Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 10
X-LAVGARDAGVR 21. MARS 1998 SD^tr MINNINGARGREINAR Bjorn Þórðarson Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hinn 3. mars 1998. Foreldr- ar hans voru Guðrún Lovísa Björnsdóttir frá Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal f. 1. nóv- ember 1862, d. 9. júní 1906 og Þórður Kristinn Jónsson bóndi í sömu sveit f. 15. júní 1858, d. 7. október 1941. Björn var næstyngstur 10 systkina og lifði hann þau öll. Systkinin voru Dóróthea f. 6.5. 1882, d. 23.4. 1972, Jóhanna f. 16.8. 1884, d. 18.10. 1975, Svanhildur f. 1.1. 1887, d. 23.4. 1887, Sesselja f. 29.8. 1888, d. 10.9. 1942, Sig- ríður eldri f. 4.5. 1891, d. 22.4. 1898, Gunnlaugf. 4.1. 1894, d. 29.4. 1996, Jón f. 1.12. 1896, d. 16.3. 1995, Sigríður yngri f. 5.7. 1899, d. 21.7. 1912,Árnif. 3.6. 1906, d. 10.10. 1984. Björn kvæntist 16.8. 1930 Sigríði Guðmundsdóttur frá Bolungarvík f. 20.8. 1903, d. 26.12. 1983. Foreldrar hennar voru Guðríður Hannibalsdóttir f. 20.6. 1874, d. 20.6. 1921 og Guðmundur Steinsson f. 16.10. 1874, d. 7.11. 1923. Sigríður og Björn eignuðust þrjár dætur. 1) Guðrún, hús- móðir f. 23.11. 1930 gift Árna Gunnarssyni, skrifstofustjóra f. 6.11. 1930. Dætur þeirra eru Sigríður f. 24.5. 1960 gift Helga Má Arthurssyni f. 19.2. 1951. Þau eiga tvö börn, Gunn- ar Arthúr og Elínu Þóru. Auður Þóra f. 21.3. 1962 gift Höskuldi Björnssyni f. 17.11. 1961. Þau eiga þrjú börn, Árna Björn, Birgi Örn og Guðrúnu. 2) Erla, hússtjórnarkennari f. 31.3. 1932 gift Erni Guðmundssyni, kennara f. 3.10. 1924. Sonur þeirra er Björn Arnarson f. 21.6. 1954. 3) Birna, handa- vinnukennari f. 2.2. 1936, d. 15.6. 1985 gift Heimi Hann- essyni, lögfræðingi f. 10.7. 1936. Börn þeirra eru Hannes f. 25.3. 1960 kvæntur Guðrúnu Sólonsdóttur, f. 20.4. 1962. Þau eiga tvö börn, Heimi og Jónu Vestfjörð. Sigríður f. 29.3. 1963 gift Erling Jóhannessyni f. 10.4. 1963. Þau eiga tvö börn, Birnu og Kristin. Magnús f. 25.8. 1965 kvæntur Sigríði Bjarnadóttur f. 24. 9. 1960. Börn þeirra eru Kolbeinn Ingi, Arnar Freyr og Unnur Birna. dae2!Æ**m vívk \ \i ÍLÚtíUÍ—ÍSl.------- Vinningaskrá 43. útdráttur 19. mars 1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 27423 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 29584 36929 42594 55023 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3541 6547 27492 29061 32460 35905 5498 19366 28744 29395 34484 38701 Húsbúnaðarvinn Kr. 10.000 Kr. 2( ingur t.000 (tvöfaidur) 558 8935 18886 31195 4147« 50048 61073 erm 873 9264 19522 34122 41678 50254 61161 69984 1879 11335 20131 3S263 42248 52675 61329 70809 1914 12039 20310 35296 42258 53659 62168 71651 2165 12085 20793 36259 42339 54055 62312 71816 3497 13398 24584 36566 45497 54676 63021 75300 3762 13601 25233 37271 4607Q 55497 63216 7(432 4359 14151 28474 37846 46684 55718 63554 78830 4523 14156 29219 38026 47299 55996 6388« 79076 5593 14825 29621 38092 48746 56852 64383 5841 16895 30162 40526 49229 58029 64580 7767 17026 30465 40563 49240 58152 65619 7953 17948 30901 40612 49736 60852 67461 Kr. 5.0( Húsbúnaðarvinningur )0 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 188 13760 22448 30948 39767 50630 64047 71695 798 13944 22789 31094 40157 SIOOO 64386 71904 1145 14030 23025 31117 40197 51152 64524 71967 2368 14166 23364 31697 40357 51547 65156 72244 2603 14297 24370 31878 40372 52000 65362 72436 2616 