Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 5
Xk^iir LÁVGÁ'rDAGVR 2 1. MÁRS 19 98 MINNINGARGREINAR Guðjón Ólafsson var fæddur 18. júlí 1940 í MiÖhúsum í Hrútafirði. Hann Iést á heimili sínu 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Guðjónsson bóndi í Miðhús- um og síðar í Bæ og kona hans Kristín B. Guðbjartsdóttir. Hinn 4. júlí 1965 kvæntist hann Elsu Gísladóttur frá Svalhöfða í Dalasýslu, f. 2. 10. 1945, og hófu þau húskap á Valdasteinsstöðum 1966. Dæt- ur þeirra eru: 1) Sigurdís Ema, f. 29.4. 1965, gift Árna Karli Harðarsyni, f. 3.1. 1963. Dætur þeirra eru Elsa Mar- grét, f. 18.12. 1987, og Bylgja Sif, f. 12.1. 1990. 2) Ólöf Kristín, f. 4.1. 1967, maki Baldur Sæmundsson, f. 3.2. 1963. Dóttir þeirra er Særún Erla, f. 4.9. 1994. 3) Þórdís Edda, f. 10.10. 1977, maki Bjarki Björnsson, f. 7. 4. 1976. Utför Guðjóns fór fram frá Guðjón Ólafsson Prestbakkakirkju í Hrútafirði laugardaginn 28. febrúar s.l. Kæri Guðjón. Ekki datt mér i hug þegar ég sá þig síðast að það yrði okkar hinsti fundur, þó vissi ég að þú gekkst ekki heill til skógar. Það var þriðji dagur jóla og ég staddur í Lyngholti sem oftast áður um jól. Þú komst til mín og stóðst við hjá mér í smá stund, eins og þú hafðir reyndar gert oft áður. Ekki komstu án erindis frekar en áður, það var alltaf eitt- hvað að gerast í kringum þig, þú varst svo vakandi fyrir alls konar framförum og nýjungum og nú voru það Fílingjavötnin. Þú ræddir hugmyndir um að rannsaka lífið í vötnunum, það væri hugsanlega í þeim silunga- tegund sem hvergi fynndist ann- ars staðar og Hólalax hafði þegar tekið úr þeim sýxti og nú komstu með samningsuppkast milli Hólalax og Iandeigenda um frek- ari rannsóknir, en Lyngholt á smá land að vötnunum. Við ræddum fleira, ég fann hjá þér brennandi áhuga á að borað yrði eftir heitu vatni við Laugar- holt, en þar er heit uppspretta. Þú tjáðir mér að nú hefði hreppsnefndin ákveðið að láta bora, þú varst odd\iti hrepps- nefndar og vissir hve mikilvægt það getur orðið fyrir íbúa Borð- eyrar og sveitarinnar, ef virkjan- legt heitt vatn fynndist. En nú skal líta nokkur ár til baka. Það er 1966, þá flytur þú ásamt eiginkonu þinni Elsu Gísladóttur að Valdasteinsstöð- um og varst þá orðinn nágranni minn. A undan ykkur höfðu búið á Valdasteinsstöðum móður- systkini mín sem flest önduðust á fyrrnefndu ári. Eg hafði sterkar tauga til stað- arins, reyndar oft komið þangað bæði sem þiggjandi og til aðstoð- ar. Og nú voru systkinin öll. Og jörðin sem þau höfðu lagt svo mikla rækt við og reynt að bygg- ja upp og bæta eftir sinni bestu getu hugsanlega að fara í eyði. En þá hófst þáttur ykkar Elsu. Við erfingjar systkinanna seldum ykkur jörðina, ég a.m.k. með þá von og vissu í huga að þið mynd- uð efla hana og bæta, sem þið reyndar vissulega hafið ósvikið gert. Svo flutti ég suður og þá tókuð þið Lyngholtið á leigu og í nokkur ár hirtuð þið fyrir mig nokkrar kindur. Þú slóst túnið og nýttir hagagirðingar til beitar og sláttur og umgangur þinn var alltaf til mikillar fyrirmyndar. En nú er komið að leiðarlok- um, þú