Dagur - 21.03.1998, Page 11

Dagur - 21.03.1998, Page 11
LAUGARDAGUR 21.MARS 1 9 9 8 - XI um hana eftir á. Mannrækt lagði hann ekki að- eins Iið með beinum hætti. Hinn félagslegi, eða uppeldislegi arfur Björns Þórðarsonar lifir nú góðu lífí í þriðju kynslóð afkomenda, og á sjálfsagt enn eftir að dafna. Slík eru áhrif hans. Og í dag verður honum að ósk sinni. Að fá aftur að hvíla hjá eiginkonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur úr Bolungarvík, sem var honum hvort tveggja í senn góð eiginkona og fastur punktur í tilverunni. Björn Þórðarson var ekki sínkur á góð ráð. Hann var fastheldinn, ýtinn þegar á þurfti að halda, og íhaldssamur í besta skilningi orðs- ins. Þannig Iifði hann bæði stefn- ur og stofnanir. Þannig lifir hann áfram meðal afkomenda sinna. Helgi Már Arthursson Hann afí er dáinn. Margar minningar koma upp í hugann. Afi Björn og amma Sig- ríður, móðurforeldrar mínir, bjug- gu á Akureyri allan sinn búskap. Eg var 5 ára gömul þegar við syst- urnar vorum fyrst sendar einar til afa og ömmu á Akureyri. A hveiju sumri í 10 ár dvöldumst við þar um nokkurra ríkna skeið í góðu yfírlæti. I minningunni fínnst mér að það hafí alltaf verið sólskin þessa sumardaga á Akureyri. Við fórum alltaf fljúgandi norður og aldrei brást það að afi og amma væru mætt á flugvellinum á Taunusnum að sækja okkur og oft með bláan ópal í farteskinu. A kvöldin plöntuðum við systurnar okkur á milli afa og ömmu í hjónarúminu og lásum til skiptis fýrir þau upp úr ýmsum bókum svo sem bókinni Sumardagar eftir Sigurð Thorlacius, en sú bók var í miklu uppáhaldi hjá afa. Afí var alltaf að kenna okkur eitthvað nýtt, hann var ekki ánægður fyrr en við vorum alveg vissar um hvaða sýslu eða kaup- stað bílar með ákveðnum upp- hafsstaf tilheyrðu og elstu barna- börnunum kenndi hann öll sýslu- mörk á landinu. Einhveiju sinni bað hann okkur systurnar að skri- fa niður allar hljómsveitir sem við myndum eftir. Ekki man ég hver tilgangurinn var en við höfðum óskaplega gaman af þessu. Afí var mikill áhugamaður um ferðalög innanlands og þá ekki síst gönguferðir af ýmsu tagi. Hann fór oft með okkur í göngu- ferðir, langar og stuttar. Afi var kirkjurækinn með af- brigðum enda meðhjálpari til margra ára. Aldrei var sunnudags- messu sleppt en yfirleitt lagt upp í bílferð strax upp úr hádegi og stundum var maturinn bara tek- inn með og borðaður undir berum himni. Oft var ferðinni heitið upp á Glerárdal eða austur í Vagla- skóg. Oft kom það íyrir að við fórum samferða afa og ömmu suður til Beykjavíkur að lokinni sumardvöl. Brottfarardaginn var vaknað eld- snemma, nesti smurt og yfírleitt Iagt af stað eigi síðar en klukkan átta. Afi var aldrei neitt að flýta sér allt of mikið og oft var stopp- að, fyrsti nestisstaður var við Kotárgil. Eg held að hann hafí sagt okkur nöfn á öllum fjöllum og bæjum á leiðinni. Aldrei var komið til Beykjavíkur fyrr en und- ir kvöld og voru dæturnar og tengdasynirnir þá mætt til að taka á móti ferðalöngunum á Kjalar- nesi eða í Kollafirðinum því ekki kærði afí sig um að keyra í borg- inni. Eftir því sem árin liðu stytt- ist sá tími sem ég gat dvalist hjá afa og ömmu á sumrin. Seinni ár hefur þó varla liðið það sumar að ég hafi ekki heimsótt afa á Odda- götuna. Hann hafði alltaf jafn- mikinn áhuga á að fara í bíltúr, hætti reyndar sjálfur