Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 12
Xll -1AV G ÁíSD Á~G Vg 2 1. MARS 1998 -Ttypr Andlát Anna Jóhannsdóttir. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað föstudaginn 13. mars. Arni Jónasson. áður bústjóri á Skógum og erindreki Stéttarsam- bands bænda, til heimilis á Borg- arholtsbraut 23, Kópavogi, lést á Landspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins 12. mars. Ásbjörg Gróa Ásmundsdóttir. dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 14. mars. Birgir Þorvaldsson. vélfræðing- ur, Austurbrún 6, Reykjavík, er látinn. Björn Guðmundsson. múrari, frá Raufarhöfn, Hörgsholti 23b, Hafnarfirði, Iést á heimili dóttur sinnar aðfaranótt þriðjudagsins 17. mars. Einar Snæbjðrnsson. Hrafnistu, Reykjavík, áður Keilugranda 8, lést á Landspítalanum að morgni þriðjudagsins 10. mars. Eiríkur E. Kristjáiisson. andað- íst á dvalarheimilinu Seljahlíð að morgni föstudagsins 13. mars. Gerður Garðarsdóttir. er látin og hefur útför farið fram. Gíslína Sigurðardóttir. hjúkrun- arheimilinu Eir, áður til heimilis á Dalbraut 27, andaðist föstudag- ínn 13. mars. Guðrún Björg Andrésdóttir. Blikahólum 12, Reykjavík, Iést af slysförum laugardaginn 7. mars. Guðrún Þorsteinsdóttir. Álfa- skeiði 113, Hafnarfirði, Iést á hjúkrunarheimlinu Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudagínn 12. mars. Haraldur B. Bjarnason. múrara- meistari, Vesturgötu 7, andaðist að morgni miðvikudagsins 11. mars. Henný Þórðardóttir. Háengi 17, Selfossi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 17. mars. Ingibjörg Bergsteinsdóttir. Hraunkambi 6, Hafnarfirði, and- aðist á Landspítalanum laugar- daginn 14. mars. Ingimundur B. Halldórsson. er látinn. Jóhann Ingvarsson. Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Hof- teigi 24, Reykjavík, andaðist á Hrafnístu sunnudaginn 15. mars. Jóna Rannveig Björnsdóttir. Hrafnistu, Reykjavík, lést mánu- dagínn 9. mars. Jónas Guðmundsson. byggingar- meistari, Hoksbúð 79, Garðabæ, lést að heimili sínu laugardaginn 14. mars. Jónas Helgason. vélstjóri frá Isa- firði, er látinn. Magdalena Zakaríasdóttir. frá Smiðjuhóli á Mýrum, síðast til heimilis í Heiðargerði 18, Akra- nesi, Iést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni miðvikudagsins 11. mars. Margrét Kristinsdóttir. Víðimýri 7, Akureyri, lést 14. mars. Ólafur Helgason. frá Gautsdal, nú síðast til heimilis á Sólvangi, Hafnarfirði, er látinn. Ragnheiður Jóhannsdóttir. hús- freyja á Bakka í Ölfusi, lést á Landspítalanum að morgni þriðjudagsins 17. mars. Rannveig Alda Hannah. Meist- aravöllum 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 3. mars sl. Sigurður Sæmundsson. verk- stjóri frá Stóru-Mörk, lést á heimili sínu, Grensásvegi 58, miðvikudaginn 11. mars. Skarphéðinn Haraldsson. Rauðalæk 11, Reykjavík, er lát- inn. Soffía Sigfinnsdóttir. frá Stykk- ishólmi lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur miðvikudaginn 11. mars. Stefán Valgeirsson. fyrrverandí bóndi og alþíngismaður, lést að morgni laugardagsíns 14. mars sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Þuríður Skúladóttir. Bólstaðar- hlíð 41, Reykjavík, lést á heimili sínu 11. mars. MINNINGARGREINAR tefán Valgeirsson Kveðjuorð „Fæ ég það helst mínum félögum gert aðfylgja þeim síðasta spölinn." Þannig lýsti aldraður maður sambandi sínu við gamla vini, félagsbraeður og samstarfsmenn. Þeir heltast úr lestinni, hver af öðrum. Samferðamenn á lífs- leiðinni hverfa og verða minn- ingin ein eins og allt sem heyrir til liðnum tíma. Við Stefán Valgeirsson áttum mikið saman að sælda um tutt- ugu