ert allur og ég hætti bráðum mínu aðalstarfi, kennsl- unni. Eg \il með þessum Iínum mega þakka þér, Elsu og dætrum ykkar fyrir allt gott á liðnum árum og hvernig sem allt skipast eftirleiðis mun þín vera minnst sem dugandi og framtakssams bónda, sem auk þess að sinna sem best sér og sínum skilaði drjúgu starfi fyrir okkar litlu sveit, sem á í dag svo mikið und- ir högg að sækja sem og önnur dreifbýlishéruð. Að lokum: Mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til þín Elsa, dætra þinna og Ijölskyldna þeirra. Þorbjöm Bjamason Systkmakveðj a Systkinin þrjú: Þuríður, Steingrímur og Sigríður. Nú eruð þið öll horfin mér yfir móðuna miklu. Til heima sem við vonandi öll hittumst á. Þú elsku Sigga mín varðst fyrst okkar systkinanna til að hverfa sjónum okkar, þrátt fyrir að þú værir næst yngst að árum. Ég minnist alltaf leikjanna okkar þegar við vorum lítil börn í heimahaga að Stórholti í Fljót- um og alla tíð vorum við mjög náin. Eg minnist þin Iíka sem ákveðinnar manneskju, sem stóðst ætíð á þínu, en varst ætíð Ijúf og góð systir, sem aldrei mun gleymast. Orð verða ætíð fátæk þegar maður missir sína nánustu og fram að þessu hefur mér verið orðavant. En atvikin leiddu svo hvað af öðru. Næst fór Þuríður systir okkar, sem tók mig ungan að árum og sá um mig þá ég missti móður mína 9 ára gamall. Hún var mér alltaf ákaflega kær, enda þótt ég færi fljótt burtu úr sveitinni, en þar bjó hún lengtst ævi sinnar, á Helgustöðum í Fljótum uns hún flutti til Sauðárkróks ásamt manni sínum Jóni Jónssyni sem nú er látinn. Þá kom elsku bróðir minn Steingrímur, en hann lést hér á Siglufirði 6. október 1997. Þessi elskulegi glaðlyndi maður er horfinn sjónum, en minningin Iifír og gleymist seint. Ég átti því láni að fagna að geta verið við sjúkrabeð hans, þar sem við vor- um báðir hér á Siglufírði. Ég held að við bræður höfum verið um margt líkir, enda kom okkur ætíð vel saman og spjölluðum oft um gömlu góðu dagana á unglingsárunum. Bróðir minn var kominn á ní- unda áratuginn þegar hann lést en alveg fram á síðustu stundir var andlegt atgervi hans óbilað og minni óbrigðult. Elsku Sigga systir var fædd 5. desember 1918, á Akureyri og lést þar hinn 23. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hún ólst upp í Stórholti í Fljótum, ásamt okkur öllum systkinunum. Hún nam ljósmóðurfræði og fór síðast í sjúkraliðanám. Hún gerðist ljósmóðir í Fljótum og síðar á Siglufirði, en fluttist það- an til Sauðárkróks og vann þar við sjúkrahúsið. Maður hennar var Símon Guðvarður Jónsson frá Helgu- stöðum í Fljótum, sem nú er lát- Eggert Olafsson Þann 3. febrúar síðastliðinn lést að Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn Eggert Ólafsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfírði. Hann var sonur hjónanna þar, Ólafs Þórar- inssonar, bónda og smiðs og Guðrúnar Guðmundu Þorláks- dóttur, húsfreyju. Þau eignuðust fímm börn; eina dóttur, Þóru, og synina Kjartan, húsasmíðameist- ara í Reykjavík, nú látinn, Þórar- in, húsgagnasmíðameistara í Reykjavík og Eggert, bónda í Dal. Guðrún