Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 -IU SÖGUR OG SAGNIR Síðasta þaetti lauk ég með því að segja frá atburðum ársins 1954, sem var mjög viðburða- ríkt og Skagaliðið fagnaði þá mörgum góðum sigrum. Menn voru því bjartsýnir í byrjun keppnistímabilsins vor- ið 1955 og skulum við nú riQa upp það helsta á því ári. Keppnistímabilið hófst með bæjakeppni við Reykjavík um miðjan maí, en slík keppni komst fyrst á sumarið 1952, en þeim leik lauk með sigri Reykja- víkur 2-1. Árið 1953 varð jafn- tefli 2-2 og árið 1954 unnu Reykvíkingar 4-2. Skagamenn mættu sterkir til leiks gegn Reykvíkingum í Ijórða leiknum í bæjakeppninni og ætluðu sér greinilega sigur því strax á 1. mín. skoraði Ríkarður með hörkuskoti. Litlu síðar skoraði Donni og staðan var 2-0 í hálf- leik. Ríkarður var aftur á ferð- inni og skoraði gott mark í byij- un síðari hálfleiks, en Reykvík- ingar Iöguðu stöðuna með því að skora. Það var svo Þórður Þórð- arson sem innsiglaði 4-1 sigur Skagamanna með marki rétt fyr- ir leikslok. Áður en ég vík að öðrum við- burðum sumarins og af því að bæjakeppnin við Reykjavík er til umræðu hér að ofan, þá luku Skagamenn keppnistímabilinu með öðrum leik við úrvalslið Reykjavíkur á Melavellinum í Iok september. Leikurinn var ekki vel leikinn, en honum lauk með sigri Skagamanna 3-2 með mörkum þeirra Ríkarðs, Þórðar Þ. og Þórðar Jónssonar. Þannig höfðu Skagamenn unnið Reyk- vfkinga tvisvar á sama árinu. Einnig voru leiknir fjórir Ieikir við Akureyringa, sem þá voru í 2. deild og höfðu Skagamenn sigur í þeim öllum, 2-0, 1-0, 3-1 og 3- 2. íslandsbikarinn í Vesturbæ- inn Eftir góðan sigur yfir Reykvík- ingum í bæjakeppninni voru menn bjartsýnir á að Islandsbik- arinn yrði á áfram á Akranesi, því Skagamenn byrjuðu Islands- mótið af miklum krafti og unnu stórsigur á Þrótturum með 8 mörkum gegn 1. Það var Þórður Þórðarson sem skoraði fjögur mörk og þeir bræður Ríkarður og Þórður tvö mörk hvor. Næsti leikur var gegn KR og var sá leikur talinn úrslitaleikur mótsins. KR-ingar höfðu betur í þeirri viðureign og unnu örugg- íega 4-1. Skagamenn byrjuðu betur og áttu góð tækifæri til að skora, en KR-ingar vörðust vel og beittu skyndisóknum sem þeir nýttu vel og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 4-0 fyrir KR. - Þrátt fyrir mólætið hann. Hann fékk sendingu fyrir markið og tók knöttinn niður með hnénu og sendi hann síðan með þrumuskoti í markið. Danir sóttu fast í síðari hálfleik, enda höfðu þeir vindinn í bakið og tókst þeim að minnka muninn, er þeir skoruðu um miðjan hálf- leikinn. - Eftir leikinn mátti lesa í blöðum, að samstilltara og ákveðnara lið en Skagaliðið í þessum leik, hefði vart sést í annan tíma. Þá má geta þess að Reykjavík- urúrval sigraði einnig Danina 5- 2 eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Sænska liðið Hácken kom í heimsókn um sumarið og lék nokkra leiki. Þeir unnu Val, KR og Reykjavíkurúrval. Leikur Skagamanna, sem var síðasti leikurinn í heimsókninni, var mjög skemmtilegur og bauð uppá það sem menn vilja sjá ( knattspyrnuleik, en það eru mörk. Hácken komst í 2-0 eftir 20. mín. leik, en þá fóru Skaga- menn í gang og skoruðu þrjú mörk á 10 mín. kafla. Þau mörk skoruðu nafnarnir Þórður Jóns- son og Þórður Þórðarson (2). Svíarnir jöfnuðu skömmu sfðar og var staðan 3-3 í leikhléi. Rík- arður skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og Þórður Þórðarson innsiglaði 6-3 sigur Skagamanna með sínu 3ja marki. Sigur á USA Bandaríkjamenn léku landsleik við Island, sem íslendingar unnu, síðla sumars. Sem fyrr, léku þeir aukaleiki og þar á með- al gegn Skagamönnum. Skaga- menn unnu leikinn 3-2. Þrátt fyrir mikla yfírburði og aragrúa marktækifæra, skorðu Skaga- menn bara eitt mark og var Þórður Þórðarson þar að verki. Þórður