ára skeið, raunar Iengur. Þegar ég rifja upp kynni okkar kemur í ljós að ég hef tæpast átt lengra óslitið samstarf við nokkurn mann mér óvanda- bundinn en hann. Á tímabilinu 1967-1987 stóðum við hlið við hlið í framlínu forustusveita Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra, að sjálf- sögðu ekki einir, því að fleiri komu þar við sögu, sem gott er að minnast. Á þessum langa tíma kom það aðeins einu sinni fyrir að flokkur okkar yrði fyrir áfalli í þvf trausta vígi sem Norð- urlandskjördæmi eystra var og er flokknum. Þetta var 1978, þegar pólitískt óðafár gekk yfir landið og beindist að Framsóknar- flokknum, svo að sá á kjörfylgi hans í flestum ef ekki öllum kjördæmum. Að öðru leyti full- yrði ég að á samstarfstímabili okkar Stefáns var Framsóknar- flokkurinn í Norðurlandskjör- dæmi eystra heill og samstæður og vel til bardaga búinn. Ég tek enn fram að ekki vorum við þar einir að verki. Þar er einnig ann- arra að minnast. En sex sinnum háðum við Stefán kosningabaráttu saman þessi tuttugu ár og voru ekki aðrir lífseigari á þeim vígvelli. Þegar ég hugsa til þessara ára finn ég að af miklu er að taka úr sjóði minninga og lífsreynslu. Þetta er mér ljúft að rifja upp og þakka Stefáni samstarfið. Mér eru þessi ár kær í minningunni og læt ekki undir höfuð leggjast að geta Stefáns í þvf viðfangi, svo mjög sem hann lét að sér kveða og lagði margt til mála. Ég sendi frú Fjólu Guðmunds- dóttur samúðarkveðju okkar hjóna um leið og við þökkum vinsamleg kynni við hana meðan leiðir okkar Iágu saman. Börnum þeirra Stefáns og öðrum niðjum sendum við einnig samúðar- kveðju og óskum þeim góðs farnaðar. Ingvar Gíslason Hniginn er að foldu horskur drengur, sem heill samfélagsins bar svo sannarlega fyrir brjósti, ekki sízt hag þeirra og heill sem örðugri eiga Iífsbaráttu alla. Hann unni öllu sem íslenzkt er heitum huga og hélt fram af fullri djörfung rétti og reisn ís- lenzkrar þjóðar gegn erlendri ásælni af öllu tagi. Fólkið framar fjármagninu var hans kjörorð sem hann fylgdi fast eftir. Þar átti landsbyggðarfólk sinn vök- ula varðmann sem vaskur sótti mál þess af festu og fullum þunga. Einlægni hans í þeim efnum dró enginn í efa, enda málafylgja hans mörkuð henni, hvöss á köflum, en ævinlega á gildum rökum reist. Félags- hyggjumaður var hann umfram allt. Stefán Valgeirsson varð um margt minnisstæður þeim sem máttu honum kynnast. Frá löngu og farsælu samstarfi á þingi sem í bankaráði er margs góðs að minnast. Skoðanir okkar fóru um margt mætavel saman í mikilvægum greinum og ýmis áhugamál sam- eiginleg einnig. Oft greindi okk- ur á en aldrei varð það að minn- sta vinslitaefni. Sá málafylgju- maður sem Stefán var þegar hann vildi svo við hafa þá átti hann einnig auðvelt með að leita málamiðlunar og freista þess að fá fram sættir sem allir mættu við una. Minnisstæðastur er þó maður- inn frá mörgum gleðifundum þar sem hann lék á als oddi, kastaði fram kviðlingum og kall- aði eftir öðrum slíkum, gat verið býsna beinskeyttur en ofar öðru ríkti þó græskulaust gamanið. Ferðalög okkar um landið færðu mér heim sanninn um hversu fróður Stefán var um landið, gögn þess og gæði, fólkið í hinum dreifðu byggðum og fjölþætt áhugamál þess. Þá var Stefán sannarlega í essinu sínu, ást hans á landinu og umhyggja fyrir heill fólksins fékk endur- ómun í orðum hans öllum. Sem fararstjóri í slíkum ferðum var hann óþreytandi að Ieika á létta strengi svo engum yrði fært að láta sér leiðast. Stefán var einstaklega vinnu- samur, vildi í engu hlífa sér þeg- ar verk skyldi vinna, setti sig inn í mál af áhuga og kostgæfni og elja hans engu lík þegar hann freistaði þess að fá sem fljótast framgang áhugamála sinna. Góðvild hans og glaðværð kunni ég þó mætast að meta, þessa hlýju einlægninnar þar sem allt aumt átti skjól og athvarf vist. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta samfunda góðra svo lengi við svo hjartahlýjan, gefandi góðan dreng sem Stefán var. Við Hanna sendum hans góðu konu, Fjólu, okkar einlægustu samúðarkveðjur sem og aðstand- endum öðrum. Það er heiðrfkja og vermandi vorblær yfir bjartri minningu sómadrengsins Stef- áns Valgeirssonar. Hana er gott að eiga um ævistundir. Helgi Seljan Fjóla og Stefán eru í mínum huga nær óaðskiljanleg. Þegar annað nafnið er nefnt fylgir hitt þrátt fyrir hve ólík þau eru. En nú er komið að kveðjustund. Stefán er látinn og söknuður í mínum huga. Ég var kornung þegar ég kynntist Stefáni og fjölskyldu hans. Á jóladag 1965 kom ég fyrst heim til þeirra í Auðbrelcku. Síðan hef ég og fjölskylda mín notið gestrisni þeirra alla jóla- daga ef við höfum verið nærri hvert öðru. Stefán var frábær tengdafaðir og afi, glettinn, blíð- ur og dálítið ráðríkur en umfram allt hlýr. Þegar erfiðir tímar voru kom næmni hans og nærgætni svo vel fram. Best kynntist ég honum þegar ég bjó hjá þeim Fjólu tvo vetur. Fyrri veturinn fæddist dóttir mín, seinni veturinn vorum við öll að syrgja elsta barn þeirra, stóra bróður, manninn minn og pabba litlu stúlkunnar minnar. En tíminn Iíður og þrjátíu ár eru liðin síðan þetta var. Stefáni Valgeirssyni þakka ég samfylgd- ina öll þessi ár og gæsku í garð fjölskyldu minnar. Fjólu, börn- um þeirra og allri fjölskyldunni sendum við Siggi okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sólrún Hafsteinsdóttir Tengdafaðir minn, Stefán Val- geirsson er genginn. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans en geri mér Ijóst að þau orð geta ekki orðið annað en fátældeg. Ég kynntist þeim Stefáni og Fjólu konu hans fyrir tæpum þrjátíu árum þegar ég fyrst kom inná þeirra heimili með unnustu minni, Karólínu dóttur þeirra. Mér varð fljótlega Ijóst við nán- ari kynni af Stefáni að þar fór maður með ótrúlega næmni og hlýju, sterkan vilja og fastmótað- ar skoðanir. Ég get sagt með sanni að með Stefáni eignaðist ég ekki eingöngu góðan tengda- föður, heldur gekk hann að vissu leyti mér í föðurstað en ég hafði misst föður minn ári áður. Það var gott að leita til Stefáns hvort sem um var að ræða áhugamál eða áhyggjur. Hann var ótrúlega fljótur að setja sig inní mál og mynda sér skoðanir á þeim. Hann var gæddur þeim hæfileika að vera fljótur að greina kjarnann frá hisminu og kom því gjarnan með hnitmiðað- ar spurningar eða athugasemdir sem oft gátu verið óþægilegar en fengu mann til að horfa á hlut- ina í nýju Ijósi. Þessir eiginleikar Stefáns komu honum að góðum notum í starfi sem þingmaður og ekki sakaði að geta kastað fram vísu á réttu augnabliki sem hitti í mark. Mínar Ijúfustu minningar um Stefán eru frá samverustundum okkar við veiðar í Hörgá en þangað fórum við oft þegar hann gaf sér tíma frá daglegu amstri og stjórnmálavafstri. Það voru óskráð lög hjá okkur að ræða ekki vandamál Ifðandi stundar, heldur upplifa saman kyrrðina og áhyggjuleysi við ána. Vænst þótti Stefáni að veiða á „sínu svæði" en svo kallaði hann svæð- ið þar sem Hörgá rennur um Auðbrekkuland. Á þessum stundum okkar við ána spjölluð- um við margt og naut ég þess að hlusta á hann segja frá gömlum endurminningum, oftast tengd- um hans æskuslóðum í Hörgár- dal. Ég gæti setið lengi við og rifj- að upp Ijúfar minningar um Stefán en sá minningasjóður sem ég geymi er