Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 6
TT VI-LAUGARÐAGUR 21. MARS 1998 -Thgpr MINNINGARGREINAR Hallgrímur Indriðason fæddist á Espihóli í Eyjafirði hinn 17. júní 1919. Hann lést á heimili sínu í Litla-Hvammi, Eyja- fjarðarsveit, hinn 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Helgason, bóndi í Botni og síðar á Dvergstöðum í Eyjafirði, f. 26.1. 1869, d. 20.6. 1939, og kona hans Helga Hannesdóttir, f. 20.1. 1892, d. 7.1. 1976. Eftirlif- andi systkini hans eru María, Páll, Jóhann og Sigurlaug, en elsti bróðirinn, Þorbjörn, lést 1979. Árið 1941 kvæntist Hall- grímur Lilju Jónsdóttur, f. 19. júní 1921 í Vaglagerði í Skaga- firði, dóttir Jóns Kristjánsson- ar, kennara og organista, og konu hans Rannveigar Sveins- dóttur. Hallgrímur og Lilja bjuggu lengst af í Kristnesi í Eyjafirði og störfuðu við Krist- neshæli, hann við vélavörslu og smíðar ogjiún síðari ár við símavörslu. Árið 1987 fluttu þau hjónin í Litla-Hvamm í sömu sveit. Þau Hallgrímur og Lilja eignuðust fimm börn og eru tvö þeirra látin: Indriði, bókasafnsfræðingur, f. 21.10. 1944, d. 27.1. 1979, og Jón, bóndi, f. 21.10. 1944, d. 3.5. 1991. Önnur börn þeirra eru Kristín, ritari, búsett í Reykja- vík, f. 30.4. 1947, Hóhngeir Gunnar, húsasmíðameistari, Álftagerði í Mývatnssveit, f. 14.12. 1960, og Helga, bóndi í Hvammi, Eyjafjarðarsveit, f. 30.3. 1962. Útför Hallgríms fór fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 23. febrúar síð- astliðinn. Mig langar með þessum orð- um að minnast Hallgríms tengdaföður míns, ekki ein- göngu sem indæls tengdaföður, heldur miklu fremur sem afa barnabarna sinna, en í því hlut- verki fannst mér hann ætíð njóta sín hvað best. Sömuleiðis dáðíst ég ætíð að þeirri alúð sem hann lagði við hestana sína, sem sann- arlega voru heppnir með hús- bónda. Það leyndi sér ekki, að þeir voru miklir vinir hans, ekki síður en barnabörnin. Það sem framar öðru prýddi skapgerð Hallgríms var hæglæti og iðju- semi, en jafnframt hafði hann til að bera smitandi glettni, ekki síst þegar eitthvað hégómlegt í fari fólks bar á góma. Hallgríms verður hér eftir sárt saknað í heimsóknum okkar f Litla-Hvamm. Vandfundinn er betri staður til að öðlast hugarró og stilla sálarkompásinn á allt það, sem eðlilegt, heilbrigt og náttúrulegt getur talist. Þar bjuggu þau Hallgrímur og Lilja í fullkomnum samhljómi við nátt- úruna. Lengst af bjuggu tengdafor- eldrar mínir í Kristnesi og ólu þar upp börn sfn fimm að tölu. Þangað var ætíð gott að koma og minnist ég þakklátur þeirra mörgu sæludaga, sem ég og fjöl- skylda mín áttum þar með þeim hjónum og börnum þeirra. Þegar Hallgrímur lét af störfum árið 1987, sem smiður við Kristnes- hæli, og Lilja hætti símavörslu við hælið, ákváðu þau að festa kaup á Litla-Hvammi, sem þá var orðinn heldur hrörlegur bær við jaðar Kjarnaskógar. Fannst mörgum það hið mesta óráð og að vart yrði þar aftur um manna- bústað að ræða. En Hallgrímur Hallgríimir Indriðason hélt sínu striki, sem endranær, og endurbyggði húsið af þvílík- um dugnaði að athygli vakti. Sa'man byggðu þau Lilja upp einkar hlýlegt heimili og fegruðu umhverfið af sinni einstöku smekkvísi og alúð. Síðastliðið sumar hlutu þau hjón viður- kenningu sveitunga sinna fyrir fagurt umhverfi og snyrti- mennsku. I Litla-Hvammi er gestum ávalllt tekið fagnandi og af norð- lenskri gestrisni. Aldrei heyrist þar talað styggðaryrði við eða um nokkurn mann. I mesta lagi gert góðlátlegt grín að náunganum. Heimilið er látlaust og menning- arlegt og m.a. margt góðra bóka, sem ég Iæt oft eftir mér að sökk- va mér ofan í í kyrrðinni, sem ekkert truflar nema hljóð þau sem tilheyra náttúru landsins. Verð ég að viðurkenna, að stund- um gat tekið tíma að venjast kyrrðinni, og að vakna við fugla- söng og suð í flugum, í stað þess þunga niðs umferðar, sem jafnan fylgir morgunsárinu f Reykjavík. Hallgrímur leyndi oft á sér og