Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 4
TV-LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 MINNINGARGREINAR Stefán Valgeirsson Tíminn flýgur áfram og það styttist í að ný öld heilsi. „Er það þannig að maður komi í manns stað?" spurði 8 ára dóttir mín fyrr í vetur þegar Nóbelsskáldið kvaddi þennan heim saddur Iíf- daga. Já, sagði ég en hugsaði um leið og ég svaraði að sú kynslóð sem nú er að hverfa kemur aldrei aftur. Hún fæddist gjarn- an í torfbæ uppi í sveit en kveð- ur þennan heim á hátækni- sjúkrahúsi, sem stenst saman- burð við það besta sem þekkist hjá menningarþjóðum. Tímarnir breytast og það er vel. Mennirn- ir breytast líka. Sérhver einstakl- ingur mótast af umhverfi sínu og því sem hann reynir á lífsleið- inni. Islensk sveitamenning mót- aði stærstan hluta þeirrar kyn- slóðar sem nú er að renna sitt skeið. Þannig var það með Stefán Valgeirsson fv. alþingismann sem við kveðjum nú. Hann var trúr uppruna sínum. Hann var sann- ur sveitamaður í jákvæðri merk- ingu þess orðs. Hann virti mikils þau störf sem unnin eru til sveita og á ystu nesjum. Hann skildi mikilvægi undirstöðuat- vinnuveganna betur en flestir aðrir. Hann barðist fyrir jafnvægi 1 byggð Iandsins. Hann barðist ekki til einskis. Hann fékk mörgu áorkað sem þingmaður til fjölda ára. Um leið og ég votta eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum samúð, þakka ég Stef- áni fyrir samstarf í mörg ár. Ég kveð þennan aldna baráttumann með hlýjum huga. Valgerður Sverrisdóttir Þótt íslensk þjóð sé lítil á alþjóð- legan mælikvarða er þjóðlíf og menning okkar mjög fjölbreytt. Fjölbreytileikinn og ríkur menn- ingararfur gerir okkur hæfari en allt annað til að lifa sem sjálf- stæð þjóð. Stjórnmálin og stjórn- málabaráttan endurspegla þess- ar staðreyndir. Ólíkir einstakl- ingar með ólík viðhorf taka þátt í stjórnmálunum. Allir þessir ein- staklingar setja svip sínn á þjóð- lífið og endurspegla mismunandi hugsjónir, hagsmuni og skoðan- ir. Einn þeirra sem markaði djúp spor í þessa sögu með eftir- minnilegum hætti var Stefán Valgeírsson. Áhugi Stefáns á stjórnmálum vaknaði snemma. Hann skipaði sér í flokk fram- sóknarmanna og barðist lengi fast við hlið okkar að ýmsum framfaramálum landsins. Hann var ötull talsmaður landbúnað- arins, sveitanna og meira jafn- vægis í byggð landsins. Hann tók málstað þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu og var oft kröfuharður fyrir hönd þeirra sem hann taldi að ekki nytu rétt- lætis. Svo fór að lokum að Stefán sagði skilið við Framsóknarflokk- inn og ákvað að berjast á eigin vettvangi stjórnmálanna. Auðvit- að vorum við félagar hans ekki ánægðir með þessa ákvörðun. Stefán hélt hins vegar áfram ótrauður og sýndi sem oft áður að hann var ekki hræddur við að takast á við viðfangsefni samtím- ans. Hann var vinnusamur, kappsamur og hlífði sér hvergi. Enginn vafi er á því að öll þessi átök höfðu áhrif á heilsu hans og bjó hann undanfarið ár við heilsuleysi, sem hann tókst á við af æðruleysi og kjarki. Eg vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka Stefáni langt samstarf og votta Fjólu, börnum og ættingjum innilega samúð. Við Sigurjóna biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni og ósk- um þeim gæfu í framtíðinni. Halloor Asgmnsson Við andlát Stefáns Valgeirssonar koma upp í huga minn fjölmarg- ar minningar eftir meira en tveggja áratuga samstarf á vett- vangi stjórnmálanna. Kynni okk- ar hófust er hann gaf kost á sér á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra fyrir Alþingiskosn- ingar árið 