15003 24492 31881 40777 52469 65386 72481 3111 15707 24576 31967 40844 52865 65460 72796 4585 15726 24642 32267 41089 53804 65483 73216 4802 15767 25883 32415 41452 54134 65530 73254 5742 16457 26105 32679 41473 54230 65865 73698 5895 16818 26187 32887 42231 54407 66002 73758 6484 17525 26724 33317 42852 55436 66098 74478 6867 17646 27077 33401 43388 55903 66892 74588 7244 18219 27098 34060 43858 56712 67198 74690 7814 18558 2780S 34209 44979 56967 67655 74704 8050 18565 28029 34305 45206 57387 68119 74890 8563 18770 28333 34723 4569S S7549 68184 76071 9376 . 18784 28405 34915 45902 57708 68373 77000 9663 19749 28448 34962 4S95S 57930 68425 77010 10000 19773 28629 35058 4646S 58748 68437 77243 10099 20065 29366 35464 46602 59228 68464 77504 10101 20178 29487 35572 4702S 59490 68657 77525 10697 20436 29501 36339 47558 59842 68709 77974 11588 20593 29533 36808 47786 60100 68731 78186 11702 20595 29556 36959 48644 60520 69005 78981 12274 21117 29608 37252 48750 61989 69429 79030 12454 21268 29711 37303 48781 62207 70207 12478 21659 29806 37887 49276 62393 70S37 12532 21684 29855 38100 49820 62978 71004 12851 21950 29966 38737 50086 62991 71032 13244 22273 30680 39105 50342 63250 71334 13540 22300 30853 39201 50380 64038 71596 Næsti útdríttur fer fram 26. nun 1998 Hcimmíos í Internet:: Http://v/ww.iín.i»/dai/ Björn varð búfræðingur frá Hólaskóla 1925. Stundaði framhaldsnám við bændaskól- ann í Ladelund á Jótlandi. Lauk íþróttakennaraprófi frá OHerup á Fjóni vorið 1928. Hann vann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Ak- ureyri í nærfellt 50 ár, verslun- ar- og skrifstofustörf. Björn geg- ndí um ævina fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Ferðafélags Akureyr- ar í aldarfjórðung og síðar kjör- félagi; í stjórn Leikfélags Akur- eyrar í áratug og heiðursfélagi þess. Hann var í stjórn Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga í 20 ár og meðhjálpari í Akureyrar- kirkju í 25 ár. Auk þess starfaði hann í ýmsum öðrum félögum í lengri eða skemmri tíma. Útför Björns Þórðarsonar var gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. mars 1998. Björn Þórðarson, tengdafaðir minn, komst nærri því að lifa bil- ið milli tvennra aldamóta, þeirra sem fáir geyma nú lengur í minni og hinna sem eru í þann veginn að ganga í garð. Þetta er drjúglangur tími í mannlegu sam- hengi og má nota ýmsa mæli- kvarða til að átta sig á því. Björn minntist þess gjarnan að hann átti sama fæðingardag og Samband ís- lenskra samvinnufélaga, 20. febr- úar 1902. Það átti hins vegar fyrir honum að liggja að lifa Samband- ið allmörg ár, þótt hann hefði áreiðanlega talið það líklegt til lengri lífdaga og unnt því þeirra vel. Eins og eðlilegt er um mann sem lifði næstum alla öldina má í ævi Björns greina ýmislegt af því sem hefur markað breytingaferil þjóðfélagsins hér á landi á tuttug- ustu öld. Foreldrar hans bjuggu búi sínu í Svarfaðardal en þegar móðir hans dó frá stórum hópi barna leystist heimilið fljótlega upp. Björn var þá aðeins fjögurra ára. Hann ólst upp þar í dalnum, að mestu hjá vandalausum. Hann átti heimili á Tjörn frá sautján ára aldri og minntist áranna þar löng- um með ánægju. Eins og önnur börn í Svarfaðardal naut hann þess að skólahald varð þar með skipulegum hætti fyrr en víða annars staðar, m.a. reist sérstakt skólahús skömmu áður en Björn komst á skólaskyldualdur. Hann fór