mér dýrmætur og mun ég eiga hann að mestu fyrir mig sjálfan að ganga í. Við fráfall Stefáns finn ég til sorgar og söknuðar en jafnframt gleði og þakklætis fyrir að hafa átt þess kost að eiga hann sem vin sem gaf mér svo ríkulega af sjálfum sér. Höskuldur Höskuldsson Stefán Valgeirsson, fyrrum al- þingismaður og bóndi, var í fremstu röð þeirra, er harðast vildu sækja fram til að búa í hag- inn fyrir framtíð þessa lands, hugur hans var opinn og dóm- greindin sívakandi. Skoðanir hans voru afdráttarlausar og mótuðust af framfarasókn og réttlætiskennd. Stefán var ekki maður lognsins, markið blasti við sjónum, frelsi og sjálfstæði íslenskrar þjóðar í landi jafnrétt- is og félagshyggju. Þetta var markið sem stefnt var að með óþrjótandi elju og kostgæfni. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Áður en varir er starfsamri ævi lokið, ævinnar dagur að kveldi, en allt líf heldur áfram og stefnir á æðri Ieiðir. Stefán Valgeirsson var í sínu einkalífi mikill gæfumaður, átti við hlið sér sína mætu og glæsi- legu eiginkonu Fjólu Guð- mundsdóttur. Fjölskyldulífið hefur einkennst af ástúð og sam- heldni, börn þeirra tengdabörn og barnabörn dugmikið mann- kostafólk og var sú hamingja hjarta Stefáns ofar öllu. Heima er best, var játning, sem Stefáni var Ijúf á tungu. Heimili þeirra Fjólu er hlýlegt myndarheimili, er ber hjónunum fagurt vitni. Þau höfðingjar heim að sækja, vináttan heilsteypt og Stefán manna trygglyndastur. Frá Hólum í Hjaltadal varð Stefán búfræðingur og mestan hluta starfsævi sinnar sat hann af reisn föðurarfleifð sína að Auðbrekku í Hörgárdal, þar sem hann geymdi æskusporin. Sem bónda fylgdi honum stórhugur og óbilandi trú á þessa elstu starfsgrein þjóðarinnar, sem hann taldi einn helsta burðarás fslensks þjóðlífs. Honum var mjög annt um sína heimabyggð enda sú sveit rómuð fyrir búsæld og náttúrufegurð. Hann stóð í fararbroddi í ýmsum framfara- málum sinnar heimabyggðar enda öll umbótaviðleitni honum hugstæð. Störf Stefáns á sviði stjórn- mála voru lengst af á vettvangi Framsóknarflokksins. Hann vís- aði oft til einkar ánægjulegs og náins samstarfs við Ólaf heitinn Jóhannesson, sem Stefán mat mikils. Eftir að Ólafur lét af for- mennsku f Framsóknarflokkn- um skildu fljótlega leiðir með stefnumálum Stefáns á lands- vísu og nýrri forystusveit flokks- ins. Hafði Stefán þá forystu um stofnun Samtaka jafnréttis og félagshyggju árið 1987 og sat á þingi fyrir þau samtök til ársins 1991. I opinberum störfum sín- um lagði hann sig allan fram á löngum og farsælum starfsdegi enda leituðu margir liðsinnis hans, er vanda bar að höndum, einkum varðandi fjölþætta upp- byggingu atvinnulífs og íslenskr- ar framleiðslu í dreifðum byggð- um landsins. Hann varaði mjög við byggðaröskun, lagði áherslu á jafnvægi í byggð landsins og hafði skelegga forystu um Iand- vernd og umhverfismál. Hann var baráttumaður aukins lýðræð- is og jafnréttis. Lagði áherslu á varðveislu þjóðernis og fullvalda ríkis án erlendrar íhlutunar og ásælni Evrópubandalagsins. Málflutningur hans byggðist á stórhug, framsýni og festu. Stef- án var vinur þess, sem veikastur var, sífellt tilbúinn að styðja það, er horfði til réttlætis og sigurs þjóðar sinnar, heill og óskiptur. - lastadu ei laxinn sent leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa! (Bjarni Thorarensen) Drengskaparmaður hverfur sjónum okkar, en minningin var- ir. Við Valgerður Bára sendum Fjólu, börnum þeirra Stefáns og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Stefáns Valgeirssonar. Jón Oddsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.