1967, en ég hafði þá sem fulltrúi ungra framsóknar- manna tekið þátt í flokksstarfinu og undirbúningi kosninganna. Stefán sýndi þá strax hve kraft- mikill, duglegur og ósérhlífinn hann var við þau verkefni sem hann tók að sér, enda reyndur félagsmálamaður. Stefán var duglegur að ferðast um kjördæmi sitt, hitta menn að máli, halda fundi og fylgjast með atvinnulífinu svo og kjörum og högum fólksins sem hann var fulltrúi fyrir. Næstu árin voru samskipti okkar að mestu tengd ýmiss konar flokksstarfi á heima- slóð og ýmsum flokkssamkom- um. Ég mínnist þess sérstaklega þegar ég sótti miðstjórnarfundi eða flokksþing, að Stefán bauð fulltrúum úr kjördæminu heim til sín til að þiggja hádegis- eða kvöldverð, enda var það vel þeg- ið hjá ungum og oftast auralitl- um en áhugasömum mönnum um stjórnmál. Oft síðar átti ég eftir að þiggja af rausnarskap þeirra hjóna, Stefáns og Fjólu, á heimili þeirra, fyrst á Dunhagan- GAMLA MYNDIN Hver kamiast við íólkið Ef lesendur Dags þekkja einhverja á þeirri mynd sem hér birtist eru þeir vinsamlegast beðnir um að snúa sér til Mínjasafnsins á Akur- eyri og segja til um hvaða fólk þetta er. Annað hvort má senda bréf til safnsins í pósthólf 341, 602 Akureyri, eða hringja í síma 462 4162 og tala þar við Hörð Geirsson, minjavörð. . ' ) )—r*—;------p um og síðar í Birkigrundinni, þegar lagt var á ráðin, fundir skipulagðir eða ferðalög undir- búin. Þegar ég tók sæti í bæjar- stjórn Húsavíkur árið 1970, fjölgaði enn fundum okkar og hittumst við nokkrum sinnum í Alþingi þar sem Stefán bauð við- mælendum sínum alltaf kaffi og pönnukökur í kaffistofunni hjá henni Þórdísi. Enn áttu samskipti okkar eftir að aukast og styrkjast. Haustið 1979 slitnaði upp úr ríkisstjórn- arsamstarfi og Alþingiskosningar voru boðaðar í desemberbyrjun. Ég hafði þá tveimur árum áður flutt frá Húsavík til Keflavíkur og taldi mig hættan beinum af- skiptum af stjórnmálum. Hafði þó Iátið til leiðast að stjórna kosningaskrifstofu á Húsavík fyrir Alþingiskosningarnar vorið 1978 að beiðni þingmannanna Stefáns, Ingvars Gíslasonar og Inga Tryggvasonar. Þær kosn- ingar voru Framsóknarflokknum erfiðar og tapaðist eitt þingsæt- ið. Þegar kom að því að stilla upp lista fyrir haustkosningarnar 1979 leituðu nokkrir gamlir fé- Iagar að norðan eftir því að ég tæki eitt af efstu sætum fram- boðslistans og fastast sótti það mál minn ágæti félagi Stefán Valgeirsson. Flokkurinn vann á ný þriðja þingsætið og ég tók sæti á Alþingi með þeim Stefáni og Ingvari Gíslasyni sem leiddi listann. Nú tók við tímabil náins sam- starfs við þessa tvo ágætu heið- ursmenn, Stefán og Ingvar. Stef- án var sem fyrr segir ötull við að sinna kjördæmi sínu og þekkti þar vel til manna og málefna. Það var því mjög lærdómsríkt að ferðast með honum og fræðast. Fyrsta framboðsferðalagið hófst reyndar í Reykjavík, er við fund- uðum með fólki úr kjördæminu sem var við nám og störf á höf- uðborgarsvæðinu. Síðan var ekið norður í land í „Bensinum" hans Stefáns til að hefja fyrstu kosningabaráttuna. Með í för var Níels Arni Lund, sem þá skipaði fjórða sæti framboðslistans. Þeg- ar komið var austur fyrir Öxna- dalsheiðina hófst fræðslan og Stefán sagði okkur allt um hagi fólks á bæjum í Öxnadal og Hörgárdal og hvað hann taldi að það mundi kjósa. Hygg ég að hann hafi farið nokkuð nærri um það. Þetta var lærdómsríkt ferðalag og gott upphaf kosn- ingabaráttu fyrir tvo nýgræðinga á þessum vettvangi. Stefán var óþreytandi við að reyna að greiða götu manna. Þó uppruni hans væri í sveitinni voru það ekki aðeins bændur og málefni