Dagur - 01.04.1998, Síða 4

Dagur - 01.04.1998, Síða 4
4 -MIÐVIKVDAGVR 1. APRlL 1998 D^ur FRÉTTIR Gul rós fyrir langveik börn Zontaklúbbarnir á Islandi munu dagana 3. og 4. apríl nk. selja gula silkirós til styrktar langveikum börnum og fjöl- skyldum þeirra. Landsátakinu verður formlega hleypt af stokkunum með því að heil- brigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, verður afhentur rósavöndur nk. miðvikudags- morgun. Allur ágóði af sölu gulu rós- arinnar rennur til styrktarsjóðs Umhyggju til stuðnings Iang- veikum börnum. Fjárhagslegir erfiðleikar fjölskyldna með langveik börn eru jafnan mildir. Veiku barni fylgir oftast þegar til lengri tíma er litið, tekjumissir, búferla- flutningar og önnur röskun innan fjölskyldunnar. A Islandi starfa 6 Zontaklúbbar og munu þeir allir taka þátt í söfnuninni. SS2KS5X. Davíð Oddsson forsætísráðherra og Sverrir Hermannsson bankastjóri hafa ástæðu tíl að gleðjast yfír góðri aíkomu bankans, en það eru ekki allir sáttír við að hann skuli engan tekjuskatt hafa borgað í mörg ár. - mynd: þök SkattMðmdi Sex vilja í Öldutúnið Sex hafa sótt um starf skólastjóra í Oldutúnsskóla í Hafnarfirði en umsóknarfrestur rann út nýlega. Umsækjendur eru Arný Inga Páls- dóttir kennari, Helgi Grímsson, fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfé- lagi Reykjavíkur, Helgi Þór Helgason, kennari í Öldutúnsskóla, Jóna Björg Sætran, kennari í Arbæjarskóla, Reynir Guðnason, aðstoðar- skólastjóri í Lækjarskóla, og Viktor A. Guðlaugsson, fyrrverandi for- stöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Magnús Baldursson, yfirmaður Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, seg- ir að stefnt sé að því að skólanefnd hafi farið yfir allar umsóknirnar strax eftir páska. Bæjarstjórn taki svo afstöðu til þeirra fljótlega eftir það. Stefnt er að því að nýi skólastjórinn taki til starfa í þyijun maí. - GHS Snæfugl til Skotlands Frystiskipið Snæfugl SU-20 hefur verið leigt Onward Fishing (OFC) í Aberdeen í Skotlandi, dótturfyrirtæki Samheija á Akureyri. Snæfugl er í eigu Skipakletts á Reyðarfirði, en Samherji á 19% hlut í íyrirtækinu. Aflaheimildir Snæfugls verða færðar Víði EA-910. „Meginástæða þessara breytinga er að aflaheim- ildir Snæfugls SU nægja ekki til að standa undir rekstri skipsins. Með því að leigja skipið til OFC og færa aflaheimildir yfir á Víði fæst betri nýting á aflaheimildum og skipakosti fyrirtækjanna sem hlut eiga að máli,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- heija. — gg Þorstein Már Baldvinsson. Nýtt fólk leiðir D-lista Framboðslisti sjálfstæðismanna í Isafjarðarbæ var ákveðinn á fundi fulltrúaráðs sl. miðvikudags- kvöld. Efsta sætið skipar Birna Lárusdóttir fjöl- miðlafræðingur, síðan koma Ragnheiður Hákon- ardóttir húsmóðir og leiðsögumaður, Hildur Hall- dórsdóttir líffræðingur, Pétur H. R. Sigurðsson mjólkurtæknifræðingur, Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, Sigurður Þórisson fiskverkandi og Kristín Hálfdánardóttir skrifstofumaður. ... Þorsteinn Jóhannesson skipar nú 5. sæti listans Birna Larusdóttír. , , , ----- en hann leiddi hstann fynr siðustu kosningar en þá hlaut listinn 5 af 11 sætum í bæjarstjórn. Hall- dór Jónsson og Kolbrún Halldórsdóttir eru ekki á listanum nú, en Jónas Ólafsson er í 18. sæti og Magnea Guðmunds- dóttir í 12. sæti. Bæjarfulltrúar verða 9 í stað 11 eftir kosningarnar 23. maí nk. Utanflokkaframboð Miklar umræður fara fram um utanflokkaframboð í Isaljarðarbæ og hefur Asthildur Cesil Þórðar- dóttir skorað á samborgara sína að standa að slíku framboði, óháðum bæjarlista. Eitt af markmiðun- um er að á honum eigi sæti fólk úr öllum „hverf- um“ bæjarfélagsins og að fólki verði ekki raðað í forgangsröð eftir búsetu hvað varðar þjónustu. Funk-Iisti, sem fékk 2 menn í síðustu kosningum, Ásthildur Cesil býður ekki fram nú. - GG Þóröardóttir. og beina styrki Sparisjóðsstjóri SPRON ósáttur við þær leikreglur að siun- ir sleppi við tekju- skatt af milljarða gróða, auk þess að njóta stórra styrkja. „Hvaða áhrif hefur það á að- stöðu fyrirtækja á sama markaði ef sum þeirra greiða ekki skatta langtímum saman á meðan önn- ur þurfa að greiða fulla skatta?