að keyra fyr- ir nokkrum árum. Sumarið 1991 fórum við hjónin með afa yfir Lág- heiði og síðan yfír Sigluíjarðar- skarð til Sigluíjarðar. Hann hafði gaman af þessari ferð og sagði okkur að hann hefði farið gang- andi yfír Siglufjarðarskarð tæpum 20 árum áður, þá um sjötugt. Svarfaðardalur var ofarlega á vin- sældarlistanum af eðlilegum ástæðum. Sumarið 1989 tók Höskuldur mynd af afa og okkur mömmu við leiði Þórðar Jónsson- ar, föður afa, í kirkjugarðinum á Tjöm. Afa fannst alveg ómögulegt að við skyldum ekki eiga barn því þá hefði mátt segja að 5 ættliðir væru á myndinni. Sumarið 1993 var tekin önnur mynd á sama stað og nú hafði afa orðið að ósk sinni. Arni Björn hugsar mikið til lan- gafa og kemur alltaf til með að muna eftir honum. Birgir Örn sagði að nú væri langafi kominn til Guðs á himninum og væri á stélinu hjá fuglunum. Guðrún Iitla mun ekki muna eftir afa en ég veit að honum þótti mjög vænt um að hún skyldi vera skírð í höf- uðið á móðurömmu sinni sem jafnframt bar móðurnafnið hans. Þegar ég hitti afa síðast í lok janúar sl. var hann nýlagstur á Landspítalann og allir áttu von á að hann myndi komast aftur á fætur. Hann var með allt á hreinu eins og venjulega, beið spenntur eftir úrslitum í prófkjöri Reykja- ríkurlistans og við skiptumst á gamansögum. Ég vil að lokum þakka afa mín- um fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Audur Þóra Ámadóttir „Sælinú“ sagði afi alltaf við mig þegar við hittumst. Nú er komið að kveðjustund. Afí minn, Bjöm Þórðarson er lát- inn. Afi átti gæfuríka ævi. Hann var heilsuhraustur mestan hluta ævinnar og andlega hress fram á síðasta dag. Við systkinin eigum margar minningar tengdar ömmu og afa á Akureyri. 1 minningunni var alltaf sól og hiti á Akureyri. Þetta er ef- laust tákn um á birtu sem ljómaði í kringum afa og ömmu. Það var alltaf eitthvað um að vera hjá þeim og hjá þeim var gott að vera. Þau voru barngóð með ólíkindum og höfðu innsýn í hvað okkur þótti skemmtilegast að gera. Aftur og aftur sagði afi okkur söguna af Steini Bollasyni og las fyrir okkur söguna um 10 litla negrastráka. Oft var farið í bíltúra um ná- grenni Akureyrar á „Taunusnum". Það var alltaf farið með sóltjald, nesti, brenndan brjóstsykur og kandís í bauk. Afi var fróður um landið og ken- ndi okkur mörg örnefni. Eins var honum kappsmál að við lærðum frá hvaða landshluta hin ýmsu bíl- númer væru. Ekki gekk nú alltaf vel hjá okkur að Iæra það. Ef við svöruðum rétt þá sagði hann iðu- lega „gott hjá köllunum". Þetta notaði hann oft ef hann var ánægður með það sem við gerð- um. Ferðalög voru afa afar hugleik- in. Hann hafði mjög gaman af að ferðast um landið, hvort sem var fótgangandi eða akandi. Það voru hátíðarstundir þegar amma og afí komu keyrandi til Reykjavíkur. Þau fóru hægt yfír og tók ferðin oftast 12 klukkustund- ir. Oft áð á leiðinni og nokkrar kirkjur skoðaðar. Afí var mikill áhugamaður um allar kirkjur, enda mjög trúaður maður. Afí sagði eitt sinn að ef maður eignaðist ekki börn, þá eignaðist maður ekki barnabörn. Nú á sein- ni árum hafði hann gaman af að fylgjast með langafabörnunum. Afi og amma héldu uppi ákveðnum siðum í fjölskyldunni í kringum jól og afmæli. Við mun- um viðhalda þessum siðum í minningu þeirra. Afí hélt sínum virðuleik alla ævi. Hann kenndi mér margt sem ég varðveiti. Löngu ferðalagi hans afa míns er lokið. Hann er kom- inn á leiðarenda. Við tekur annað ferðalag á öðrum stöðum. Þar verða aðrar kirkjur kannaðar ásamt mörgu öðru. Ég hringdi í afa 20. febrúar síð- astliðinn á 96 ára afmæli hans. Það síðasta sem hann sagði við mig var. „Guð blessi ykkur öll.