Dagur - 01.04.1998, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1998 - 3
FRÉTTIR
Meiri hagvðxtur en
í ödnun íðnríkjunt
Steingrímur Hermannsson sedlabankastjóri býður Davíð Oddsson forsætisráðherra
veikominn á ársfund bankans í gær. - mynd: eól.
Undirröt viðskipta-
hallans ekki síður lít-
ill vöxtur útflutnings
en ör vöxtur eftir-
spumar, segir seðla-
bankastjóri sem ótt-
ast um stöðugleikann
í öflum hagvextinum.
„Hagvöxtur á Islandi 1996 og
1997 varð mun meiri en í öðrum
iðnríkjum," sagði Birgir Isleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri á
ársfundi bankans. Hagvöxtur sé
áætlaður 5% á síðasta ári í kjölfar
5,5% vaxtar 1996. Þetta er um
tvöfalt meira en í Evrópusam-
bandinu þar sem hagvöxtur varð
2,6%, í Bandaríkjunum varð
hann 3,8% og aðeins 1% í Japan.
Þennan öra hagvöxt segir seðla-
bankastjóri óhjákvæmilega vekja
þá spurningu hvort hann geti til
lengdar samrýmst þeim stöðug-
leika sem náðst hefur í efnahags-
málum þjóðarinnar.
Útflutningur vex of Iítið
Birgir sagði viðskiptahallann Iið-
lega 8 milljarða á síðasta ári.
Vöruinnflutningur hafi aukist
um tæp 6% að magni, aðallega
vegna neysluvöru. Magn útflutn-
ings hafi aðeins aukist um 2%. „I
raun er vöxtur útflutnings of
hægur, t.d. miðað við vöxt
heimsverslunar. Því má líta svo á
að undirrót viðskiptahallans á Is-
Iandi sé ekki síður lítill vöxtur út-
flutnings en ör vöxtur eftirspurn-
ar.
Minnkandi aðhald í
ríkisfjárináluiii í ár
Seðlabankastjóri fagnaði um-
skiptum í ríldsrekstri 1997, en
sagði það hins vegar áhyggjuefni
að afkoma ríkissjóðs samkvæmt
Qárlögum 1998 haldi varla í við
hagsveifluna. Minna aðhalds
gæti nú í ríkisfjármálum en í
fyrra. Mjög sé mikilvægt að ætla
fyrir góðum afgangi við fjárlaga-
gerð fyrir 1999. „Þetta á auðvit-
að einnig við um framkvæmd
Ijárlaga ársins 1998, og verði
tekjur meiri en Ijárlög gera ráð
fyrir verða þær að skila sér með
raunverulegum afkomubata, en
ekki í auknum gjöldum,“ sagði
Birgir Isleifur.
Sameina ríldsbankana eða...
Seðlabankastjóri segir nú flesta
sammála um nauðsyn þess að
draga úr kostnaði og auka hag-
ræðingu í bankakerfinu. Nýta
þurfi það tækifæri sem nú gefist
með breytingu ríkisbankanna í
hlutafélög og væntanlegri sölu
hlutafjár. Sú spurning hljóti að
vakna hvort ríkisvaldið, sem eig-
andi þriggja öflugra stofnana,
eigi að fara fyrir í sameiningu
þeirra, eða hvort nauðsynlegt sé
að fá þar til forystu öfluga stofn-
anafjárfesta. Og þar kæmu er-
lendir fjárfestar með þekkingu í
bankarekstri vissulega til greina.
„Síðarnefnda Ieiðin kann hins
vegar að hafa það í för með sé að
ríkissjóður geti síður náð fullu
andvirði eigna sinna við væntan-
lega sölu,“ sagði Birgir Isleifur.
- HEI
Valgerður Sverrisdóttir, þingflokksfor-
maður Framsóknar, olli nokkru upp-
námi á Alþingi í gær.
