Dagur - 16.12.1997, Page 12

Dagur - 16.12.1997, Page 12
Var að Ieika í London Drífa Arnþórsdóttir, nýja þulan í Sjón- varpinu, eralin upp í Mývatnssveit. „Mér líst ágætlega á þetta starf. Það er svolítið skrýtið að standa uppi á kassa og stíga á nokkurs konar saumavélafót til að láta textann rúlla í myndavélinni án þess að það sjáist á skjánum hvað maður er að gera. Þetta venst," segir Drífa Arnþórsdóttir, 28 ára þula í Sjónvarpinu. Boðið þulustarf Drífa er nýflutt til landsins eftir fimm ára búsetu f London og strax tekin til starfa sem þula í Sjónvarpinu. Hún er ættuð að norðan og margir Akureyringar kannast sjálfsagt við hana úr leikritinu Nönnu systur hjá LA í hitteðfyrra. Foreldrar Drífu eru Arnþór Björnsson og Helga Val- borg Pétursdóttir en þau ráku Hótel Reynihlíð til margra ára. Drífa varð stúdent frá MA og fór svo í þriggja ára nám í Ieiklist í London. Eftir námið ílentist hún í Englandi og var í ýmsum hlut- verkum í smærri leikhúsum. „Þetta voru mjög mismunandi hlutverk. En ég Iék alltaf ungar, sakleysislegar stúlkur í garnni eða alvöru," segir hún. Foreldrar Drífu höfðu sótt um fyrir hana að verða kynnir á barnaefni í haust því að þar sá hún fram á að geta kannski not- að Ieiklistina - og fór í prufu. Hún fékk reyndar ekki starfið en nokkru síðar var hringt í hana og henni boðið þulustarf sem hún og þáði. Hún er þó ekki alveg hætt við leiklistina heldur ætlar að reyna að koma sér á framfæri. Bíður eftir nýárinu „Leikhúsfólk þekkir mig ekki af því að ég lærði erlendis. Ég sé þetta sem ákveðna leið til að fólk muni eftir mér ef það eru ein- hver hlutverk sem gætu verið við mitt hæfi,“ segir hún. Drífa kveðst vera á ákveðnum tímamótum þessa dagana, heim- þráin og útþráin togi til skiptis í hana. -GHS „Ég er að bíða eftir nýárinu og sjá hvað gerist þá, “ segir Drífa Arnþórsdóttir, 28 ára Mývetningur sem er nýráðin sem þula i Sjónvarpinu. Canon BJC-250 Gerð: A4 litableksprautuprentari Hraði: 4 bls. á mín í s/h - 0,52 bls á mín í iit Upplausn: 720 dpi Pappírsmeðferð: Arkamatari fyrir 100 blöð Gerð: A4 litableksprautuprentari, 2ja hylkja kerfi Hraði: 5 bls. á mín í s/h - 2 bls á mín í lit Upplausn: 720 dpi Pappírsmeðf erð: Arkamatari fyrir 100 blöð Ný pre nttækni: CCIPS - Canon Image Processing System sem gerir Ijósmyndir enn skarpari. Fjögurra laga bleksprautun í stað tveggja. DMT - Drop Modulation tækni sem stjórnar dropastærð bleksins sem skilar skarpari prentun. Annað: 'Banner Printing' Ferð þú á HM í Frakklandi næsta sumar? Allir sem festa kaup á Canon prentara fyrir 1. maí nk. fara í HM-pottinn og heppinn vinningshafi fær tvo miða á HM'98 í boði Nýherja og Canon. Opið til 18:00 á laugardögum Canon {rj> NÝHERJI - Verslun - Skaftahlið 24 - Sími 5S9 7700 http://www.nyharji.is kr. 13.750

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.