“ Guð blessi hann. Sigríður Heimisdóttir Björn Þórðarson fæddist inn í nýja öld að Steindyrum í Svarfað- ardal 20. febrúar 1902 og var hann níundi í röðinni af tíu börn- um foreldra sinna. Þennan sama dag stofnuðu þingeyskir hug- sjónamenn fyrstu heildarsamtök samvinnufélaganna - Samband ís- lenskra samvinnufélaga - en Björn átti eftir að helga samtökum þeir- ra starfskrafta sína í hálfa öld. Ör- lög Sambandsins urðu þau að hin mikla sveit samvinnumanna riðl- aðist á síðari hluta aldarinnar en jafnaldrinn, sveinninn úr Svarfað- ardal, náði háum aldri. Hann lifði nærri því öldina alla og lést á 97. aldursári. Skömmu áður fór hann norður yfir heiðar, en hann hafði dvalið hjá dætrum sínum hér syðra frá því á jólaað- ventu. Kröpp kjör í æsku hafa án efa haft áhrif á mótun og alla skap- höfn Björns. Hann missti móður sína, Guðrúnu Björnsdóttur frá Syðra-Garðshorni, aðeins fjögurra ára gamall og leystist þá æsku- heimilið upp. Það varð honum áreiðanlega til mikillar gæfu að dvelja nokkur ár sem unglingur og síðan ungur maður á menningar- heimilinu að Tjörn í Svarfaðardal, þar sem sterk vináttubönd voru hnýtt. Þar átti hann lögheimili sitt þar til heimilið á Akureyri var stofnað árið 1930. Utþráin var rík í Birni, en lið- lega tvítugur að aldri fer hann að Hólum og lýkur námi í bænda- skólanum þar vorið 1925. Aðeins 24 ára hleypir hann heimdragan- um og hefur nám við bændaskóla í Danmörku um eins árs skeið og síðar stundar hann nám í tvö ár við Iþróttakennaraskólann í Oller- up í Danmörku. Það er erfítt fyrir nútímamanninn að gera sér grein fyrir hversu stórt skref þetta hlýt- ur að hafa verið fyrir févana, ung- an mann, tengslalausan við um- heiminn með bjartsjmina eina og trúna á sjálfum sér sem veganesti. Sjálfur hefur Björn sagt frá því, að þeir Þórarinn á Tjörn og Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum hafi hvatt sig og leiðbeint. I einstakri grein Hjartar E. Þór- arinssonar heitins frá Tjörn um foreldra Björns, þau Guðrúnu og Þórð Jónsson, í Niðjatali, sem er þeim helgað og útgefíð af frænda þeirra, Gísla Pálssyni á Hofi, árið 1988, birtir Hjörtur nokkur kveðjuorð sem faðir hans, Þórar- inn Eldjárn, flutti einn útfarar- gesta við útför Þórðar frá Tjamar- kirkju í október 1941. Þar bendir Þórarinn á þrennt, sem hann taldi að einkum hefði einkennt líf hans og sem „hann átti í ríkara mæli en flestir aðrir. í fyrsta lagi ást hans á Iífinu“ og „hversu sterka löngun hann hafði til að lifa lífinu vegna lífsins sjálfs og þess almættis sem á bak við það stæði". Þeir sem þekktu Björn geta tekið undir að þessi lýsing á ekki síður við son- inn. Mikil tímamót verða í lífí Björns árið 1930. Þá hefur hann störf hjá Kaupfélagi Eyfírðinga, en starfs- aldur hans þar náði að verða tæp- lega hálf öld. Þetta sama ár kynn- ist hann Sigríði Guðmundsdóttur frá Bolungarvík. Þau setja upp hringana á Þjóðhátíðarárinu í Þingvallalundi og voru gefín sam- an á Akureyri þá um sumarið. Þar stofnuðu þau heimili sitt og bjug- gu á Akureyri allan sinn búskap. Sigríður Iést á