“ spurði Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri á ársfundi SPRON. Benti hann á að ís- landsbanki hafi engan tekjuskatt greitt frá stofnun, 1990, vegna tapa gamla Utvegsbankans, og Landsbankinn ekki heldur um margra ára skeið. Á sama tíma hafi SPRON greitt yfir 230 milljónir. „Þrátt fyrir hagnað af rekstri munu þeir væntanlega ekki greiða tekjuskatta fyrr en á næstu öld,“ sagði Guðmundur. Skekkjuna segir hann liggja í því að þegar ríkissjóður aðstoðaði þessa banka í erfiðleikum þeirra hafi það verið gert með beinum greiðslum, sem ekki komu inn á rekstrarreikning þeirra. Þeir hafi því getað geymt sér rekstrartapið og nýtt það síðar á móti rekstrar- hagnaði. Bæði beinir styrkir og skattfríóindi „Ríkissjóður styrkti þá m.ö.o. ekki aðeins með beinum greiðsl- um heldur gaf hann þeim einnig skattfríðindi umfram það sem venjuleg fyrirtæki búa við og skapaði þeim þannig mikið for- skot á hin fyrirtækin sem ekki þurfa aðstoðar við. Ég dreg í efa að þeir menn sem tóku ákvarð- anir um að hjálpa þessum fyrir- tækjum á sínum tíma hafi áttað sig á því að í raun var verið að verðlauna þau með skattfríðind- um inn í framtíðina og að með því yrðu þeim sköpuð forréttindi umfram önnur lyrirtæki á sama markaði. Guðmundur gerir þá kröfu til stjórnvalda og ríkissjóðs að tryggja sanngjarnar Ieikreglur og trufla ekki eðlilega þróun markaðarins. Um 1.900 milljóna skattfrjáls gróði Uppsafnaðan hagnað SPRON frá 1990 segir Guðmundur nær 950 milljónir hvar af rúmlega 230 milljónir hafi farið í tekju- skatt. A sama tíma hafi íslands- banki engan tekjuskatt greitt af nær 1.900 milljóna hagnaði. Miðað við sama skatthlutfall og SPRON hefði tekjuskattur ís- landsbanka orðið rúmar 460 milljónir á þessu árabili. „I stað þess býr bankinn að þessum fjármunum sem eðli- legra hefði verið að ríkissjóður hefði fengið, þó ekki væri nema til að endurheimta hluta þess fjár sem þeim var afhent í formi nýs eigin fjár. Svipaða mynd mætti draga upp af stöðu Lands- bankans," sagði Guðmundur. Hann gat þess jafnframt að Bún- aðarbankinn hefði greitt nær 440 milljónir í tekjuskatt á um- ræddu árabili. „Hér sitja sam- keppnisaðilar ekki við sama borð, en er ætlað að keppa á sama grundvelli," sagði Guð- mundur Hauksson. — HEI Magnús Jón í slaginn 24 emstaklingar bjóða sig fram í skoð- anakönnim Fjarðar- listans, sem fram fer 4. apríl. Alls 24 einstaklingar skiluðu inn framboði í skoðanakönnun sem Fjarðarlistinn í Hafnarfirði efnir til 4. apríl næstkomandi. Tveir núverandi bæjarfulltrúar eru á meðal frambjóðenda, alþýðu- bandalagsmennirnir Lúðvík Geirsson og Magnús Jón Árna- son. „Þetta er góð þátttaka, sem sést vel í því hversu erfitt það reyndist hjá öðrum að fá fólk út í svona slag. Hópurinn er góð blanda úr ýmsum áttum og vil ég kalla þetta alþýðu- og félags- úr grasrótinni," segir Erlingur Kristensson, sem á sæti í kjörnefnd. Niðurstöður skoð- anakönnun- arinnar verða leiðbeinandi fyrir kjör- nefnd. Fjórir hóp- ar standa að Fjarðarlistan- um; Alþýðu- bandalagið, Jafnaðar- mannafélag Hafnarfjarðar (sem er félag innan Alþýðu- flokksins), Kvennalistinn og óháðir. Til Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, býöursig fram i skoðanakönnun sem Fjarðariistinn efnir til meðat Hafnfirðinga um frambjóðendur fyrir kosningamar i vor. Kvennalistans má telja fram- bjóðendurna Önnu Jónu Krist- jánsdóttur verslunarkonu, Ástu Maríu Björnsdóttur leikskóla- kennara og Guðrúnu Sæmunds- dóttur skrifstofustjóra. Alþýðubandalagsmenn teljast Geir Þórólfsson vélaverkfræð- ingur, Gerður Magnúsdóttir nemi, Guðmundur Rúnar Árna- son stjórnmálafræðingur, Guð- rún Bjarnadóttir kennari, Gunn- ur Baldursdóttir kennari, Hörð- ur Þorsteinsson framkvæmda- stjóri og þeir Lúðvík og Magnús Jón. Frambjóðendur frá Jafnaðar- mannafélaginu eru Ástríður Hartmannsdóttir bifreiðarstjóri, Davíð Geirsson nemi, Guðlaug- ur Jón Ulfarsson verktaki, Guð- ríður Einarsdóttir matráðskona, Ólafur Sigurðsson matvælafræð- ingur og Sverrir Ólafsson mynd- höggvari. Óháðir teljast Herdís Hjör- leifsdóttir félagsráðgjafi, Hilmar Kristensson verslunarmaður, Reynir Ingibjartsson fram- kvæmdastjóri, Örn Ólafsson vél- stjóri, Vaígerður Halldórsdóttir framhaldsskólakennari, Hrafn- hildur Árnadóttir nemi og Hall- grímur Hallgrímsson, formaður FFR. - FÞG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.