Iandbúnaðarins sem hann bar fyrir brjósti. Það voru sjómenn og verkamenn, útgerð- armenn og forstjórar, jafnt háir sem lágir, sem leituðu liðsinnis hjá Stefáni og hann lét sér ekk- ert mannlegt óviðkomandi. Ég gæti nefnt mörg dæmi um það og sagt ýmsar sögur frá funda- höldum um hin aðskiljanlegustu málefni. Ég man eftir fundum um hafnargerð í Grímsey, brúar- gerð í Eyjafirði, vegalagningu á Melrakkasléttu og skipakaup á Húsavík svo nokkur dæmi séu tekin. Sumir kusu að kalla þetta „fyrirgreiðslupólitík", en fyrír Stefáni var þetta hluti af hans starfi í þágu þess fólks sem hann var umboðsmaður fyrir og hann var bæði ótrauður og ófeiminn við að fylgja þeirri skoðun sinni eftir í orði og á borði. En starf þingmannsins Stefáns Valgeirssonar snerist ekki bara um „fyrirgreiðslu." Á stjórnmála- fundum, í þingflokki og á Alþingi var hann óragur við að láta í ljós skoðanir sínar á skattamálum, húsnæðismálum, sjávarútvegs- málum og að sjálfsögðu land- búnaðarmálum svo fátt eitt sé nefnt af því sem hann lét sig varða. Allt þetta starf tók mikinn tíma og vinnudagur þingmanns- ins var oft Iangur. En þrátt fyrir það gaf Stefán sér allan þann tfma sem hann átti aflögu, frá því að sinna málefnum annarra, til að vera samvistum við eigin fjölskyldu. Það fundum við vel sem störfuðum náið með honum á þessum árum. Konan og börn- in voru honum afar mikils virði og hann var stoltur af fjölskyldu sinni. Þessa varð ég oft áskynja og tel mig geta fullyrt að þetta traust hafi verið gagnkvæmt. Ekki er nokkur vafi á að þetta var Stefáni dýrmætt í erfiðu og oft átakasömu starfi. Þá gat hann verið glaður á góðri stund, ágæt- is hagyrðingur sem setti saman smellnar vísur þegar sá gállinn var á honum, eða ljóð með þyngra ívafi þegar svo bar undir. Við Stefán Valgeirsson áttum traust og gott samstarf sem þing- menn Framsóknarflokksins í átta ár og fyrir það er ég þakklát- ur. Fyrir hönd framsóknarfólks í Norðurlandskjördæmi eystra vil ég þakka honum fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins allan þann tíma sem hann starfaði undir merkjum hans. Við undir- búning Alþingiskosnínganna 1987 fór hins vegar svo að leiðir skildu að nokkru. Ósátt varð um framboðsmálin og Stefán sagði skilið við Framsóknarflokkinn. Sú saga verður ekki rakin nánar hér. Stefán bauð sig fram fyrir nýtt stjórnmálaafl, Samtök um jafnrétti og félagshyggju, og náði hann kjöri sem þingmaður þeirra samtaka. Við héldum því áfram að vera samstarfsmenn um hags- munamál kjördæmisins okkar og fyrir íbúa þess og stuðnings- menn ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem sat frá 1988-1991. Fyrir þetta tímabil vil ég einnig þakka Stefáni Val- geirssyni, enda var samvinnan fullkomlega málefnaleg, þó hún væri ekki eins náin og fyrr. Ég held að ef til vill verði stjórnmálaferli Stefáns og þeim gildum sem hann barðist fyrir ekki betur Iýst en með þeim einkunnarorðum, sem hann valdi samtökum þeim er hann vann fyrir sitt síðasta kjörtímabil á Alþingi, þ.e. jafnrétti og félags- hyggju. Sem bóndi, verkamaður, samvinnumaður og stjórnmála- maður hafði hann þessa hugsjón að leiðarljósi til síðasta dags. Að leiðarlokum þakka ég Stef- áni Valgeirssyni fyrir samfylgd- ina og um Ieið og við hjónin sendum hugheilar samúðar- kveðjur, biðjum við almáttugan Guð að vera með eiginkonu hans, Fjólu Guðmundsdóttur, börnum og öðrum aðstandend- um á þessari kveðjustund. Guðmundur Bjarnason Minningargreinar um Stefán Valgeirsson eru einnig á bls: XII í Islendíngaþáttunum í blaðinu í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.