Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 2
II-LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 -Thypr SOGUR OG SAGNIR s - i ¦ - -gj» -¦¦- -- - ::- - :::' . ." • '-yliiS-. •:"...-.-""¦:-:t|-. -y—j HB^^dg^L.^EgL '¦' :¦" '¦.'--~\..^ ^:'prry ¦ \Á iBilÉMittfc^JgðBMwpY- -,--.-. sSS Nafn Jens Wíum sýslumanns í Múlaþingi er sveipað ævintýra- Ijóma og hefur hann hlotið sinn sess í þjóðsögunni. Sú ættfærsla var lífseig og tekin upp af ekki ómerkari fræðimanni en Gísla Konráðssyni, að Bóletha móðir hans hafi verið systir Júlíönu Maríu Danadrottningar. Þetta stenst engan veginn, en eigi að síður var Jens af góðum ættum, en Peder Wium faðir hans var yf- irskoðandi við skráningu her- manna í Kaupmannahöfn. Jens fluttist til íslands árið 1715, að því að best er vitað, og gerðist undirkaupmaður á Reyðarfirði. Kona hans var Ingibjörg Jóns- dóttir. Eignuðust þau mörg börn og eru ættir frá þeim komnar. Þrem árum síðar fékk hann vonarbréf fyrir suðurhluta Múla- þings og Skriðuklaustur og var lögsagnari þar, settur Bessa Guðmundssyni sýslumanni til aðstoðar og tók að fullu við emb- ætti 1723. Jens kunni Iítið til þeirra verka og afhenti Þorsteini Sigurðssyni sýslumanni helming launa sinn fyrir að sinna emb- ættisstörfum fyrir sig. Jens bjó á Skriðuklaustri og hafði tekjur af klausturumboði. Jens fór alloft til Danmerkur til að heimsækja frændfólk sitt þar. Sitthvað er á huldu um Jens Wium. íslenskar heimildir geta til að mynda ekki um fæðingarár hans né um menntun hans. Vankunnátta hans í embættisfærslu bendir til að hann hafi ekki stundað laga- nám, eða þá að takmörkuðu leyti. En vel ættaðir menn, sér- staklega ef þeir voru danskir, gátu orðið sýslumenn án þess að hafa Iokið Iagaprófi. Frækimt skylmingamaður Jens Wíum hafði Iært vopnaburð í Danmörku og lék það orð á að hann væri afar frækinn skylm- ingamaður. Hann var fimur og mikill fyrir sér. Þekktu menn fáa Dani hér á Iandi, sem voru jafn- okar hans að kröftum og íþrótt- um. Oft kom það fyrir að erlend fiskiskip lágu inni á fjörðum eða fyrir landi. Eitt sinn kærði bóndi í umdæmi Jens sýslumanns, að útlendir skipverjar hafi rænt frá sér tveim sauðum og bað sýslu- mann ásjár og að sér yrði bætt tjónið. Jens spurði hóndi_hvort. Frá Seyðisfirði. Þangað var ferð Jens Wium heitið, þegar hann týndist. Tvennum sögum fer af örlögum hans. Vopnfimur sýslirmaður æ vuitýragj arn hann vissi á hvaða duggu ræn- ingjarnir voru. Ekki Iést bóndi vita það. Þótti sýslumanni þá ekki taka því að láta leita með nákvæmni að sauðunum. En bóndinn nauðaði í yfirvaldinu þar til Jens sagði honum að koma með sér til leitar og fóru fram á báti tveir saman. Jens var vel kunnugur skip- stjóra á einni af skútum þeim er lágu inni á firðinum. Fór hann fyrst þangað um borð og spurði eftir hvort skipverjar vissu nokk- uð um hverjir valdir hafi verið að sauðahvarfinu. Skipstjórinn bar það af öllum sem þar lágu inni, nema ef vera kynni að sauða- þjófarnir væru á duggu þeirri er innst lá á firðinum. Kvaðst hann gruna að skipstjórinn þar á og áhöfn hans væru Iítt varkárir menn. Ákvað sýslumaður að fara um borð í innstu skútuna og Ieita eftir hvort þar væri stolna sauði að finna. Skipstjórinn, kunningi Jens, og bóndinn sem stolið var frá, fóru með honum. Þegar þeir nálguðust dugguna sáu þeir tvo sauðaskrokka hanga í reiðanum. Fóru þeir um borð og bar Jens sauðaþjófnað upp á skipparann. En hann þrætti fyrir og svaraði illu einu. Harðnaði þá ræðan og að því kom að skipstjórinn brá ..sxeiði .sínu -Qg vildi vega Jens sýslumann. En vegna þess að sax hans hafði orðið eftir í skipi kunningja hans, greip hann það ráð að verjast með vasahníf sín- um og hafði hatt sinn sem skjöld, en bað vin sinn að bregð- ast skjótt við og sækja menn á skip sitt sér til Iiðveislu og fóru þeir bóndi þegar eftir mönnun- um. En svo fimlega