Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 8
VJII-LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 SDnpr MINNINGARGREINAR Henný Berndsen Búðardal Minningar um sólrík sumur bernskunnar sækja á hugann, því fastar sem æviárum fjölgar. Og fríkka enn með aldrinum. Það helgast trúlega af því, að eft- ir því sem lengra líður verða þær Iíkar í veruleikanum, eins og hann er í eðli sínu. Tíu ára fékk ég að vera sumar- langt hjá hjartahlýjum og barn- góðum hjónum vestur í Búðar- dal, Óskari Sumarliðasyni, vél- gæslumanni og bifreiðarstjóra, og konu hans, Henríettu Bernd- sen. Ég held þau hafi fyrst kynnst þegar þau voru ung að árum í vist hjá Boga Sigurðssyni, langafa mínum, og Ingibjörgu Sigurðardóttur, seinni konu hans. Æ síðari báru þau góðan hug til fjölskyldu þeirra og auð- sýndu afkomendunum mikið trygglyndi. Óskar og Henný voru bráð- myndarleg hjón, fríð sýnum, greind og vel máli farin. Þau áttu heima í reisulegu húsi undir barðinu niður við sjó. Sýslumað- urinn bjó nokkrum Ióðum sunn- ar og uppi á hæð syðst í þorpinu læknirinn með apótek sitt. Vest- ast í plássinu, hinum megin við gamla kaupfélagshúsið og hryggjuna, var pósthúsið. Þar bjuggu Anna, systir Hennýjar, og maður hennar, Hallgrímur Jóns- son frá Ljárskógum. Mig minnir að fleiri en ein af dætrum Önnu og Hallgríms hafi heitið Anna að seinna nafhi, enda sagðist Halli jafnan vera „önnum kafinn". Fjaran var ævintýraheimur. Það var fjaran, þar sem mamma sagði, að krabbinn hefði forðum bitið í tána á Jóu frænku. Fór ómældur tími í það hjá mér að skoða skeljar, kuðunga og skrýt- na steina, og fegurðina allt í kring. Fuglar hlupu fram og aft- ur í fjöruborðinu eða flugu lágt yfir haffletinum, sumir með mjög tíðum vængjaslætti. Eg fann upp á því, sem ég hef ekki heyrt fyrr eða síðar að nokkur hafi tekið sér fyrir hendur, að safna fjöðrum og líma inn i stíla- bók. Við hverja fjöður skrifaði ég nafnið á fuglinum. Hvernig sem ég reyni núna, get ég ekki mun- að aðferðina sem ég hafði til þess að vita af hvaða fugli hver fjöður væri. Kannski ég hafi séð hana losna við fuglinn og svífa til jarðar? Ég óð í miðjan legg út í sjó og sá gegnum tært, sóllýst vatnið að breiðvaxnir fiskar lágu við gáróttan sandbotninn. Stundum rerum við Birgir Óskarsson á agnarlitlu horni út á Hvamms- fjörð, en aldrei Iangt. Þó einu sinni svo langt, að áður en við vissum stóð Henný í fjörunni og skipaði okkur háum rómi að koma í land. Eg Ieit ákaflega upp til Birgis, sem var fáum árum eldri en ég. Við hugsuðum margt í samein- ingu og vorum á ýmsum sviðum það, sem nú á dögum værí kall- að „nokkuð útpældir". Höfðum við sitthvað að athuga við veröld hinna fullorðnu og strengdum þess heit á einu máli að aldrei skyldum við að nauðsynjalausu bera hárgreiðu okkur í höfuð. Birgir fékkst við að búa til lönd og eyjar með því að hræra dag- blaðapappír saman við hvetilím og móta þetta á krossviðarplötu. Þegar þornað var, málaði hann landslagið með vatnslitum og voru þar bæði hólar og hæðir, börð og bringur, fjöll og fell og jafnvel skfnandi jökulstindar. Á lognsælum víkum og vogum flutu skip með rá og reiða, listi- lega tegld. Þetta var mikið augnayndi, en gáfan fengin í arf frá báðum foreldrum, því að Henný var listfeng og hugkvæm, en Óskar hagleiksmaður - og músíkalskur; hafði ungur smíð- að sér fiðlu. Á malarkambinum neðan við íbúðarhúsið stóð braggi með mikla sál, bílageymsla og verk- stæði heimlisins. Innst var kompa full af verkfærum, olíu- brúsum, rafgeymum og fleira dóti á mismunandi stigum nota- gildis - og af öllu saman mikil lykt og góð og holl fyrir andann. Við Birgir undum í bragganum langdvölum að skemmta okkur og dáðist ég að því hve vel hann blístraði. Einn smellurinn sem hann flautaði af mikilli list hér minnir mig „Sixteen tons", en annar „Up a Lazy Biver". Henný hafði mjög holla návist og talaði við börn eins og þau væru fullorðið fólk. Það var mjög gott í eldhúsinu hjá henni og þangað sóttu margir til þess að drekka kaffisopa og spjalla. Hún hafði þann sið íslenskra