síðan í Hólaskóla og varð bú- fræðingur þaðan eftir tveggja ára nám. Að því loknu fór hann til Danmerkur og var þar í tvö ár við nám og störf á sviði landbúnaðar og íþrótta. Eftir heimkomuna til Islands starfaði hann eitt ár við kúabúið á Vífilsstöðum. Á þeim tíma kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Guðmundsdóttur frá Bol- ungarvík. Þau gengu í hjónaband árið 1930 og stofnuðu heimili sitt á Akureyri. Björn hafði þá ráðist til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og á vegum þess vann hann síðan alla sína löngu starfsævi, lengst á skrifstofu félagsins. Þegar Björn og Sigríður voru að byrja búskapinn voru kreppuár í Iandinu. Þá var mikils virði að hafa örugga vinnu. Þótt efnin væru ekki mikil festu þau hjón fljótlega kaup á íbúð í nýlegu húsi við Oddagötu á brekkutungunni norðan við Grófargil og þar stóð heimili þeirra alla tíð síðan. Úr gluggum íbúðarinnar á efri hæð- inni þar sem þau bjuggu er útsýn yfir Pollinn og út Eyjafjörð. Þar er oft svo morgunfagurt að maður heldur að engin sjón geti orðið fallegri, þangað til kvöldið kemur og býður jafnvel enn betur með solarlaginu við fjarðarmynnið. Þannig var hin ytri umgjörð um ástríka sambúð þeirra Sigríðar og Björns í meira en hálfa öld og æskuheimili dætra þeirra þriggja. Ég þekkti ekki heimilisbraginn þar á fyrri árum en af löngum kynnum síðar þykist ég fara nærri um að hann hafi fallið dável inn í þá umgjörð sem ég var að reyna að lýsa. Ávallt frá því ég kom þar fyrst hefur mér fundist þetta hús á Brekkunni einhver eftirsóknar- verðasti staður heim að sækja. Ég var ekki einn um þá afstöðu. Ekki síst munu barnaböm þeirra hjóna telja það meðal sinna bestu stun- da er þau fengu færi á að dveljast hjá ömmu og afa á Akureyri, og þau tækifæri voru mörg og óspar- lega notuð. Hlýleiki Sigríðar, róse- mi Björns og umhyggja þeirra beggja setti mark sitt á þennan notalega griðastað. Björn kunni starfi sínu vel og stundaði það af kostgæfni og stakri reglusemi. Því fór þó fjarri að áhugamál hans væru öll við það bundin. Hann var sérlega fé- lagslyndur maður og starfaði um langan aldur í ýmsum félögum á Akureyri. Þeirra á meðal var Leik- félag Akureyrar þar sem Björn var lengi í stjórn, þótt ekki muni hann hafa komið fram á leiksviðinu. I Ferðafélagi Akureyrar starfaði hann einnig lengi af miklutn áhuga. Hann var oft fararstjóri í ferðum á vegum félagsins um byggðir og óbyggðir og í ritnefnd tímarits þess Ferða. Hann naut þess ríkulega að ferðast um land- ið, nær og fjær, fótgangandi eða á hestbaki um fjöll og firnindi og akandi um byggðir. Hann átti margar góðar minningar um ferð- ir sínar og samferðamenn og það var gaman að heyra hann rifja þær upp. Þar kemur allt til, að hann gerði sér far um að fræðast sem best um þá staði sem hann kom á, var stálminnugur og kunni vel að segja frá. En ekki var síður skemmtilegt að vera í för með honum, fræðast af honum um það sem fyrir augu bar og lúta rögg- samri leiðsögn hans. Hann hefði aldrei látið sér til hugar koma að fara svo fram hjá byggðu bóli að hann reyndi ekki að gera sér grein fyrir nafni þess, enda var óvíða komið að tómum kofunum hjá honum í þeim efnum. Áhuga sín- um á ferðalögum hélt Björn til hinstu daga og lét ekki fótfúa aftra sér frá að eiga frumkvæði að þeim þegar færi gafst. Björn var kirkjurækinn og gegn- di um aldarfjórðungs skeið með- hjálparastarfi í Akureyrarkirkju. Hann