varðist Jens með hnífi sínum og hatti, að þegar þeir komu aftur var hann ósár með öllu, og var búinn að særa skipstjórann og fleiri menn er að honum sóttu. Sá skútukarl þann kost vænstan að gefast upp og biðjast friðar. Lét Jens hann greiða bónda þrenn verð fyrir hvorn sauðinn og sjálfum sér drjúgum fyrir að- sókn og banatilræði og skildu þeir við það. Sagt er að Jens hafi gefið kunningja sínum nokkra sauði fyrir liðveisluna. Það var öðru sinni að bændur ræddu við Jens um skylmingar að gamni sínu og kváðust mundu geta varist honum með lurkum sínum, en Jens kvaðst geta varist tólf mönnum sem sæktu að sér með bareflum og bauð þeim að reyna. Sóttu þeir að honum um hríð, en hann kvistaði bareflin úr höndum þeirra sem hráviði. En hann tók-að mæðast og- bað þá frá að hverfa, því nú færi hann að reiðast og þá gæti hann orðið einhverjum þeirra að bana, ef til þrautar yrði haldið. Þá var leikn- um hætt og er sýslumanninum vopnfima var runnin reiðin bauð hann þeim beina og brennivín. Dularfulli sjóslys úti I'yrir Berunesi Árið 1740 týndist Jens Wíum sýslumaður úti fyrir Berunesi. Þá um vorið fór hann frá Skriðuklaustri ofan í Seyðisfjörð til að þinga og gegna sýslu- mannsstörfum. Hann fór í báti frá Brimnesi og ætlaði í Loð- mundarfjörð. Með honum í bátnum voru Jón Þorleifsson, skrifari sýslumanns og kona nokkur, Vilborg að nafni. Sögðu sumir að þau ættu vingott. Fimm manna áhöfn var á bátn- um. Frá Brimnesi var Iagt af stað seint á degi. Vindur var á norðan og sjór heldur Ijótur, svo að ýms- ir löttu ferðarinnar en aðrir hvöt- tu. Skemmst er frá því að segja að daginn eftir rak bátinn í land og voru í honum fjögur lík. Bor- in voru kennsl á Jón skrifara og þrjá fylgdarmenn, en sá fjórði fannst rekinn á land á Sléttanes- fjöru fyrir utan Brimnes. Á þeim manni voru sár sem litu út fyrir að vera af yöldum sverðsstungna og högga. Önnur lík sem fund- ust voru einnig með sár eftir korða. Jens og Vilborg fundust hvergi og ekki fannst heldur tangur né tetur af Þórarni bónda í Fjarðarseli, sem ætla má að hafi verið formaður, því hann einn er nafnkenndur af þeim sem voru í bátnum, auk sýslu- manns og fylgiliðs hans. Þótti mörgum skrýtið að Jens skyldi ekki finnast en hann var syndur sem selur. Margrætt var um skipstapa þennan. Héldu sumir að þeim sýslumanni og formanni hafi sinnast og Jens unnið á Þórarni, en báðir munu þeir hafa verið drukknir þegar lagt var upp í feigðarförina. Aðrir segja að enskt fiskiskip hafi legið utarlega í firðinum og hafi lagt út nóttina eftir að sýslumaður og föruneyti hans fóru af stað frá Brimnesi. Létu einhverjir sér detta £ hug að Englendingar hafi farið að glet- tast við yfirvaldið. Á botni eða í Englandi? Sögusagnir lifðu lengi um að Jens hafi ekki farist úti fyrir Berunesi. Gísli Konráðsson segir svo frá, að Jens og Jón skrifari hafi verið ölvaðir og hafi þeim sinnast við áhöfnina og stungið menn með korðum og hent sum- um í sjóinn. Sama heimild lætur í veðri vaka að sýslumaður, ást- mey hans og skrifari hafi horfið. Þá lágu duggur úti fyrir Berufirði. Var það haft eftir mönnum sem voru á sjó þar nærri og fóru nærri einni skút- unni, að þar sæju þeir rauðan kjól hangandi til þerris í reiðan- um. Síðar var rætt við enskan skippara um Jens Wíum og hvarf hans. Þá hló sá enski og sagði að hann lifði góðu lífi í Englandi. Daginn eftir að skip sýslu- manns fórst fundu menn skjala- tösku á stórum steini í fjörunni. Hafði hún ekki í sjó komið. I töskunni voru mörg skjöl Múla- þings og bréf til Hans Wíum Jenssonar, þess efnis að hann skyldi sækja um sýsluna, því nú væri hún laus. Hans sótti um og fékk sýsluna eftir föður sinn og hófst þá ein- hver hinn sögulegasti sýslu- mannsferill sem íslenskir annál- ar og dómsmálabækur og þjóð- sögur kunna frá að greina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.