hús- freyja fyrr á tíð og setjast ekki sjálf til borðs heima hjá sér. Stundum kom Stjáni litli, al- vörugefinn og virðulegur öld- ungur, mjög lágvaxinn og klædd- ur buxum og jakka úr bláu „mannkyni". Nokkrum sinnum kom maður, sem ég held endi- lega hafi verið kallaður Guð- mundur Kamban. Ég var ekki kominn lengra í bókmenntasög- unni en það, að ég hélt lengi vel að þetta væri skáldið fræga. En hann reyndist þá vera frá Kambsnesi. Óskar hafði gaman af krökk- um. Við spiluðum oft Olsen-Ol- sen við eldhúsborðið hjá Hennýju. Hann var útsetinn að svindla í spilinu: breytti reglun- um þá minnst varði, sveik Iit og laumaðist til að leggja niður tvö spil í staðinn fyrir eitt. Höfðum við af þessu mikla skemmtun. Hann var í vegavinnu á sumrin og stundum bauð hann mér í bíltúr með sér á vörubílnum sín- um, sem hafði skrásetningar- númerið D-2, kannski að líta á veginn að brúnni yfir Fáskrúð; það voru ógleymanlegar ferðir. Oft gekk ég með honum yfir í mótorshús þorpsins, þar sem Óskar sneri í gang með tröllauk- inni sveif stóreflis maskínu, sem hefur sennilega verið vararaf- stöð. Þar inni var allt fágað og fínt. Margt kvöldið sátum við öll inni í borðstofu, þar sem út- varpsviðtækið var, og hlustuðum á sögulestur á öldum ljósvakans, eins og þá var oft komist að orði. Við héldum næstum niðri í okk- ur andanum, því að þetta var svokölluð sakamálasaga og hét „Hver er Gregory?" Á undan og eftir þessu var leikið í útvarpinu mjög ískyggilegt tónstef, ættað einhvers staðar úr undirdjúpun- um, svo að manni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Vestan við íveruhúsið var fjós og hlaða handa einni kú, sem Henný mjólkaði. En á kambin- um austan við braggann stóð hænsnakofi. Hænsnin átti Ásta Sumarliða, saumakona, systir Óskars. Hún batt prjónles úr ull utan um prikin í kofanum, svo hænunum yrði ekki eins kalt á fótunum. Úr eggjunum bakaði Henný kökur sem voru dásam- legar og óviðjafnanlegar. Ásta, mágkona hennar, bjó í tveimur herbergjum uppi á lofti, þar sem pelargóníur og hortensíur stóðu með blóma, en útsýn viðbrigða fögur yfir fjörðinn á góðveðurs- dögum; hafflöturinn eins og þúsund litlir speglar. Stundum lagðist flóabáturinn Baldur að bryggju og þá var upp- skipun og litlir políar fengu að hjálpa til og gátu jafnvel unnið sér inn eitthvert smáræði. Og krökkum var leyft að vera í reikningi hjá Kaupfélaginu og sumir, og þar á meðal ég, tíndu hagalagða sem voru vigtaðir og andvirðið lagt inn á reikninginn þeirra ásamt vinnulaununum fyrir að vera léttadrengur við uppskipun. Eftir þetta barst þeim Hennýju árlega skilmerki- legt yfirlit, þar sem inneign mín var tíunduð, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum, og stundum sendu þau mér þetta plagg suður til upplýsingar. Fyrir nokkrum árum ætlaði ég að gamni mínu að grennslast fyrir um innistæðu þessa skoplitla, én húri var þá samkvæmt lögmálum æðri fjár- mála orðin að engu. I Búðardal kynntist ég jafn- aldra mfnum, Unnsteini Þor- steinssyni. Hann var sonur sæmdarhjónanna Þorsteins Bjarnasonar og Sigríðar Helgu Aðalsteinsdóttur í Borgarnesi. Unnsteinn dvaldi á sumrin hjá móðurforeldrum sínum, þeim Aðalsteini og Steinunni í Búðar- dal en þau áttu heima í brekkun- ni innan- og ofantil við hús Ósk- ars og Hennýjar. Unnsteinn var mjög indæll drengur og vel gerð- ur og einhver allra skemmtileg- asti leikfélagi sem hægt var að óska sér. Við fórum margar land- könnunarferðir um nágrennið og komum man ég dag einn til gömlu hjónanna í Bjarnabæ. Unnsteinn lést skyndilega af slysförum tvítugur að aldri, mik- ill harmdauði. Uppi á Barði bjó frændi minn, Magnús Skóg Bögnvaldsson, vegaverkstjóri, og eingkona hans, Kristjana Ágústsdóttir, og voru vel látin heiðurshjón og góðvinir Óskars og Hennýjar. Bróðir Magnúsar, Elís Þorsteins- son, bjó þá búi að Brautarholti í Laxárdal. Ég hafði haft gígju mína með mér í sveitina og var að bera mig að spila fyrir Ella lögin sem ég hafði lært hjá dr. Edelstein. Man ég að hann hvat- ti mig til þess að taka mér til fyr- irmyndar