Guðmunda var ekkja þegar þau Ólafur giftust. Fyrri maður hennar var Stefán Þórar- insson, bróðir Ólafs, og áttu þau fímm börn, Þórarin, Þorlák, Vil- borgu, Hólmfríði og Stefaníu. Það má segja um Eggert að snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi. Það kom fljótt í ljós að hugur hans stóð til bú- skapar. Hann hafði gaman af að annast skepnurnar, einkum sauðféð og hóf snemma kynbæt- ur á því. Það var því auðsýnt að hann tæki við búi foreldra sinna þegar að því kæmi. Mun hann hafa verið í forsvari fyrir búinu frá árinu 1933 eða 34 þótt form- Iega væri ekki fíá því gengið fyrr en árið 1943. Hann bjó síðan myndarbúi í Dal allan sinn aldur og dvaldist ekki annars staðar að undanskildum þeim tíma sem hann var í skóla, einn vetur á Laugum og annan vetur á Hvanneyri 1930-1931. Hann unni átthögunum sínum af heil- um hug. Hann var einkar áhuga- samur um allar framfarir og nýj- ungar í búskaparháttum. Félags- lífíð í sveitinni og félagsmálastörf voru honum hugleikin og var hann löngum þar í forystu og lét ekki sitt eftir Iiggja. A árunum fyrir seinna stríð átti unga fólkið í sveitinni ekki í mörg hús að venda með samkomur þvf að samkomuhúsið á Svalbarði var ekki byggt fyrr en síðar. Þá lögðu húsbændur í Dal Ungmennafé- laginu Aftureldingu til húsnæði sem var „gamli bærinn", rúmgóð- ur og vistlegur. Þar voru haldnar skemmtanir af ýmsum toga, s.s. dansleikir og færð upp Ieikrit um árabil. I þeim bjartsýna, æskuglaða hópi sem þar kom saman var Eggert hrókur alls fagnaðar og naut sín vel. Eggert var mikill náttúruunn- andi, næmur á öll tilbrigði nátt- úrunnar og kunni að lifa með landinu. Ungur fór hann að stunda veiðiskap ýmiss konar eft- ir því sem annir við búskapinn leyfðu. Hann var snjall veiðimað- ur hvort heldur var með stöng eða byssu, var t.d. lengi farsæl grenjaskytta í Dalsheiði. I bóka- fíokknum „Aidnir hafa orðið“ sem Erlingur Davíðsson skráði, sagði Eggert skemmtilega frá ýmsum ævintýrum sínum í veiði- ferðum og fleiru úr lífí sínu og inn. Áttu þau þrjú börn, Marfu Svanfríði, Kolbrúnu Ingibjörgu og Aðalstein Jón, sem öll eru á lífi, eru gift og eiga afkomendur. Steingrímur bróðir var fæddur 29. mars 1915 að Rifkelsstöðum í Eyjafirði. Fluttist ellefu ára í Fljótin með pabba og seinni konu hans, Sigurbjörgu Bjarna- dóttur, móður minni. Hann fór til náms í Iðnskóla Siglufjarðar, en gerðist síðar bóndi að Stór- holti. Kona hans var Svava Sig- urðardóttir frá Arnarstöðum í Sléttuhlíð. Þeim varð níu barna auðið sem öll eru á lífi, nema nafni minn Bjarni Omar, sem drukkn- aði af loðnubátnum Faxa 12. nóvember 1996. Þau sem eru á lífi eru Sigurður bóndi að Ysta- mói í Fljótum, Stefán Arnar bú- settur á Akureyri, Auðunn bóndi í Stórholti, Gunnar bóndi, einn- ig í Stórholti, Ragnar Þórarinn vélamaður, María Soffía hús- freyja að Brimnesi í Skagafirði, Guðbjörg húsfreyja að Kroppi í Eyjafirði, Jóna Sigríður býr í sambúð í Reykjavík. Ragnar og Auðunn eru ógiftir og barnlaus- ir, Stefán Arnar er ekki í sambúð en á þrjú börn með Þórdísi Sím- onardóttur, Vogum á Vatnsleysu- strönd. Þuríður