gat verið gaman að gantast við hann þegar svo bar undir. Fannst mér oft skondið hversu rækilega hann var áttaður ekki síður inn- an húss en utan. Hvert herbergi og jafnvel húsgagn laut reglu áttavitans og fannst okkur borg- arbörnum, sem kunnum fáar átt- ir aðrar en uppeftir og niðreftir, stundum kostulegt á að hlýða. Hallgrímur, eins og annað fólk á sömu slóðum, talaði hreinrækt- aða norðlensku, sem í fyrstu hljómaði skringilega í sunn- lenskum eyrum. Framan af fannst mér óþarflega mikið af samhljóðum í þessari skýru tungu, enda vanari sérhljóðum. Fljótlega lærði maður að meta hin nýstárlegu hljóð, sem fylgdu heimsóknum í Litla-Hvamm, og skynjaði þau sem nátúrulega tónlist í réttum takti við manns- sálina. Hallgrímur þoldi illa skarkala borgarlífsins og fór helst ekki ótilneyddur til Reykjavíkur. Að því leyti voru þau Lilja nokkuð ólík. Þá sjaldan henni tókst að telja mann sinn á að heimsækja höfuðborgina, tók hann fljótt að ókyrrast og verða heimfús. Hann fór að hafa áhyggjur af hestun- um sínum og fyrir kom að hann missti áttirnar, aldrei þessu vant, enda fátt um kennileiti ef miðað er við Eyjafjörðinn. Þótt mér fyndist Hallgrímur og Lilja alltaf vera einkar ham- ingjusamt fólk, þá vissi ég að alltof oft hafði nístandi sorgin knúið dyra hjá þeim. Þannig misstu þau tvö elstu börn sín, tvíburana Indriða og Jón, er þeir voru í blóma lífsins. En, eins og gjarnt er um Iffsreynt fólk, þá var áföllum tekið af æðruleysi og sorgin hljóð. Virtist sem Hall- grímur og Lilja efldust með hverri raun sem á þau var lögð. Um leið og ég votta tengda- móður minni og börnum hennar mína dýpstu samúð vil ég þakka Hallgrími fyrir þann hlýleik og vinsemd sem hann ætíð sýndi mér, allt frá fyrstu kynnum, og fyrir að veita barnabörnum sín- um það veganesti sem fólst í nærveru hans og tilvist. Grétar Sigurbergsson Þegar hringt var f mig og mér sagt að afi minn og alnafni væri allur voru fyrstu viðbrögðin undrun. Síðan Iét ég hugann reika til allra þeirra góðu minn- inga sem ég á og tengjast hon- um. Þær eru margar og meðan ég hef þær verður afi minn og al- nafni áfram á lífi í huga mér. Þegar ég var strákur var það fastur punktur í tilverunni hjá mér að fara norður til afa og ömmu í Kristnesi á sumrin og vera hjá þeim í mánuð. Mér fannst þetta alltaf jafngaman og afi átti stóran þátt í því. Fáir höfðu jafngott lag á börnum og hann og það sást best á barna- börnunum hans sem litu alltaf upp til hans og dáðust að því hvað hann var góður og skemmtilegur. Þar var ég engin undantekning. Annað sem var skemmtilegt við þessa dvöl í Kristnesi var að fara á hestbak með afa. Hann var mikill hestamaður og kenndi mér réttu tökin í hestamennsk- unni. Það var nánast ævintýri Iíkast að fá að fara með afa ein- hverja langa Ieið á hestunum. Hann fór alltaf reglulega á hest- bak sjálfur, ýmist einn eða með öðrum, og þetta var það sem hann hafði hvað mest gaman af. Þegar afi hætti að vinna á Kristnesi fluttu hann og amma í Litla-Hvamm, sem þau höfðu keypt og afi hafði síðan gert upp með smá hjálp. Það verk sem hann vann þar sýnir betur en nokkuð annað hversu handlag- inn hann var. Hann starfaði sem smiður á Kristnesi og þá kunn- áttu notaði hann óspart til að gera upp Litla-Hvamm og það listilega vel. Síðan hafði hann at- hvarf í kjallaranum þar sem hann var oft að smíða. Skemmst er að minnast þess að þegar ég útskrifaðist úr Háskóla Islands á sfðasta ári fékk ég mjög fallega gjöf frá afa og ömmu. Það var þríhyrnd veggklukka sem hann hafði smíðað sjálfur. Betri minn- ingu um afa er varla hægt að hugsa sér. Þó að heimsóknir til afa og ömmu yrðu ekki eins langar eins og áður þegar ég komst á ungl- ingsár fór ég alltaf þangað á hverju sumri og gisti þá 'hjá þeim í nokkra daga. Þar var alltaf tek- ið jafn vel á móti manni og það hefur verið yndislegt að koma þangað til að njóta fegurðarinnar í Eyjafirðinum, sérstaklega