Uppnám á
Alþingi
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknar, sak-
aði Ossur Skarphéðinsson, for-
mann heilbrigðisnefndar, á Al-
þingi í gær um að starfa ekki af
heilindum í nefndinni og að of-
sækja heilbrigðisráðherra. Hún
sagði að endurskoða yrði næsta
haust samkomulag um for-
mennsku stjórnarandstæðinga í
þingnefndum vegna þessa.
Ossur sagði engar athuga-
semdir hafa verið gerðar við störf
sín sem formaður. „Ef þingmenn
Framsóknarflokksins halda að
formaður heilbrigðis- og trygg-
inganefndar sé slík lufsa að það
sé hægt að kaupa hann með veg-
tyllum, þá ættu þeir að skoða
það mál betur,“ sagði Ossur.
Nokkurt uppnám varð í þing-
inu vegna orða Valgerðar og hlé
gert á fundi. Eftir langan fund
forseta Alþingis og formanna
þingflokka náðist samkomulag
um að forseti lýsti því yfir að ekk-
ert væri athugavert við störf Oss-
urar sem formanns heilbrigðis-
nefndar. — S.DÓR
íslensku heilsufari
safnað á einn stað
íslensk erfðagreining
vifl koma upp og fá
einkaleyfl á gagna-
grunni með ópersónu-
tengdum heilsufars-
upplýsingum uin alla
íslendinga.
Heilbrigðisráðherra kynnti í gær
frumvarp um gagnagrunn á heil-
brigðissviði sem lagt verður fram
til kynningar á Alþingi á næstu
dögum. Það gerir m.a. ráð fyrir
að ráðherra geti samið við einka-
aðila um gerð og starfrækslu
gagnagrunna. Jafnframt er áætl-
að að ráðherra verði heimilað að
veita tilteknum starfsleyfishafa
einkaleyfi til aðgangs að heilsu-
farsupplýsingum frá tilgreindum
aðilum til flutnings í gagna-
grunn. íslensk erfðagreining hef-
ur þegar lýst áhuga á gerð gagna-
grunns sem hafi að geyma ópers-
ónutengdar heilsufarsupplýsing-
ar um alla íslendinga. Að mati
fyiirtækisins mundi slíkur
grunnur, með tengingu við ætt-
fræðigrunn skapa því einstæða
aðstöðu til erfðarannsókna.
Mundi skapa fjulda starfa
Hljóti frumvarpið afgreiðslu á
Alþingi segir heilbrigðisráðherra
að við taki nánari útfærsla m.a.
um skilyrði fyrir ieyfisveitingum,
samninga og fleira áður en starf-
Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra.
ræksla gagnagrunnsins geti haf-
ist. Ljóst sé að vinnsla sjúkra-
skráa í samræmt, tölvutækt form
kosti mikla vinnu og jafnframt
ljóst að með því mundi skapast
höldi starfa fyrir visindamenn og
sérhæft starfsfólk á heilbrigðis-
sviði.
íslenskt heilbrigði á
erlendan markað
Þess er vænst að þær upplýsing-
ar sem til verða í slíkum gagna-
grunni megi nýta til þess að
finna ný lyf og þróa nýjar eða
bættar aðferðir við forspá, grein-
ingu og meðferð sjúkdóma. Is-
lensk erfðagreining hyggur
sömuleiðis á markaðssetningu
gagnagrunnsins erlendis með
þeim hætti að Iyfjafyrirtæki og
sjúkrastofnanir kaupi tiltekna
úrvinnslu úr honum.
Gifurlegur kostnaður
Aðgang að gögnum úr sjúkra-
skrám segir heilbrigðisráðherra
mjög takmarkaðan að óbreyttum
lögum. Verði lögum breytt,
þannig að Islensk erfðagreining
fengi aðgang að heilsufarsupp-
lýsingum til færslu í gagnagrunn
þyrfti fyrirtækið að leggja í gífur-
legan kostnað við að láta vinna
alíar sjúkraskrár í tölvutækt
form. Til að tryggja að aðrir aðil-
ar geti ekki nýtt sér þessa fjár-
festingu í samkeppni við fyrir-
tækið telja forsvarsmenn ís-
lenskrar erfðagreiningar nauð-
synlegt að fá einkaleyfi.
