt hann hafi ölvaður orðið, og þá hvernig og hjá hverjum hann hafi fengið áfengið." Þetta ákvæði var að sjálfsögðu marklaust eftir að fólk gat orðið ölvað af neyslu löglegu Iéttvín- anna jafnt sem ólöglegra vína, og ógjörningur var að greina þar á milli. Eftir undanþáguna þyngdist róð- urinn gegn áfengisbölinu og árið 1927 sá dómsmálaráðherra nauðsyn til þess bera að skipa, án laga- heimildar, sérstaka ríkislögreglu- þjóna, til að framfylgja bannlögun- um, en smygl og bruggun var þá orð- in mjög víðtæk. Hér á eftir verður nánari grein gerðs fyrir „bannlögunum" og aðdra- ganda þeirra: Landlæknir ritar grein um drykkjuskap íslendinga Dr. Jón Iandlæknir Hjaltalín birti grein í „Nýjum félagsritum" árið 1843, þar sem hann fjallar um drykkjuskapinn á Islandi. Þar kem- ur fram að brennivínsdrykkjan hafi aukist mjög á seinni árum. Þetta séu gæðin sem ísland hafi haft af kaup- verslun Dana, sem gert hafi marga að drykkjuhrútum. Víni hafi verið haldið að mönnum, og þegar drykkjumönnum hafi fjölgað, sé hlegið að öllu saman „niðri í Dan- mörku", og haft í skemmtisögum um drykkjuskap prestanna á íslandi, og hvernig þeir líti út, þegar þeir séu að slarka dauðadrukknir í verslunar- stöðunum. Þá er bent á þann mikla kostnað sem þjóðin greiði í áfengi, þrátt fyrir fátækt, og skort á nauð- synjum. Bent er á að skattleggja megi áfengið og nota til aukinna vís- inda, menntunar og kunnáttu, en jafnframt nefnt að mönnum þætti það sjálfsagt óþarfa álögur. I hinum stærri verslunarstöðum komi varla sá dagur, að ekki megi sjá drukkið fólk ráfa fram og aftur, far- andi búð úr búð til að sníkja út brennivín, þangað til það velti útaf og geti enga björg sér veitt. Drykkju- skapurinn sé ekki bara í Reykjavík, heldur sé varla til sá kaupstaður eða sjávarpláss þar sem slíkt viðgangist ekki. I kirkjum landsins sé drykkjusvall mikið, og færist í vöxt, þó nóg hafi verið prentað upp aftur og aftur af guðfræðibókunum gömlu. Það sé alltítt í sumum kirkjum, að þar sé svallað hvað mest, þegar slíkt ætti helst að varast, drykkjusvallið sé sumsstaðar samfara altarisgöng- unni. Verði ekki með sanni á móti því mælt, að þann dag, sem gengið sé til altaris, drekki sumir hvað fast- ast og lendi þá stundum í illdeilum. Ekki muni ofhermt að fluttar séu til íslands á ári hverju 5000 tunnur af brennivini, sem svari til þess að hver verkfær maður á landinu drek- ki rúma hálftunnu brennivins, auk romms, extraktar og víns, sem ekki sé gott að vita mæli á. Ymislegt í frásögn landlæknis, til dæmis drykkjuskapur í tengslum við altarisgöngu, kann að koma mönn- um spánskt fyrir sjónir nú á dögum, en sannast sagna er hann oft nefnd- ur á 19. öld og er nærtækast að vísa á dæmin úr hreppstjórainstrúxnum ffá 1808. Enginn getur haldið því fram að grein Hjaltalíns landlæknis sé rituð af ofstækisfullum bindindismanni. Sjálfum þótti honum gott að hressa sig vel þegar veislur voru haldnar, eins og fram kemur í hinni frægu lýsingu Dufferins lávarðar af sam- sæti höfðingjanna í Reykjavík árið 1856. Vorið 1856 kvartaði maddama H. Bagge undan því við stjórnvöld að það bryti gegn veitingaleyfi hennar að kaupmenn stunduðu áfengissölu í staupatali í búðum sínum. Danska dómsmálaráðuneytið taldi út af fyrir sig ekki að í þessu fælist sérstök hagsmunaskerðing fyrir hana en af þessu tilefni lagði það í bréfi blátt bann við að kaupmenn stunduðu slíka veitingasölu í krambúðum sín- um. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem stjórnvöld reyndu að banna annað hvort brennivínssölu kaupmanna í staupum eða ekki síð- ur þann hátt þeirra að gefa við- skiptavinum sínum í staupinu til að örva kaupgleði þeirra. Margítrekun á þessum bönnum sýnir það hins vegar ljóslega að fyrir daufum eyrum var talað. Ekki „fullkomið hóf ‘ í brennivínsdrykkju á Islandi Sænski steinafræðingurinn Carl Wilhelm Paijkull, sem ferðaðist um Island árið 1865, segir í ferðasögu sinni að brennivínið og tóbakið séu, ásamt kaffinu, þau vakningarlyf, sem auki á vellíðan íslendingsins á gleðistundu og séu honum huggari, þegar á móti blæs. Brennivín, tóbak og kaffi séu eiturtegundir, sem séu þó ekki alveg bráðdrepandi, ef þeirra er neytt af skynsemi. Vandinn sé sá að kunna sér hóf. I þeirri list hafa menn að margra sögn ekki náð mik- illi fullkomnun á Islandi. En þegar brennivínið kostar tíu skildinga pott- urinn, er ekki við að búast, að það sé sötrað úr fingurbjörg. Onnur tak- mörk á fylliríinu en geðþótti einstak- Iings er þarna ekki til, og það sé allt of auðvelt að fara yfir þessi takmörk, einkum í þessu norðlæga loftslagi. Ný áfengislög taka gildi 1. janúar 1900 Þann 1. janúar árið 1900 voru felld úr gildi eldri áfengislög með nýjum lögum, sem eru allítarlegri en hin fyrri. Ekki er þó fremur en fyrr tekið fram hvað sé áfengi, eða að öðru leyti hvaða styrkleika vökvinn þurfi að hafa til að kallast áfengi. ít- arlegri og víðtækari ákvæði eru sett um hverjum megi ekki selja eða veita áfengi en ákvæðin hljóða svo: „Nú veitir sá, er rétt hefur til veit- inga áfengra drykkja, drykki þessa unglingi innan 16 ára aldurs, eða manni sem sölumaður veit gjörla, að á síðastliðnum 5 árum hefur verið sviptur fjárforráðum vegna drykkju- skapar, eða á sama tíma hefur þjáðst af drykkjumanna-geðveiki eða er skertur á geðsmunum, og varðar það þá 50-500 kr. sektum við fyrsta sinn, en missi veitingaleyfis, ef brotið er ítrekað." í fyrri Iögum eru ákvæði um að enginn námsmaður á skóla verði skyldaður til með dómi eða neinni löglegri þvingun að borga áfenga drykki sem hann kann að fá til láns. í síðari lögunum er þetta ákvæði út- víkkað þannig að það taki til fleiri en námsmanna og hljóðar þá svo: „Eng- inn er skyldugur til að borga áfenga drykki, sem hann fær til láns á veit- ingastöðum, og námsmenn á skól- um, er standa undir umsjón land- stjórnarinnar, eru ekki skyldugir til að borga áfenga drykki, er þeir fá til láns, hvort sem er á veitingastöðum eða annars staðar.“ 1 lögum þessum eru ákvæði um að ókeypis veitingar áfengra drykkja í verslunarhúsum eða í sambandi við verslunaratvinnu yfir höfuð talað, séu ólöglegar. Mikil brögð voru að því að kaupmenn héldu áfengi að viðskiptavinum sínum með staup- gjöfum, enda áfengi á þessum tíma mjög ódýrt miðað við nauðþurftir og þiggjendur staupgjafa urðu almennt mun kaupglaðari en ella, enda tak- mörkuðust gjafir kaupmanna við áfengið og í þessu fólust eingöngu viðskiptahagsmunir, en ekki góð- mennska. Góðtemplarar á góðum degi. Góðtemplarareglan Itafði með starfi sínu verulega dregið úr áfengisneyslu. Reglan beitti sér fyrir áfengisbanninu sem var sett á 1. janúar 1915. Ljósm. Árni Thorsteinsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.