jólum 1983. Ég átti því láni að fagna að tengjast fjölskyldu Björns og Sig- ríðar við giftingu okkar Birnu, yngstu dóttur þeirra, sumarið 1959, en hafði eins og aðrir Akur- eyringar þekkt fjölskylduna í sjón. Við nánari kynni af Birni og fjöl- skyldu hans kom fljótt í ljós, að hún var einstaklega samhent og fór mikið sínar eigin leiðir. Sem bíleigandi, allt fi-á árinu 1947, hafði Björn ferðast með fjölskyldu sinni, mun meira en þá var títt. Leitað var á vit náttúru, kyrrðar og fegurðar, hvort sem það var í faðmi eyfirskra fjalla eða í öðrum landshlutum, sem á þeim árum voru í raun mjög fjarlægir. A síðari árum var farið út fyrir landstein- ana til fjarlægra landa, en öll þessi ferðalög urðu jafnt og þétt upp- spretta nýrra minninga og frá- sagna sem miðlað var af í nýjum heimi barna, barnabarna og §öl- skyldna þeirra. Segja má, að Björn og Sigríður hafí átt sína óskaveröld ein, með sínum nánustu, í íslenskri nátt- úruvin. Björn var einn þeirra Is- lendinga sem tók sér ferð á hend- ur um miðja sumarnótt, þegar bærinn svaf, til þess að fylgjast með miðnætursólinni rísa úr hafi við Kaldbak í norðri. Sennilega hafa sterkustu vin- áttubönd þeirra Björns og Sigríðar við aðra samferðamenn bundist fyrst og fremst á ferðalögum þeir- ra. Margar kærustu endurminn- ingar þessara ára tengjast fögrum reitum í nágrenni Akureyrar, á Svalbarðsströnd, í Svarfaðardal eða austur í Vaglaskógi. Mörg framfaraspor voru stigin á þessum árum í vaxandi bæjarfé- lagi. Skógræktarmenn plöntuðu skógi í Vaðlareitum, við Kjarna og á Þelamörk. Ferðafélagsmenn lögðu Vatnahjallaveg og reistu skála við Laugafell. Starfsmenn og stjórnendur KEA lögðu nótt við dag og byggðu sumarhús í fögrum lundi í Vagla- skógi. Þetta hús, Bjarkarlundur, varð einn vinsælasti sumardvalar- staður fjölskyldunnar í Oddagötu og samferðamanna hennar um langt árabil. Björn tók þátt í þess- um störfum af mikilli elju og dugnaði, en fjölskyldan var ætíð í fyrirrúmi - hún var honum allt. Björn hafði mildnn áhuga á stjórnmálum. Hann var eindreg- inn fý'lgismaður Framsóknar- flokksins, en þar kunni hann sér einnig hóf. A einu sviði dró hann ekki af sér. Björn var kirkjunnar maður og fjölskyldan tók þátt í því með honum. Hann átti sína höfuð- kirkju, Akureyrarkirkju. Hana hafði hann í sjónmáli, hvort sem hann var á heimili sínu eða á vinnustað - hún varð hans viðmið- un í andlegum og veraldlegum efnum. Björn var fastur gestur í Akureyrarkirkju um áratuga skeið og starfsmaður þar í aldarfjórð- ung. Hvar sem farið var, í borg eða sveit, var hlýtt á messu og kirkjur skoðaðar. Það munu ekki hafa verið mörg guðshús á landinu sem ekki voru heimsótt á löngum ævi- ferli. Björn var ekki prédikari og hampaði ekki trú sinni - jafnvel ekki við sína nánustu. Hins vegar fólst prédikun í lífi hans, hvernig hann lifði því og eftir því var tek- ið. Komið er að Ieiðarlokum og skilnaðarstundu og minningar hrannast upp. Hugurinn ferðast áfram frá Bjarkarlundi að Brett- ingsstöðum, til Kaupmannahafn- ar og heim í Kjarnaskóg. Nú hefur Björn lagt í sína hinstu för og var ferðbúinn sem fyrr. Björn Þórðar- son var gæfumaður. Á iangri æfí varð hann vissulega fyrir áföllum. Hann missti mikið þegar Sigríður féll frá og skömmu síðar Birna. En hann stóð eftir teinréttur og æðrulaus. Hann lifði lífinu lifandi „vegna lífsins sjálfs og þess al- mættis sem á bak við það stæði". Bjöm hafði sýn til tveggja alda. Það var mikil gæfa að fá að njóta þeirrar lífssýnar. Blessuð sé minn- ing hans. Heimir Hannesson Margs er að minnast við andlát afa okkar Björns Þórðarsonar. Við krakkarnir vorum tíðir gestir f Oddagötunni hjá afa og ömmu á Akureyri - á hverju sumri og stundum oftar. Minnisstæðar eru allar ferðirnar í nágrenni Akureyr- ar - en skemmtilegast fannst okk- ur að fara í Vaglaskóg. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég, sem ungur drengur, beið við hliðið á Oddagötunni eftir því að afí kæmi heim í hádegismat. Alltaf gaf hann sér tíma til að tala við okkur krakkana, og aftur var beðið við hliðið þegar vinnudegi lauk. Þá var iðulega sest upp í gljáfægðan Taunusinn og farið í ferðalag um bæinn. Einstaka sinnum var kom- ið við í Lindu til að taka „nesti“ sem geymt var í hanskahólfinu til síðari nota - oftast kandís eða súkkulaði. Margs er að minnast úr ferða- lögunum með afa og ömmu - oft man maður best ýmis smáatriði sem festast í minni. Alltaf var röð og regla á hlutunum hjá afa. Gaman er að láta hugann reika til baka og minnast hinna mörgu hughrifa - í ferðum á Brettings- staði á Flateyjardal, í Kjarnaskóg, inn í fjörð og stundum til Reykja- víkur. Við minnumst líka allra gönguferðanna, í Lystigarðinum og í beijaferðum á Norðurlandi. Og við munum það enn hversu erfitt var að skipta um gír í brekk- um í öllum ferðunum með afa. Afí fór með okkur í kirkju á hverjum sunnudegi en þar starf- aði hann sem meðhjálpari. Mér er alltaf minnisstætt hvað afi var virðulegur þegar hann las upp ritningarorðin í kirkjunni. Ég var víst ekki alltaf ánægður með þess- ar tíðu kirkjuferðir á þessum árum og vildi halda áfram að spila fót- bolta í Gilinu. Afi var gjafmildasti maður sem ég hef kynnst. Stórir pakkar bár- ust fyrir öll afmæli og sú regla höfð, að pakkarnir biðu á nátt- borðinu að morgni afmælisdags- ins, hver hlutur innpakkaður og skrifuð afmæliskveðja með hverj- um pakka. Svipað var þetta um jólin, en þá bárust hangikjötslæri og jólarósir inn á heimilið. Þetta eru örfáar minningar frá æskudögunum með afa og ömmu. Árin liðu og barnabörnin urðu fullorðin. Þau áhrif frá afa og ömmu, sem við krakkarnir urðum lyrir í æsku hafa áreiðanlega orðið okkur mjög til góðs síðar í lífínu. Afi varð mjög ánægður þegar við fjölskyldan, sem höfðum dval- ist erlendis í nokkur ár, komum heim í haust. Ég var því miður er- lendis þegar haldið var upp á 95 ára afmæli hans í fyrra, en þá var hann mjög hress og sýndi engin teljandi merki um háan aldur. Það var ógleymanlegt að hafa hann sem gest heima hjá okkur í afmæl- isboði Arnars 17. janúar sl. - en þá var hann enn mjög andlega hress, en orðinn stirðari til gangs. Nokkru síðar þurfti hann að leggj- ast inn á sjúkrahús, en þar spjöll- uðum við um lífið og tilveruna og alltaf var hann jafn yfirvegaður og rólegur. Það var afa líkt að láta færa starfsfólki deildarinnar gjafír, þegar hann fór norður í bæinn sinn. Elsku afi. Það er komið að leið- arlokum, langri og góðri ærí er loldð og þakkað er fyrir það sem þú hefur veitt mér og kennt. Minningin um góðu dagana á Ak- ureyri mun lifa í hjarta mínu um aldur og ævi. Blessuð sé minning afa míns Björns Þórðarsonar. Magnús Heimisson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.