Einkaleyfi til söfnunar í
gagnagrunn í 12 ár
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
ráðherra veiti einungis einum
starfsleyfishafa aðgang að
heilsufarsupplýsingum til flutn-
ings í gagnagrunn í allt að 12 ár.
Það á þó á engan hátt að tak-
marka aðgang að sjúkraskrám
vegna vísindarannsókna sam-
kvæmt lögum um réttindi sjúkl-
inga. Einnig er gert ráð fyrir
ótakmörkuðum aðgangi ís-
Ienskra heilbrigðisyfirvalda að
upplýsingum vegna heilbrigðis-
skýrslna, tölfræðilegra úttekta,
áætlana eða ákvarðanatöku um
heilbrigðismál. — HEI
KEA á leið suðux
Kaupfélag Eyfirðinga hefur tekið á leigu verslunarhús-
næði Kaupgarðs í Mjódd í Reykjavík. Þar með er KEA
að hefja verslunarrekstur í Reykjavík og mun reka þar
lágvörumarkað undir nafninu KEA-Nettó. Sú stefna
hefur verið mótuð hjá KEA að binda sig ekki við fé-
lagssvæði félagsins í rekstri sínum og er þessi ákvörð-
un í samræmi við það.
„Kaupfélag Eyfirðinga vill ineð þessu ná fótfestu á
Reykjavíkurmarkaði með verslunarrekstri sínum. Við
erum ekki að fara inn á þennan markað til að koma af
stað einhvers konar „stríði“. Þarna eru sóknarfærin og markaðurinn
langstærstur og fyrirsjáanlegt að sá markaður mun stækka Iangmest í
framtíðinni,11 segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri. — GG
Inuflutniugur 35% meiri
I kjölfar 50% aukningar í janúar fylgdi 12% aukinn innflutningur f febr-
úar, eða samtals um 35% meiri innflutningur en fyrstu tvo mánuði síð-
asta árs. Flugvélakaup Flugleiða skýra að vísu rúman helming viðbótar-
innar, en mikil aukning er einnig á flestum öðrum liðum. Til dæmis
hafa Islendingar nú keypt rúmlega 20% meira af unnum matvælum,
um 15% meira af öðrum neysluvörum og um 16% meira af fólksbílum
en á sama tíma í fyrra. Fjárfestingarvörur hafa ekkert aukist milli ára,
nema flutningatæki til atvinnurekstrar. A hrávörum og öðrum rekstrar-
vörum er þriðjungs aukning milli ára. — HEI
Kosnmgatitringur í borgmni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vísar á bug
fullyrðingum sjálfstæðismanna um að hún og Reykja-
víkurlistinn hafi misnotað aðstöðu sfna á hverfafundi
með unglingum í Ráðhúsinu í fyrrakvöld. Hún sé
borgarstjóri allra borgarbúa og hafi upplýsingaskyldu
gagnvart þeim. A fundi borgarráðs í gær Iétu sjálfstæð-
ismenn bóka að borgarstjóri og R-listinn væru að mis-
nota hverfafundi með því að halda þá nokkrum vikum
fyrir kosningar.
I bókun borgarstjóra segir að hverfafundirnir séu að
sjálfsögðu á vegum borgarstjóraembættisins en ekki R-
listans. Enda sé það mjög óviðurkvæmilegt að halda
slíka fundi í nafni pólitískra samtaka eins og sjálfstæð-
Ing/björg Sólrún
Gísladóttir, borg-
arstjóri.
ismenn hafi gert á sínum tíma.
GRH