í góðu veðri. Það er skrýtin tilhugsun að sjá ekki afa aftur og að hann taki ekki á móti mér næst þegar ég kem í heimsókn í Litla-Hvamm. En það er alltaf hægt að hugga sig við minninguna. Og hún verður okkar mesti styrkur. Það er ósk mín að amma njóti minn- inganna um afa og að þær styrki hana í sorginni. Hún hefur misst lífsförunaut sinn til 50 ára og slíkt skarð verður ekki fyllt. Eg bið guð að styrkja þig, amma mín, og hugsa um það góða sem afi gaf þér í þessu Iífi. Hallgrímur Indriðason I örfáum orðum langar mig að minnast Hallgríms Indriðasonar í Litla-Hvammi sem varð bráð- kvaddur á heimili sínu þann 14. þessa mánaðar. Hallgrímur var einn af þessum sterku, íslensku mönnum, einlægur, hæglátur og fölskvalaus vinur vina sinna. Hann var einstakt ljúfmenni og var einkar lagið að gefa frá sér mannlega hlýju sem engir kunnu betur að meta en börnin sem hann umgekkst. Barnabörnin hans elskuðu hann og dáðu. Hann kom fram við þau eins og fullorðið fólk, ræddi við þau, grínaðist og skemmti þeim á þann hátt sem þau kunnu vel að meta. Hallgrímur eyddi ekki tíman- um í óþarfa mas en hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og var fús að ræða þær ef eftir var leitað. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn og taldi aldrei eftir sér aukasnúning ef það gat orðið samferðamönnum hans að liði. Hann var vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi. Hallgrímur og Lilja, lífsföru- nautur hans í hálfa öld, voru ein- staklega skemmtileg heim að sækja. Það var alltaf á vfsan að róa með veisluföng handa gest- um og Hallgrímur lét ekki sitt eftir liggja að bjóða gesti vel- komna með spjalli um daginn og veginn. Þótt þau væru ólík ríkti mikil eindrægni á heimilinu og enginn þurfti að óttast að þar væri rifist eða deilt um nokkurn hlut. Myndarskapur hefur einkennt allt heimilishald þeirra. Lilja er snillingur í öllu sem sneri að heimilishaldi og Hallgrímur snillingur í að lagfæra og dytta að öllu sem Iagfæringar þurfti. Heimilisbragur hjá þeim hjónum var einstakur. Þau voru samhent og sem einn maður í að fram- kvæma það sem gera þurfti. Handlagni og snilld Hallgríms við smíðar er víða sjáanleg en líklega hvergi þó eins og í Litla- Hvammi sem þau Lilja gerðu upp. Þau keyptu gamalt hús í niðurníðslu og gerðu upp þann- ig að varla verður betur gert. Þar hafa þau búið síðustu árin í tún- fætinum hjá Helgu og Herði, dóttur og tengdasyni f Hvammi, sem reka þar myndarbúskap. Á síðastliðnu ári fengu Hvamms- búar og þar með Litli-Hvammur viðurkenningu sveitarinnar fyrir snyrtimennsku og var það einkar vel til fundið því varla verður lengra komist í snyrtímennsku en á þessu heimili. Nú þegar leiðir skilja sitja minningarnar einar eftir. Það er fagur minnisvarði sem Hallgrím- ur skilur eftir sig meðal sam- ferðamanna. Óvini átti hann enga og öllum reyndi hann að gera gott sem á vegi hans urðu. Lilja hefur misst mikið en allt í kringum hana tala handarverk Hallgríms, og áfram munu liggja gangvegir til Litla-Hvamms til að heilsa upp á einstaklega gest- risna húsfreyju. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Lilju, barna Hallgríms og tengdabarna, barnabarna hans og systkina og allra annarra aðstandenda. Guð blessi minningu þessa öðlings, Hallgríms Indriðasonar. Sigrún Klara Hannesdóttir Magnea Krístín Sigurðardóttir JráHóliíKinn Kveðja frá ötnmubami Ég þakhi þér elsku amma, þau ár, sem þú veittir mér. Gleði, við spil milli anna, þú ætíð gast sinnt, okkur hér. Að tala um heima og geima, um allt sem hugurinn ber. Þú ætíð varst þarna, að hlusta, þín ráð voru stórkostleg. Þú frjó varst í hugsun og verki og bórnum þú unnir svo mjög. Þú vel, barst þitt aðalsmerki, og hugprýði voru þín lög. Ég sakna þín elsku amma, þú varst mér svo blíð og góð. Guð þig, varðveiti og geymi, við hittumst á annarri sól. Ása Jakobsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.