sellóleik hálflanda okkar, Erlings BIöndals-Bengts- sonar, einkum hið mjúka og skýra bogastrok hans. Oft hefi ég hugsað síðan, hve þarna var í raun á ferðinni merkileg ábend- ing og upphvatning. Börn Óskars og Hennýjar eru öll vel af Guði gerð, flinkar manneskjur og hæfileikafólk. Þetta sumar 1955 var Gunnar farinn að heiman, Birgir ung- lingur að aldri og sömlueiðs einkadóttirin Hildur, sem um veturinn á undan hafði verið við nám á Héraðsskólanum í Beyk- holti. Yngsti sonurinn, Hilmar, var enn á barnsaldri, nú raf- virkjameistari í Búðardal. . Mamma og Henný höfðu þá .föstu reglu árum saman að hringja hvor aðra upp á aðfanga- dag jóla. Og eftir að ég flutti til Bolungarvíkur og raunar lengi síðan kom ég sturidum í heim- sókn til þeirra Óskars og átti alltaf elskulegum viðtökum að fagna. Henný var þá farin að vinna á símstöðinni þar sem fal- leg rödd hennar naut sfn einkar vel. Á meðan við bjuggum í Reykjavík skutumst við stundum vestur að kaupa slátur. Og þegar við vorum sest að hér í Holti stöldruðum við tíðum hjá henni á Ieið að heiman eða heim. Þá brást ekki, að hún hafði einmitt verið að baka eða þá hún var rétt að verða tilbúin með kvöldmat- inn og ekki að tala um annað en ganga í bæinn og þiggja viður- gjörning og helst að gista. Og að morgni, þegar við vorum búin að drekka kaffið, stakk hún að Ágústu spennandi uppskrift að skilnaði. Við kveðjum góða konu. Við biðjum Guð að blessa legstað hennar við hlið elskaðs eigin- manns og venslafólks, undir bjartri sól Dalanna. I huga eftir- lifenda vakir hjartans þökk og dýrmæt minning, mikill auður. Ég bið Guð að blessa minningu hjónanna Óskars Sumarliðason- ar og Henriettu Berndsen og minningu systur Óskars, Ástu Sumarliðadóttur. Hann gefi ást- vinum þeirra alla himneska blessun og náð, bæði hér og í komandi heimi. Gunnar Björnsson Ásgeir Salberg Karvelsson Kýninnarstöðum Eitt sinn skal hver deyja. Mann setti hljóðan við þá staðreynd að Asgeir væri látinn langt um ald- ur fram. Minningar lifa um dag- farsprúðan og Iífsglaðan vin, en vinur varst þú vina þinna. En við fyrir rúmum sólarhring vorum að spila eins og oft áður og óraði mann síst af öllu að það væri síð- asta sinn. Alltaf hafðir þú gaman af að taka í spil og margar ferðir áttum við saman tíl að mæta í fé- Iagsvist eða brids. Það auð- kenndi þig mest skylduræknin og hjálpsemin. Aldrei varst þú sérstaklega hneigður að búskap en taldir það ekki eftir þér að halda honum við á Kýrunnar- stöðum ásamt föður þínum sem er orðinn mjög sjónskertur, en nutuð hjálpar systkina og ann- arra á álagstímum. Hugur þinn snerist meira um bókmenntir og lestur um fræðistörf, oft minnt- ist þú á Jens Pálsson mannfræð- íng en þú varst samferða honum um skeið við öflun á heimildum, og ekki spillti fyrir að Jón Emil móðurbróðir þinn var vel heima í bókmenntum. Þjóðmálin Iést þú þig varða, og hafðir alltaf ákveðnar skoðanir og rökfastur gastu verið, oft komstu eða hringdir ef þér fannst þú þurfa að ræða um mál líðandi stundar. Ég veit að ég á eftir að sjá út um gluggann eða gefa símanum auga hvort þú ert að koma og eða hefur þörf fyrir að ræða um það sem er efst á baugi þá stund- ina, en margar samverustundir áttum við í eldhúsinu yfir kaffi- bolla, og var þá tíminn oft fljótur að líða. Aldrei léstu eftir þér að veita öðrum hjálp ef þörf var á, eftir sem geta og þekking þín Ieyfði. Er mér alltaf minnisstætt árið sem ég byggði útihúsin og dregist hafði fram á vetur að taka þau í notkun er þú komst óum- beðinn og hjálpaðir mér að inn- rétta fjárhúsin alla jóladagana, var oft unnið langan vinnudag, en með því hafðist að koma kindunum inn fyrir áramót. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka þær samveru- stundir sem við áttum með þér. Minningin um heiðarlegan og góðan dreng mun alltaf verða okkur í huga. Ég og fjölskylda mín viljum votta föður og syst- kinum og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Guð varðveiti góðan vin. Rúnar Jónasson og fjölskylda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.