Jónsson kom Skaga- mönnum í 2-0 í síðari hálfleik, en Bandaríkjamenn löguðu stöð- una í 2-1. Ríkarður skoraði 3ja markið með hörkuskoti en gest- irnir skorðu rétt fyrir leikslok. I næsta þætti mun ég fjalla áfram um atburði ársins 1955 og þá sérstaklega um þátttöku Skagamanna í landsleikjum sumarsins. Sveinn Benediktsson oq Ríkardur breqða á leik. -— ---:---- ■ ■ * ‘ g ■’ ' ■ I ' -‘1 ■ r. i I I ) I 1., . - . - Danir lagðir að velli Danir léku hér landsleik um mitt sumar, sem þeir unnu örugglega. Leikurinn var um margt söguleg- ur og mun ég víkja að því í næsta .,Þ,a?tti, Sfyigam^ryn mæj,(p , dap- Framlína Skagamanna: Aftast eru Halldór Sigurbjörnsson (Donni) og Þórður Jóns- son. í miðjunni eru Jón Leósson og Þórður Þórðarson, en fremstur er Rikarður Jónsson. Ríkarður að skora með skalla gegn sænska liðinu Hacken á Melavellinum 1955. héldu Skagamenn áfram að sækja í síðari hálfleik, en þeim tókst ekki að nýta góð færi, fyrr en undir leikslok, er Ríkarður skoraði úr vítaspyrnu. Næsti Ieikur Skagamanna var gegn Víkingum, sem áttu ekkert svar við stórleik Islandsmeistar- anna sem skoruðu 6 mörk gegn 1. Það voru Þórður Þórðarson og Ríkarður sem skoruðu tvö hvor og Þórður Jónsson og Jón Leós- son eitt hvor. Eg hef fyrir satt að þetta sé eina markið, sem Jón skoraði í Islandsmóti. Þá kom röðin að Valsmönnum, sem einnig máttu þola tap, þrátt fyrir að vera nýlega búnir að gera 1-1 jafntefli við KR. Leikurinn var skemmtilegur og áttu Vals- menn góða spretti, en það dugði ekki því Skagamenn unnu 5-2 með tveimur mörkum Þórðar Jónssonar og mörkum þeirra Donna, Þórðar Þ. og Ríkarðs. Síðasti Ieikurinn var gegn Fram og lauk honum með 3-0 sigri Skagamanna þar sem Þórð- ur Jónsson skoraði tvö mörk og Ríkarður eitt mark. Þegar Skagamenn höfðu lokið leikjum sínum átti KR eftir tvo leiki, gegn Fram og Þrótti og þurfti að vinna þá báða til að tryggja sér íslandsmeistaratitil- inn. Það gekk eftir og voru því KR-ingar íslandsmeistarar. Það var mikil gleði í Vesturbænum þegar Gunnar Guðmannsson (Nunni) fyrirliði þeirra tók við bikarnum úr hendi Björgvins Schram formanns KSI. Þróttarar féllu í 2. deild án þess að hljóta stig, en Akureyringar sem ekki höfðu verið með í Islandsmótinu síðan 1946 tóku sæti þeirra. Það er athyglisvert að þeir Rík- arður, Þórður Þ. og Þórður Jóns- son skoruðu 7 mörk hver í mót- inu, en Donni og Jón Leósson eitt hvor. Leikir gegn erlendum liðum Á þessum árum var alltaf nokk- uð um heimsóknir erlendra liða til Iandsins, auk þess sem lands- Iið er hingað komu léku oftar en ekki einn eða fleiri aukaleiki gegn félags- og úrvalsliðum. Skagamenn Iéku undantekn- ingalaust gegn þessum liðum, enda var aðsókn að leikjum þeirra mun meiri en annarra innlendra liða og ekki óalgengt að 4-8 þús. manns mættu á gamla Melaveliinum á leiki þeir- ra. Fyrsta heimsóknin var úr- valslið frá Neðra-Saxlandi í byij- un júní sem lék hér fjóra leiki. Þjóðverjarnir unnu þrjá Ieiki, en gerðu jafntefli við KR 1-1. Síð- asti leikur heimsóknarinnar var gegn Skagamönnum, sem menn vonuðu að stæðu í hinum er- lendu gestum. Skagamenn byrj- uðu vel með marki Jóns Leós- sonar í fyrri hálfleik, en Þjóð- verjarnir svöruðu með þremur mörkum og unnu 3-1. ska landsliðinu og fengu sér þijá menn til að styrkja liðið, en það voru þeir Olafur Eiríksson mark- vörður úr Víkingi, Einar Hall- dórsson miðvörður úr Val og Hreiðar Ársælsson bakvörður úr KR. Það er skemmst frá því að segja að Skagamenn lögðu Dan- ina að velli í mjög skemmtilegum leik. Þórður Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins, en bróðir hans Ríkarður bætti við öðru á 43. mín. Mark Ríkarðs var mjög skemmtilegt og dæmigert fyrir Sigiir á Reykvikingiini GuUöldin á Akranesi 13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.