Helga var elst okkar systkina, fædd 28. júlf 1912, að Rifkelsstöðum í Eyjafirði, dáin 6. maí 1996 á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, eftir talsvert Ianga veru á ellideild sjúkrahússins. Þura, eins og hún var ætíð kölluð og Jón maður hennar áttu sjö börn. Eitt er dáið, María, gift Einari Jónssyni, Tungufelli í Biskupstungum, nú á Selfossi. Þau sex sem eftir lifa eru öll gift nema Hafliði Grétar og eiga af- komendur sem eru Hinrik Þór, Þorsteinn Helgi, Ormar Jón, Númi Elvar og Anna Sigurbjörg. Systkini mín elskuleg. Við sem eftir Iifum, munum ætíð minn- ast ykkar allra, meðan ævin end- ist. Þessi síðbúna kveðja mín til ykkar er aðeins þakklætisvottur þess að hafa átt ykkur að, fengið að taka þátt í blíðu og stríðu með ykkur og hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa notið ykkar allra í æsku. Megi Guð blessa minningu ykkar og á æðri heimum munum við mætast aftur þegar Guð vill svo við hafa. Ykkar bróðir, Bjami Marinó þeirra bræðranna. Eggert var duglegur og vinnu- glaður maður og gekk til flestra verka fram á efri ár enda lengst- um heilsuhraustur. Eitt bagaði hann þó seinustu árin. Hann fór að tapa heyrn og missti hana Ioks alveg. Má nærri geta hve það hefur verið honum þungbært einkum meðan hann hafði að öðru leyti alla getu til þess að fylgjast með. Eftirlifandi eiginkona Eggerts er Elín Margrét Pétursdóttir. Elín er einstök mannkostamann- eskja, mikil búkona og dugleg og myndarleg húsmóðir. Það var jöfnuður með þeim hjónum og hjónaband þeirra farsælt og hamingjuríkt. Margir minnast sérstaklega gestrisni þeirra beggja sem var einlæg og hiý. Eggert og Elín áttu sérstöku barnaláni að fagna. Þau eignuð- ust saman sex börn. Þau eru í aldursröð: Ólafur, kennari og bóndi í Berunesi, Stefán, bóndi í Laxárdal, Marinó, húsasmíða- meistari á Kópaskeri, Guðrún Guðmunda, yfirljósmóðir f Reykjavík, Þórarinn, iðnskóla- kennari í Reykjavík og Garðar, framkvæmdastjóri á Kópaskeri. Áður hafði Eggert eignast son, Braga, húsgagnasmíðameistara í Reykjavík og Elín dóttur, Petru Sigríði, húsfreyju á Vopnafirði. Afkomendurnir eru orðnir marg- ir og búa víðsvegar um Iandið. Við systkinin í Holti og systkin- in í Dal vorum bræðrabörn. Yngri bræðurnir í Dal voru á líkum aldri og elstu systkinin í Holti. Smáspölur var milli bæjanna og túnin lágu saman. Mikil sam- skipti og samvinna var milli fólksins og margt fólk á bæjun- um á öllum aldri. Krakkarnir fylgdust að f leikjum og störfum, í skólum og félagslífínu í sveit- inni. Það var oft glatt á hjalla hjá frændsystkinunum í þá daga. Þeir bræður í Dal voru hraustir og fjörmiklir strákar sem fundu upp á ýmsu skemmtilegu sem litlu krakkarnir höfðu ekki síður ánægju af og er gaman að minn- ast þess nú. Við þökkum frændræknina og vináttu á lífsleiðinni. Þótt við söknum vinar í stað vitum við að gott er að fá að hvílast eftir Iang- an og farsælan dag. Við sendum Elínu og íjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eggerts í Dal. Systkinin frá Holti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.