Dagur - 04.03.1998, Qupperneq 10

Dagur - 04.03.1998, Qupperneq 10
I 26 - MIDVIKUDAGUK 4. MARS 1998 Otur frá Sauðárkróki með afkvæmi til 1. verðiauna 1994. Hann keppir ekki tii heiðursverðlauna á lands- mótinu. Hver er framtíð landsmótaima? varðar þá verða Bændasamtökin að gera slíkt hið sama. Meta verður hvers virði það er að sem flestir ræktendur geti spreytt sig á því að koma kynbótahross- um sínum inn á stórmót og hvers virði það er fyrir ræktunarstarfið. Það hefur verið talað um að sýningar á landsmóti sé mikil kynning á starfi og árangri viðkomandi ræktanda. Víst er það það. En auglýsingagildið er þó fyrst og fremst bundið við hrossin sem skara fram úr. Hin hrossin þó góð séu falla í skuggann. Hvað varðar afkvæmasýndu hrossin þá eru það oft mjög skemmti- legar sýningar og verulegt krydd á mót- um. Margfær hross eins og Orri og Otur gætu auðvitað alveg eins fengið sín af- kvæmaverðlaun á héraðssýningu með minna tilstandi, en þess nytu fáir nema eigendurnir. Það er talað um að þessir hestar gefi svo góðar tekjur að eigend- unum ætti þess vegna ekki að vaxa það í augum þó nokkru væri kostað til þátt- töku í landsmóti. Það má vel vera en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeim er ekki nein bein nauðsyn á að koma þar fram og menn vilja kannsld nýta sína ljármuni á annan hátt. A þetta er aðeins bent hér sem hugsanleg- an fylgifisk sífellt meiri kostnaðar við sýningu hrossa. Hlutafélag nm landsmótin Sú hugmynd mun vera á kreiki að í kringum næsta landsmót, sem halda á í Reykjavík árið 2000 verði stofnað hluta- félag. Það er reyndar alveg ný hugsun ef hlutafélög taka að sér það hlutverk að annast búQársýningar. Landsmótin hafa til þessa verið verkefni hesta- mannafélaganna. En séu peningamálin að verða aðalatriðið og sýningarnar snú- ist aðallega um sölumennsku þá hlýtur að vakna sú spurning af hverju lands- mótin eru þá ekki boðin út og mynduð samkeppni um þau. Þá væntanlega hlýtur sá staður hnossið sem best býð- ur. Hlutafélagsformið á slíku sýningar- haldi hlýtur að þróast í þessa átt. En þótt þessar hugmyndir séu á sveimi og hafi m.a. verið ræddar innan stjórnar Fáks þá er ekki vitað til þess að stjórn Landssambandsins hafi samþykkt að landsmótshald verði afhent þriðja aðila enda ekki á það minnst í umsóknum um landsmótshald. Meira um þetta næsta föstudag. Tillögur um þátttöku- gjald sem fram- kvæmdastjórn LM 98 hefur sent frá sér hefur verulega hrist upp í mönnum. Arsþing LH 97 samþykkti þó gjald- töku á kynbótahrossin hvaðan sem því kom nú heimlid til þess. Það hefur verið svo í gegnum tíðina að ábyrgð á kynbóta- þætti landsmótanna hefur alfarið verið á hendi Bændasamtakanna. Það skýtur því nokkuð skökku \ið ef mótshaldarar geta cinhliða lagt gjöld á kynbótahross- in sem gangi upp i kostnað við mótið. Kostnaðurinn sem BI hefur af þessum sýningum er í kringum 400.000 krónur. Mótið sjálft ætlar því að taka í sinn hlut um 2 milljónir af sýnendum kynbóta- hrossa. Þær raddir hafa oft heyrst að ekki sé ástæða til þess að Bændasamtökin fái alla aðstöðu til sýningarhaldsins ókeyp- is. Fyrir þvf má efalaust færa rök en Landssambandið hefur til þessa litið svo á að sú aðstaða sem sköffuð er bæði á stórmótum og á héraðssýningum hafi verið stuðningur við hrossaræktina í Iandinu enda ílestir ræktendurnir innan LH. Auk þess er kynbótaþáttur hvers móts þáð sem mótsgestir sækjast mest eftir. Sá hópur manna sem til þessa hefur lagt stærstan skerf til framfara í hrossa- rækt eru þeir sem fyrst og fremst eru í þessu af áhuga en ekki sem atvinnu. Meðan Iandsmót eru enn haldin á veg- um hestamannafélaga í LH þá verða menn að gæta þess að þessir menn séu ekki útilokaðir frá þátttöku í stórmótum vegna kostnaðar. Menn tala gjarnan um að þó að þátttökugjaldi sé bætt við þann kostnað sem fyrir er þá sé það svo lítið brot að litlu muni. En