var í góðu vinfengi við prestana sem hann átti þar sam- starf við og sinnti þessu hlutverki af sömu alúð og öðru sem hann tókst á hendur. Eftir að Sigríður lést, fyrir rúm- um fjórtán árum, bjó Björn einn í íbúðinni við Oddagötu, þótt hann hefði mislanga vetursetu í Reykja- vík. Fyrir norðan naut hann mik- ilsverðs stuðnings frænku sinnar Sigurveigar Arnadóttur og hin síð- ustu ár veitti Helgi Sigurjónsson frá Torfum honum margvíslega aðstoð sem ekki verður fullþökk- uð. Björn Þórðarson var sterk- byggður maður og vörpulegur og bar með sér þá reisn að það var prýði að honum hvar sem hann fór. Allt hans fas einkenndist af traustleika og hugarró og hann brá ekki gjarnan vana sínum að nauðsynjalausu. Hann var glað- legur í viðmóti og mannblendinn, vel að sér og fróðleiksfús. Ég hygg að hann hafi talið sig mikinn hamingjumann. Hann hélt fullum sálarkröftum til efstu dægra og auðnaðist að lifa svo fram í háa elli að hafa ánægju af lífinu og vera sínum nánustu til gleði. Slíkrar ævi og slíks manns er gott að minnast. Árni Gunnarsson Heiðursmaðurinn Björn Þórðar- son er fallinn í valinn. Tvíburi við Sambandið, sem lifði það. Fram- sóknarmaður allt frá því Jónas frá Hriflu bjó flokkinn til. Flokks- maður, sem hafði síðustu árin áhyggjur af þeim pólitíska félags- skap, sem hann var lentur í. Var enda aðdáandi Steingríms og mat mjög leiðtogahæfileika hans. Póli- tískur áhugi Björns var ósvikinn og hann harður á sínu fyrir hönd síns flokks. Stuttu eftir kosningar 1991, eða þegar ljóst var, að nokkrir alþýðuflokksmenn kusu að segja sig úr vistinni hjá Stein- grími Hermannssyni, hringdi Björn, sagðist eiga vindil af fínni sortinni, og bað mig hafa sam- band þegar ég teldi, að ríkisstjórn- in færi frá, því þá ætlaði hann að fíra í vindlinum. Ég lofaði að láta hann vita. Eitthvað varð hann fljótt óþolinmóður og hringdi nokkrum sinnum og spurði jafn- an: Má ég kveikja í núna? Nokkuð dró úr hringingum eftir að Stein- grímur Hermannsson dró sig í hlé og hvarf af vettvangi flokkssrjóm- mála, en enn spurði Björn. Hann hætti fljótlega að spyrja sumarið 1995, og vindillinn er enn óreykt- ur í sérstakri öskju, sem heldur honum eins og nýjum. Þegar hann er til moldar borinn lifir áfram ýmislegt, sem hann kenndi og benti afkomendum sínum á, glöggskyggn og greindur sem hann var. Að því leyti lifir hann sjálfan sig. Næstyngstur tíu syst- kina, sem öll eru látin, fékk hann fátt í vöggugjöf annað en góða heilsu, dugnað, og þrautseigju. Fáir hefðu spilað betur úr þeim gjöfum en hann. Allt til loka hafði Björn Þórðar- son brennandi áhuga á umhverfi sínu. Þjóðmál í víðasta skilningi voru honum ofarlega í huga, og aldrei lá hann á skoðun sinni. I þeim efnum miðlaði hann af reynslu sinni frá tímanum áður flokkar urðu til, og stjórnmál í þeirra skilningi. Trúnni hélt hann fyrir sig, en kirkjuna, hina formlegu hlið trú- arinnar, setti Björn í öndvegi. Langt fram á síðasta aldursárið fór hann með dætrum sínum og tengdasonum í kirkjur hvar sem hann kom. Hann heilsaði upp á guðsmenn í flestum sóknum landsins, og gaf þeim einkunnir, ef ekki fyrir kennimennskuna, þá að minnsta kosti fyrir ræðu- mennsku, en þar var Björn á heimavelli. Hann naut þess að halda ræður, enda ágætur ræðu- maður, og innihaldið var jafnan þannig, að menn hlustuðu á með- an ræðan var flutt, og hugsuðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.