menn verða að gæta þess að mörk hljóta að vera á því hver heildarkostnaður getur verið. Hvert er auglýsingagildið? Þessi hugmynd að Iáta þátttökugjöld standa að hluta tíl undir rekstri stórmóta hiýtur að kalla á þau vinnu- brögð að hvert það svæði sem sækir um að halda landsmót leggi fram með um- sókn sinni áætlun um fjármögnun til að standa undir rekstri. Stjórn Landssam- bandsins getur þá metið það hvort álög- ur af þeim toga sem hér hefur verið fj'allað um samræmast markmiðum og tilgangi mótanna. Hvað kynbótaþáttinn Kári flrndrsson skrifar .'Dagur wm n Reynsla er nokkuð sem þú öðlast ekki fyrr en eftir að þú þarfnast hennar. Það er dálítið gaman að gera hið ómögulega. Wult Disney Þú ert aðeins ungur einu sinni, en þú getur verið óþroskaður ævi- Iangt. Ég kæri mig ekki um að ganga í neinn þann ldúbh sem tekur við mér sem með- lim. Groucho Marx. Til þess að framkvæma hið ómögulega, þarf maður að hugsa á annan hátt, að íeita þar sem engum hefur dottið í hug að leita og að sjá það sem enginn annar sér. Það hefur nú verið sannað að reyking- ar eru ein af aðalforsendum meðaltala. Allt sem er gott í lífinu er annaðhvort ólöglegt, fitandi eða siðlaust. Ef ég á að kjósa milli tveggja slæmra val- kosta, þá vel ég ávallt þann sem ég þekki. Vertu alltaf einlægur, jafnvel þó þú meinir það alls ekki. Stundum getur þú uppgötvað margt, bara með því að horfa. Jógi hjöm. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA Naglanag Sæl Vigdís. Mig langar til að spyrja hvort það er eitthvað hægt að gera í sambandi við barn sem nagar neglurnar. Dóttir mín, sem er níu ára, byrjaði að naga neglurnar í fyrra og mér hefur ekki tekist að fá hana til að hætta því. Ég hef reynt að bera á neglurnar bragðvont efni og líka að prófa að naglalakka hana en ekkert dugar. Naglanag er oftast merki um það að viðkomandi er stressaður. Hafa ein- hverjar breytingar orðið í umhverfi dóttur þinnar? Þú ættir að athuga það fyrst. Skoða vel hvað það er sem gæti valdið henni streitu og kvíða. Reyna að tala við hana eða öllu heldur að hlusta á hana til að fá það upp á yfirborðið. Og síðast en ekki síst, ræða við kennar- ann um það hvernig gengur í skólan- um, hvort eitthvað sé að valda henni vandræðum þar. Kannski er vandamál- ið Iítið í augum fullorðinna, en getur verið ógnarstórt í augum lítils barns. Vigdís svarar í símairn! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í sírnann M. 9-12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080 Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgata 31 Ak. Netfang: ritstjori@dagur.is Vantar þig mtmiíu? í Ameríku er hægt að kaupa flesta hluti og versl- unareigendur reyna oft að viða að sér sérkennilegum hlutum sem draga að sér athygli vegfarenda. Stjórn- völd í Egyptalandi voru ekki par hrifin af því þegar antiksali nokkur keypti þessa 2500 ára gömlu múmíu fyrir 35.000 doll- ara, en vegfarendur og viðskiptavinir veittu henni mikla athygli. Ráðagóða homið Tíminn líður, oftast allof hratt að okkar áliti. Við sem erum í sífelldu kapphlaupi við tím- ann, lítum stundum með öf- und til þeirra sem alltaf virðast hafa nægan tíma til alls. En þurfum við að flýta okkur svona mikið? Hvað er það versta sem getur gerst ef við erum ekki á stöðugum hlaupum? Jú, við framkvæm- um eitthvað af verkunum okkar á morg- un og yfirleitt er það bara allt í lagi. Til- finningin um að vera á sífelldum hlaup- um veldur því að við erum í viðbragðs- stöðu og streitan er stöðug og mikil, sem aftur veldur því að heilsa okkar bíð- ur skaða af. Hvers vegna ekki að njóta augna- bliksins? Lesa góðar bækur í rólegheit- um, rabba við makann eða ástvinina, horfa í kringum okkur og sjá hvað Iífið hefur upp á að bjóða. Lífið verður inni- haldsríkara og skemmtilegra ef við stoppum aðeins við og njótum þess.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.